Jökull


Jökull - 01.12.1958, Side 9

Jökull - 01.12.1958, Side 9
en við Magnús Jóhannsson héldum inn að Depli til hæðarmælinga. Inni í Grímsvatnakvos- inni var sólskin, þótt þoka sveipaði Svíahnúka. Nú stóð Naggur ekki nema 2.5 m upp úr vatni og hafði vatnsborð því hækkað um 4.7 m síðan 10. júní eða 5.1 cm að jafnaði á dag, en hækk- un vatnsborðs síðan 15. sept. 1947 nam 12.5 m, eða næstum 3.5 cm á dag. Með því að gera mátti ráð fyrir því að Naggur yrði kominn í kaf á vori komanda og þá ekki lengur hægt að miða liæð vatnsborðs við hann, var mæld ná- kvæmlega hæðin frá vatnsborði upp á móbergs- kollinn næsta norðan við Depil, en þann koll nefndum við Mósa. Reyndist sú hæð vera 11.75 m. A allstóru svæði vestur af Vatnshamri voru jaðrar allra lijarnfleka gulnaðir af brennisteins- samböndum og er það sýnilegur vottur þess jarðhita, sem undir er. I einni sprungu sást greinilega haustlagið 1957 og var dýpið niður á það 225 cm. Enn sem fyrr var hæð vatnsborðs norðaustan undir Gríðarhorni hin sama og við Vatnshamar. Er við komurn aftur að gryfjunni var hún orðin hálfur sjöundi metri á dýpt og komið langt niður fyrir haustlagið 1957, sem reyndist vera á 260 cm dýpi. Hafði því bráðnunin síðan 10. júni numið 194 cm, auk þess sem kann að hafa fallið þarna af snjó á sama tímabili, en vatnsgildi neðsta hluta vetrarlagsins hafði auk- izt úr 50 í 57%. Ekki varð komizt niður úr vetrarlaginu 1956/57 og eru leyfar þess því meir en 3.9 m, enda hafði ákoman í gryfju, sem grafin var þarna nærri 5. júní 1957, reynzt vera 652 cm (Jökull, 7. ár, bls. 44). Mjög æski- legt væri, að framkvæma meiri bráðnunarmæl- ingar á Grímsvatnalægðinni og á aðrennslis- svæði hennar, því sé hægt að komast að niður- stöðu um það, hversu mikið af vatni því, sem safnast fyrir í lægðinni, er myndað við ofan- bráðnun (ablation), er hægt að reikna nokkurn veginn út, hversu mikið vatn myndast vegna bræðslu neðan frá og þar með fenginn ein- stæður möguleiki til að reikna út lieildarhitaút- streymið frá því mikla jarðhitasvæði, sem þarna er undir. Fimmtudagur 11. september. — Dimmt var yfir allan þennan dag. Hiti kl. 10 2.5° C og sunnanátt, 4 vindstig. Allir hvíldust fram eftir degi, enda seint gengið til náða. Var ákveðið að fresta brottför til næsta morguns, því Jó- hannes Briem átti eftir að bæta nokkuð um 5. mynd. Skemman fullgerð. — Store-house and -) hut in Jökulheimar. — Ljósm. S. Þórarinsson, 14. sept. 1958. þríhyrningamælingar frá því um vorið. Undu menn sér við spilamennsku, lestur glæparita og jöklakveðskap misjafnlega prenthæfan. Föstudagur 12. september. — Fram til hádegis var sunnanátt og rigning, hiti 3° C kl. 10. 'En upp úr hádeginu gekk hann í vestrið og tók að rofa til. Var þá búizt til brottferðar, en við Jóhannes hímdum við hornamælinn í 4 klukku- tíma í von um að sæist til merkisstangarinnar á Sviahnúk vestri, hvað loksins skeði. Kl. 18,30 var mælingum lokið og var þá orðið albjart og komið frost, 4- 1.2° C. Kl. 21,30 var tjaldað á vesturjöklinum skammt ofan við hjarnmörk, því engin von var til að komast yfir skriðjökul- inn í myrkri. Höfðu flestir hangið á skíðum aftan í Gusa alla leið frá Svíahnúk vestri. Laugardagur 13. september. — Mannskapur- inn var ræstur kl. 6, því engan langaði til að eiga nótt á skriðjöklinum. En ferðin sóttist all- vel og var komið að jökulrönd kl. 14. Verður þó að telja skriðjökulinn alveg á takmörkum þess að vera færan á hausti snjóbílum af Bom- bardier gerð og myndu raunar flestir telja hann ófæran. Gott var að koma í Jökulheima að vanda og var dvalið þar til næsta dags. Sunnudagur 14. september. — I-agt var af stað heim á leið kl. 11,30 í blíðskaparveðri og lykkja lögð á þá leið inn í Þóristungur og það- an nokkuð upp með Köldukvisl, en þar eru moldarbörð mikil og vænleg til öskulagarann- sókna. Meðan karlmenn stóðu í moldargreftri og öskulagarannsóknum undi kvenþjóðin sér 7

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.