Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 65

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 65
 Þjóðmál SUmAR 2009 63 teikn eru á lofti um að lýðræði og mannréttindum sé búin bráð hætta hér á landi . Vinstri grænum barst liðsauki á dögunum þegar hingað til lands var ráðinn norskur saksóknari, sem er í framboði til Evrópuþingsins fyrir franskan systurflokk Vinstri grænna . Þessi norski saksóknari hefur fullyrt að „íslenskir fjárglæframenn“ hafi „misnotað aðstöðu sína og skotið undan fé“ eins og það var orðað í frétt mbl.is hinn 10 . mars sl . Saksóknari sem ekki hafði hafið rannsókn fullyrti með öðrum orðum að afbrot hefðu verið framin . Ef viðhorf af þessu tagi verða almenn verður brátt lítil þörf á réttarkerfi og þrígreining ríkisvaldsins mun heyra sögunni til . Dómsvald verður með öllu óþarft . nægilegt verður að nefna menn og meintar sakir þeirra á almannafæri til þess að koma þeim bakvið lás og slá . Hér á landi er verulega hætta á að lög- regluríki sé í uppsiglingu . Ein staklings- frelsi og almenn mannréttindi eiga undir högg að sækja . Skoðanakúgun fer vaxandi, þar sem vegið er gróflega úr launsátri að þeim sem ekki fallast á skýringar íslenskra sósíalista á atburðum vetrarins . Þeir sem dirfast að mótmæla skoðunum vinstrimanna eru sakaðir um annarlega hagsmuni . á komandi misserum verður leitt í ljós hvort einstaklingunum verður áfram búið frelsi til orðs og athafna eða hvort heljartök ríkisins á öllu þjóðlífi verða hert til muna . Minnisstætt er það flestum að minni-hlutastjórn jóhönnu Sigurð ar dóttur og Steingríms j . Sigfússonar, sem tók við völdum 1 . febrúar, nýtti fyrstu vikur valdatíma síns í baráttu gegn banka stjór um Seðlabanka Íslands . Þeir skyldu burt, með góðu eða illu . Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnarinnar, var sem fleinn í holdi þeirra og hinir bankastjórarnir, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, voru einfald lega í skotlínunni . Hinir nýju valdhafar breyttu lögum um Seðlabanka Íslands og tókst ætlunarverkið . Með þetta í huga er athyglisvert að lesa umsögn Steingríms j . Sigfússonar um Seðlabankann undir stjórn fyrrgreindra manna en fjármálaráðherra vék að fjár málahruninu á árlegum degi Samtaka fjármálafyrirtækja og líkti því við Vestmannaeyjagosið . Vonaðist hann til þess að Íslendingar tækjum á sínum málum nú líkt og Vestmannaeyingar gerðu á sínum tíma . Steingrímur sagði m .a . um við- brögð in við hruninu í haust, að því er mbl.is greinir frá: „nútímasamfélag þrífst ekki án fjár- málaþjónustu og því var til þeirra aðgerða gripið, sem gert var í haust . nauðsynlegt þótti að tryggja áframhaldandi bankaþjón- ustu og greiðslumiðlun og með miklu átaki Seðlabanka og fjármálafyrirtækja og starfsmanna tókst það . Eiga þeir hrós skilið fyrir það .“ betra er seint en aldrei – en hverjar voru þakkirnar til þeirra sem gripu til aðgerða með miklu átaki? jú – þeir voru reknir! Fuglahvísl á vefsíðunni amx .is 14. maí 2009. _____________________ Þeir voru reknir!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.