Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 30

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 30
 Þjóðmál voR 2013 29 Eiður S . Guðnason / Einar Benediktsson Hinn þögli Kínaher Áfáum árum hafa völd og áhrif kín-verska stórveldisins aukist og eflst um víða veröld meira en flestir hafa sennilega gert sér grein fyrir . Hér á okkar slóðum fara umsvif Kínverja vaxandi — Kínverjar huga að námuvinnslu og gerð hafna og flugvalla á Grænlandi og hafa gert tilraun til stór- felldra landakaupa á Íslandi . Tengsl þessa stórveldis við Bessastaði og embætti forseta Íslands virðast ótrúlega náin . Þegar horft er til þróunar undanfarinna ára má ekki gleyma því að í aldaraðir var Kína eitt voldugasta ríki veraldarinnar . Þaðan komu ótrúlega margar þeirra upp- finninga sem við njótum góðs af enn þann dag í dag . Síðan upplifðu Kínverj- ar niður lægingartímabil, þegar stórveldi heims ins höfðu þá undir hælnum . Kín- verska þjóðin er langminnug og þetta er ekki gleymt . Tuttugasta öldin færði þeim lýðveldis stofnun 1911 sem fljótlega fór þó út um þúfur . Fyrri hluti aldarinnar var tíma bil átaka . Stríðsherrar réðu ríkjum, sam felld innanlandsátök, innrás Japana og grimmdar verk í Mansjúríu og svo stofn- un hins kommúníska Kína 1949 . Undir mistækri mannhatursstjórn þoldu Kín- verjar hungursneyð (1958 til 1961 — talið að allt að 45 milljónir hafi soltið í hel), menningarbyltingu, þar sem allt að 30 milljónir manna kunna að hafa látið lífið, og fleiri hörmungar uns Deng Xiaoping beitti sér fyrir opnun og breytingum sem á endanum hafa leitt til þess að Kína er nú hinn raunverulegi alþjóðabanki og mesta viðskiptaveldi veraldar . Sé það stefna kínverskra stjórnvalda að ná heimsyfirráðum blasir það annars vegar við að á fáum árum hafa völd og áhrif Kína í veröldinni aukist í risaskrefum og hins vegar að skort hefur aðra sýn en tölfræði og talnaraðir á þessa furðulegu þróun . Nýlega réðust tveir blaðamenn, þeir Cardenal og Araújo, sem sem um árabil hafa starfað í Kína, í að kynna sér umsvif Kínverja og áhrif um víða veröld . Eftir 250 þúsund kílómetra ferðalög í lofti og á landi um tuttugu og fimm lönd liggur nú fyrir mögnuð frásögn þeirra í bókinni China´s Silent Army — Þögli Kínaherinn .1 Athyglisvert er hve víða þeir komu að lokuðum dyrum í upplýsingaleit sinni og hve ógagnsætt kínverska kerfið er . Það voru Ólympíuleikarnir í Bejing sem segja má að hafi verið stökkpallurinn fyrir hina gjörbreyttu ásýnd Kínverja í ver- 1 Juan Pablo Cardenal og Heriberto Araújo: China´s Silent Army: the Pioneers, Traders, Fixers and Workers Who Are Remaking the World in Beijing´s Image, Penguin, 2012 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.