Þjóðmál - 01.03.2013, Side 7

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 7
6 Þjóðmál voR 2013 degi fólust í markvissri viðleitni til að innleiða skattastefnu þar sem vegið var að fyrirtækjum og stjórnendum þeirra . Í inngangi stefnuyfirlýsingarinnar sagði: Í nýafstöðnum kosningum veitti meiri- hluti kjósenda jafnaðarmönnum og félags- hyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfnuðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis . Ný ríkisstjórn starfar með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni . Menn þurfa ekki að vera hámenntaðir í stjórnmálafræði til að átta sig á að þessi texti snýst um að koma hér á sósíalísku samfélagi þar sem slegið er á framtak og frum kvæði í nafni „félagslegs réttlætis“ . Al- manna hagsmunum er stefnt gegn sér hags- munum, en stjórnarherrarnir líta til dæmis á útgerðarmenn sem helstu fulltrúa sérhags- muna í landinu . Aðför skyldi gerð að þeim í nafni almannahagsmuna og hefur hún staðið allt kjörtímabilið . Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2011 lagði stjórn SA lykkju á leið sína og samþykkti með 10 atkvæðum gegn 6 en tveir stjórnarmanna sátu hjá: „Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið . Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta . Samningurinn yrði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu .“ Með þessu vildi stjórnin koma sér í mjúkinn hjá ríkis- stjórninni en storka þeim sem sóttu lands- fund sjálfstæðismanna . Tillaga um að halda ESB-viðræðunum áfram hlaut ekki sam- þykki landsfundarfólks sem vildi að gert yrði hlé á viðræðunum . Stjórn SA samþykkti einnig í nóvember 2011 ályktun þar sem mótmælt var nýjum og síhækkandi sköttum sem einungis voru taldir til þess fallnir að draga úr þrótti atvinnulífsins, fresta fjárfestingum og koma í veg fyrir framkvæmdir . Aðilar vinnumarkaðarins unnu með ríkisstjórninni undir merkjum stöðug- leikasáttmálans þar til upp úr sauð . Fimmtudaginn 13 . desember 2012 birti ASÍ heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem bent var á atriði sem ASÍ taldi ríkisstjórnina hafa lofað í tengslum við gerð kjarasamning vorið 2011, en ekki efnt . ASÍ taldi með öðrum orðum að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við stöðugleikasáttmálann . Upphlaup varð á stjórnarheimilinu vegna auglýsingar ASÍ og oddvitar ríkis stjórn ar- innar létu stór orð falla í garð sambandsins og þó einkum um Gylfa Arnbjörnsson for seta þess . Hittust þeir í umræðuþáttum í ríkis- út varpinu Gylfi og Steingrímur J . Sig fús son at vinnuvegaráðherra . Var ráð herr ann hinn versti og sakaði forseta ASÍ um að móðga sig . Stjórnmálasambandi ríkis stjórnar inn- ar og ASÍ var slitið í beinni útsend ingu og lauk þar með þjóðarsamstöðu um stöð ug- leika vegna svika ríkisstjórnarinnar, að mati ASÍ og móðgunargirni Steingríms J . III . Ístefnuyfirlýsingunni frá 10 . maí 2009 segir að forsætisráðherra muni „láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lykilstærðum í samfélags- og efnahagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og framtíðarvalkosti, s .s . í ríkisfjármálum, gjaldmiðilsmálum, atvinnulífi, húsnæðis- málum, jafnréttismálum, byggðamálum, löggæslumálum auk annarra mikilvægra samfélagsmála“ . Til verksins verði m .a . kvaddar fagstofnanir og sérfræðingar úr háskóla- og rannsóknasamfélaginu . Slíkt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.