Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 22

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 22
 Þjóðmál voR 2013 21 1991–2004 stóð hér markaðskapítalismi: Fyrirtæki kepptu á frjálsum markaði, fjölmiðlar voru óháðir, dómstólar sjálfstæðir og hagvald og stjórnvald ekki á sömu hendi . En árin 2004–2008 má á sama hátt kenna við klíkukapítalisma: Stórfyrirtæki í eigu einnar auðklíku gleyptu ekki smáfyrirtæki vegna betri afkomu sinnar, heldur vegna greiðari aðgangs síns að lánsfé úr bönkunum; einokun eða fákeppni myndaðist á mörgum mörkuðum; fjölmiðlungar og álitsgjafar gengu ótrúlega margir erinda einnar auðklíku; og dómstólar og stjórnmálamenn létu þessa sömu klíku hafa óeðlileg áhrif á sig (Björn Bjarnason, 2011; Óli Björn Kárason, 2012) . Auðklíkan merkti líklega ekki lystisnekkju sína eða einkaþotu með tölunni 101 í heiðurs skyni við höfund skáld sögunnar 101 Reykjavík, Hallgrím Helga son (1996), þótt hann væri kunnasta og afkasta mesta hirðskáld hennar, heldur til að minnast þess, að lánin í bönkunum voru á 100 kennitölum, þótt skuldunauturinn væri í raun 1 . 3 . Er frjálshyggjan siðlaus, jafnvel ómannúðleg? Svar við þeirri spurningu, hvort frjáls-hyggjan sé siðlaus, jafnvel ómann úðleg, veltur á því, hvernig hugtakið er skilið . Í mínum huga er frjálshyggja sú skoðun, að takmarka beri valdið og veita einstaklingum svigrúm til að þroskast eftir eigin eðli og lögmáli . Þeir þurfi því að njóta frelsis innan marka laga og almenns velsæmis . Ég hygg, að enginn ágreiningur sé um það, að helstu hugmyndasmiðir frjálshyggjunnar séu þeir John Locke og Adam Smith . Locke leiddi rök að því (1689), að menn gætu eignast hluti úr skauti náttúrunnar án þess að skaða aðra, en ríkið væri síðan nauðsynlegt til að vernda þennan eignarrétt þeirra, jafnframt því sem takmarka þyrfti valdið og dreifa því, enda væru valdsmenn misjafnir . Adam Smith sýndi fram á (1776), að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap og að mann- legt samlíf gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt . Ég tek hins vegar eftir því, í þeim fimm bókum gegn frjáls- hyggju og kapítalisma, sem ég hef hér nefnt, að frjálshyggju er iðulega ruglað saman við hagfræði eða jafnvel aðeins við eitt afbrigði þeirrar vísindagreinar, nýklassíska hagfræði, sem svo er nefnd og kennd er í flestum háskólum . En frjálshyggjan er ekki slík hagfræði . Þótt homo œconomicus, líkan hagfræðinnar af hinum hagsýna manni, hafi sitt skýringar- og forsagnargildi, er það sértekning, abstraksjón, og ekki tæm- andi greinargerð um mannlegt eðli . Með rann sóknum sínum hafa hugvitssamir hag fræðingar leitt í ljós, að boðskapur frjáls hyggju manna um sjálfstýrt hagkerfi, kapítal isma, þar sem einstaklingar leysa úr mörg um málum með viðskiptum frekar en vald boði, verðlagningu frekar en skipulagn- ingu, sé framkvæmanlegur . En þeir hafa ekki sannað, að hann sé æskilegur . Í sland árið 2004 var gott land . Töluleg fátækt var þá líklega ein hin minnsta í heimi og tiltöluleg fátækt næstminnst í heimi . Íslendingar mældust þá í hópi ham- ingj usömustu þjóða heims . Skatta- lækk anir áranna á undan höfðu borið ótrúlegan árangur . . . . En þáttaskil urðu árið 2004, eins og sjá má, þegar þróun erlendra skulda er skoðuð: Þetta ár hófst lánsfjárbólan . Og þetta sama ár náði fámenn auðklíka völdum í landinu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.