Jökull


Jökull - 01.12.1958, Síða 22

Jökull - 01.12.1958, Síða 22
MAGNÚS JÓHANNSSON: Ferð um Kaldalón og Drangajökul 1958 Það er fimmtudag 2. júlí 1958. Við höfum gist á Skjaldfönn og leggjum af stað um Armúla inn í Kaldalón að aflíðandi hádegi. Ferðafélag- arnir eru Hanna Brynjólfsdóttir og Örn Garð- arsson. Við ökum jeppanum inn að Seleyri, lengra verður ekki komizt með góðu móti á bíl. Farangur leggjum við á bakið, seiglings- þungar byrðar, og höldum inn Lón kl. 15,30. Eftir tæpar tvær klukkustundir erum við komin í áfangastað, að Trimbilstöðum. Það er sam- kvæmt þjóðsögum fornt býli innan við jökulgarð þann, sem þvergirðir Lónið. Garður þessi er stundum kallaður Lónhólar. Við norðurenda lians var líka gamalt býli, sem hét Lónhóll. Lónhólar eru að miklu leyti mold og gróður- torfur, sem skriðjökullinn hefur ýtt á undan sér út dalinn. I hlíðunum má einnig sjá greini- leg merki þess, hvernig sniðhallandi jökuljaðar- inn hefur sorfið burt allan gróður neðan til, en ofan við þá markalínu er gróskumikill gróður og skógarkjarr. Hjá Trimbilstöðum hét fyrrum, að sögn, Tólf- karíaengi. Þar. átti að vera næg slægja fyrir tólf röska karla allt sumarið. Nú er hér lítt gróinn jökulmelur með eyrarrós og draumsóley og fífu- sund meðfram læknum. I jökulhólunum eru þó Dýralíf var mjög fátæklegt i Káraskeri. 17. ágúst 1958 fann ég tvær tegundir af flugum, sem voru af húsfluguættinni (Muscidae). Het' ég ekki fengið þær nafngreindar enn. Tvær tegundir af smáæðvængjum voru þar. Var önnur þeirra Aclastus gracilis (3 eintök), en hin af ættinni Proctotrupoidea, sennilega Atelopsilus borealis (6 eintök). Tvö eintök fann ég af blá- mori (Collembola) og smáköngulær (Araneida). Tvo—þrjá km suður af Káraskeri var mjög mikið af kálmöl (Plutella maculipennis), sem hafði fallið á jökulinn og drepizt. A einum stað taldi ég níu stykki á hálfum fermetra. Bar mest á fiðrildum þessum, þar sem leir var á jöklin- um. skjólsælar dældir, grónar túngresi, og minna sums staðar á fornar bæjartóftir. Svo er þó ekki, aðeins gróðurtorfur, sem jökullinn hefur ýtt saman. Hér er tjaldstæði ákjósanlegt, og hér er gott að vera. Blátær bæjarlækur niðar við tjaldskör- ina. Um kvöldið vöðum við yfir Mórillu og klifr- um um klettabríkur Keggsis í leit að gömlu arnarbæli. Þar var forðurn frægt arnarsetur. — Nú er hér autt og tómt. Síðasti örninn í Kalda- . lóni er fallinn í valinn eftir tólf ára einstæð- ingsskap. Arið 1946 féll rnaki hans fyrir eitur- byrlun eyjabænda, sem njóta eggja, dúns og fuglatekju sem hlunninda af hendi náttúrunn- ar, en geta þó ekki unnað náttúrunni sjálfri þess réttar, að konungur fuglanna, örninn, fái að lifa í landinu. 11. júli. Sólskin og heiðríkja, ekki skýskaf á loíti. Við settum hæðarmæli á 0 við sjávarborð í gær, og tjaldið er í 11 m hæð. Loftvog hefur sama og ekkert breytt sér frá því í gærkveldi. Við setjum því liæðarmælinn aftur á 11 metra sem réttan mælikvarða fyrir hæðarmælingu á Drangajökli. I. Viðarbrandur í setlagi i hamrinum norðan Kaldalónsjökuls. Lignite (fragment of a trunk) from a sedimenl- ary layer in the cliff above the snout of the glacier. — Ljósni. M. Jóhannsson. 20

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.