Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 8

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 8
 Þjóðmál voR 2013 7 stöðumat feli í sér mikilvæga viðmiðun til að meta árangur næstu ára í ljósi þróunar síðustu ára og þess sem gerðist í hruninu . Veit nokkur um afrakstur þessarar vinnu? Verður hún kynnt í kosningabaráttunni til að sanna afrek ríkisstjórnarinnar? Því var einnig lofað að niðurstöðum rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrunið yrði „fylgt eftir af fullum heilindum“ . Fram yrði að fara „heiðarlegt uppgjör við þá peningahyggju sem leiddi til hrunsins“ til að íslenskt samfélag gæti sameinast á ný og beint kröftum sínum að því að byggja upp til framtíðar . Hvar eru efndir þessa? Upplausnin á alþingi er að minnsta kosti algjör . Stjórnarflokkarnir beittu sér fyrir ákæru á hendur Geir H . Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra . Hann var dreginn fyrir landsdóm og sakfelldur án refsingar fyrir að hafa ekki látið bóka á ríkisstjórnarfundi að rætt hefði verið um vanda íslensku bankanna . Dómsorð meirihluta landsdóms um þetta atriði ber með sér að þeir sem að því stóðu hafi viljað rétta þeim litla dúsu sem stóðu að hinni pólitísku aðför . Sundrungin hefur sjaldan verið meiri í samfélaginu en þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kveður . Hún birtist meðal annars í fjölda stjórnmálaflokka eða samtaka sem hafa í hyggju að bjóða fram í komandi þingkosningum . Rætt er um á annan tug framboða . Stjórnmálasagan geymir ekki dæmi um annað eins . Boðað var að ríkisstjórnin mundi marka skýra eigendastefnu þar sem fram kæmu framtíðaráherslur ríkisins sem eiganda bank anna og hvernig henni yrði framfylgt . Markmið þess væri „að styrkja faglegan, gagn sæjan og traustan grunn undir aðkomu hins opinbera að atvinnulífinu . Meðal annars verði kveðið á um hvernig eignar- haldi bankanna verður hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á bönkunum til framtíðar“ . Að þessu hefur verið staðið á þann veg að enginn veit hverjir hinir erlendu kröfuhafar eru eða hvernig eignarhaldi þeirra er háttað . Leyndarhyggja hefur verið alls ráðandi á þessu sviði og einkavæðing hefur farið fram á bakvið tjöldin í skjóli ríkisstjórnarinnar og seðlabankans . Í stefnuyfirlýsingunni var boðuð áætlun „um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjald- eyris hafta og hraða lækkun vaxta“ . Þetta hefur ekki gengið eftir . VG vill við halda gjaldeyrishöftum til að geta haft smásmuguleg afskipti af starfsemi fyrirtækja og högum einstaklinga . Samfylkingin segir að ekki verði unnt að komast úr höftunum án þess að ganga í Evrópusambandið . Hvorugur flokkanna hefur í raun lagt áherslu á að finna leið frá höftunum, það þjónar ekki flokkspólitískum markmiðum þeirra . IV . Ríkisstjórninni mistókst að kollvarpa stjórn arháttum í landinu með nýrri stjórn ar skrá . Ríkisstjórninni mistókst að ljúka ESB-aðildarviðræðunum á kjörtíma- bil inu . Ríkis stjórnin sveik stöðugleikasátt- mál ann og ASÍ sleit stjórnmálasambandi við hana . Ríkisstjórnin hafði engan áhuga á að losa þjóðina úr gjaldeyrishöftum . Henni mistekst að eyðileggja fiskveiðistjórnunar- S undrungin hefur sjaldan verið meiri í samfélaginu en þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kveður . Hún birtist meðal annars í fjölda stjórnmálaflokka eða samtaka sem hafa í hyggju að bjóða fram í komandi þingkosningum . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.