Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 87

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 87
 Þjóðmál SUmAR 2009 85 spádóm WWF (World Wildlife Fund, sem ég treysti mér ekki til að kalla náttúru- verndarsamtök) um að ísbirnir yrðu út- dauðir eftir 20 ár . tóm tjara . (Það hefði verið gaman að sjá hvernig ÓtG hefði tekið á íslensku ísbjarnamálunum, en því miður geymir þessi bók síðustu fjölmiðlapistla hans . Hann er hættur í blaðamennsku .) Fjall að er ítarlega um fréttaflutning af um hverfi s málum af ýmsu tagi (svifryk í Reykja vík, sinuelda á Mýrunum) og þá öfga og ýkjur sem oft einkenna þann frétta- flutn ing . Hann tekur vel á bílakaupum og kol efn is jöfnunarruglinu, sem fyrrverandi umhverfis ráðherra skildi eiginlega aldrei til hlítar . Það heyrist ekki mikið um það nú um stundir . Þá er áhugaverð umfjöllunin um hval veiðar og þá sérstaklega þátt Morg­ un blaðs ins í þeim fréttaflutningi . Að því er pólitíkina varðar tekur höfund- ur listilega á flokkaflakki þingmanna á miðju kjörtímabili og hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um það efni . Athyglisvert er líka að lesa um fréttir af því er einni mann- eskju var sagt upp starfi hjá Reyðaráli . Það rifjaði upp sérkennilegan fréttaflutning fréttastofu sjónvarpsins af einhverskonar innan hússerjum á Veðurstofu Íslands . um það var fjallað í löngum viðtölum . Í hlut átti starfsmaður veðurstofunnar sem reglulega flutti veðurfregnir í sjónvarpi . Þetta var fáránleg misnotkun fréttatímans . Innanhússvandi á veðurstofunni átti ekkert erindi í stofuna heima hjá mér . Ólafur víkur að þeim ósvífna sið sumra fréttamanna að flytja rangar fréttir . leið- rétta ekki . Flytja svo rétta frétt um efnið nokkrum dögum síðar eins og ekkert hafi í skorist . Þeir sem fylgjast grannt með fréttum eru yfirleitt engir asnar og þetta fer ekki framhjá þeim . um þetta eru mörg dæmi í bókinni . Það er ótrúleg tregða hjá fjölmiðlum, – öllum nema Morgunblaðinu og reyndar Fréttablaðinu á stundum, til að leiðrétta rangfærslur . næstum það eina sem sjónvarpsstöðvarnar leiðrétta eru manna- nöfn . Það er engin minnkun að því að leið rétta missagnir . Það er traust vekjandi, en það er eins og ritstjórar velflestir átti sig ekki á því . Ólafur teitur hefði mátt nefna þann leiða sið sumra fréttamanna að hlusta ekki á viðmælendur sína og spyrja um eitt- hvað, sem þegar er komið fram . Þá segir við mælandi venjulega kurteislega: „ . . . eins og ég sagði áðan . . . “ Eða það, að útskýra ekki fyrir áheyrendum torskilin orð, sem við mæl andi notar . umfjöllunin um stórslys Morgunblaðsins þegar það birti myndir af dómurum úr Hæstarétti á forsíðu eins og orðið hefði flugslys er vel unnin . Í þessu máli setti Morg unb laðið niður í mínum huga . Þetta voru meiriháttar mistök . Víða rekur Ólafur teitur hagsmuna- vina- og kunningjatengsl í sambandi við birt ingu og umfjöllun frétta . tengsl sem þorri hlustenda veit ekkert um . Margt kom mér þar á óvart . Gaman þótti mér að lesa umfjöllun hans um China Daily, málgagn Kínastjórnar á ensku . Ég las það næstum daglega í fjögur ár og heimsótti ritstjórnarskrifstofur þess . Það væri of löng saga að rekja hér, en þetta var skemmtileg lesning . Margt er fleira áhugavert í bókinni Fjölmiðlar 2007, en hér læt ég staðar numið um áhugaverða punkta . Þeir eru langtum fleiri . En svona í lokin nýlegt dæmi um „fag- mennsku“ fréttastofu RÚV . Þriðjudaginn 5 . maí 2009 var frá því greint í tíufréttum sjónvarps að spara mætti raforku fyrir 500 milljónir króna ef 13 þúsund íslensk heimili skiptu 20 60W glóperum út fyrir jafnmargar 11 W sparperur . Þetta jafngilti orku framleiðslu 18 Elliðaárvirkjana . Merki - leg frétt . Ég sendi fréttastofu RÚV svo lít- inn tölvupóst og spurði kurteislega hvort

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.