Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 63

Þjóðmál - 01.06.2009, Síða 63
 Þjóðmál SUmAR 2009 61 Frjálshyggja og sósíalismi, eða stjórn-lyndi, eru helstu andstæður í stjórn- málum 20 . aldar og milli þessara stefna er hyldýpi . Einn af fyrstu hugsuðum sósíalismans, Henri de Saint-Simon, sagði að með þá sem ekki hlýddu áætlunum hans yrði „farið eins og kvikfénað“ . Guð feður sósíalismans töldu einstaklingsfrels ið, þar með talið tjáningarfrelsið, eitthvert mesta böl 19 . aldarinnar . Síðan þá hafa sósíal istar víða um lönd tekið upp nöfn frjáls lyndra flokka og farið að boða frelsi en undir niðri býr hugmyndafræði sem er andstæð frelsi einstaklingsins . Það vill einnig gleymast að þau mann- úðarsjónarmið sem sósíalistar boða eiga upp runa sinn í einstaklingshyggju og verða ein göngu framkvæmd við þjóð skipu lag sem byggist á einstaklingshyggju . Sósíalískt þjóðskipulag hefur hvarvetna leitt til þess að valdhafarnir þurfa að taka sér alræðisvald til að ná settum mark- miðum . Þá verður til sérkennilegt siðferði þar sem einstaklingurinn fær ekki að hlýða samvisku sinni eða beita eigin hyggjuviti . Við slíkar aðstæður verður eina siðareglan sú að tilgangurinn helgi meðal- ið, að minni hagsmunir einstaklingsins þurfi að víkja fyrir meiri hagsmunum „heildarinnar“ . Við aðstæður sem þessar er samviskulausum mönnum opin greið leið upp virðingarstigann . Einn af merkustu hugsuðum síðustu aldar, Friedrich von Hayek, orðaði það svo að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður sem færi að skipuleggja atvinnulífið stæði brátt frammi fyrir valinu um að taka sér einræðisvald eða gefast upp . Vonlegt er að menn spyrji sig hvað það er sem veldur því að lýðræðislegar stofnanir falla og alræðisstjórn tekur völdin . Sjúkdómseinkenni slíks samfélags eru skýr . Almenningur verður langþreyttur á seinagangi þeim sem fylgir lýðræðisleg- um aðferðum og krafan um markvissar og snöggar aðgerðir ríkisins verður háværust . Þá veljast til forystu þeir menn sem boða mest ríkisafskipti og einfaldar lausnir á flóknum vanda . Stjórnmálaflokkur sem er skipulagður eins og herlið tekur að skipuleggja þjóðfélagið allt . Herlið þýskra þjóðernissósíalista, eða nasista í daglegu tali, var knúið áfram af óánægju með frjálst fjármagnskerfi og þeirri óánægju mátti auðveldlega snúa upp á Gyðinga . björn jón bragason lögregluríki í uppsiglingu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.