Þjóðmál - 01.03.2013, Page 43

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 43
42 Þjóðmál voR 2013 mælingum verðlags? Eða verðlag á erlendum varningi? Ætti að miða við kaupmátt launa? Á fasteignaverð að vera með eða ekki? Hvað með gæðabreytingar og breytt neyslumynstur? Þannig mætti lengi spyrja . Stuttu eftir hrun seldust fasteignir ekki nema í makaskiptum . Skráð kaupverð í þeim viðskiptum var langt yfir eðlilegu markaðsvirði . Leiddi það til ofmats verð- bólgu? Verðtryggð íbúðalán heimila eru líklega um 1300 milljarðar og hvert prósent í skekkju er þá 13 milljarðar . Eru útreikningar vísitölu nógu gagnsæir? Geta aðilar sannreynt þá? Hver er ábyrgur fyrir röngum útreikningum? * Fleiri rök hafa verið nefnd gegn verð-tryggingu . Hún leiði til aukinna gengis- sveiflna, lánþegi viti ekki hvað hann muni skulda í framtíðinni og að vegna þess hve greiðslubyrði er lág í upphafi lánstíma taki fólk hærri lán en það ræður við í framtíðinni . En hvað með þau rök sem iðulega eru færð verðtryggingu til málsbóta? a . Vextir verðtryggðra lána geta verið lægri Lánveitandi, sem veitir verðtryggt lán með föstum vöxtum, þarf ekki að setja álag á vexti til að mæta óvissu um verðbólgu . Vextir ættu samkvæmt því að geta verið lægri af verðtryggðum lánum . Því miður hefur þetta ekki verið raunin .2 Samkeppni er lítil og lántakendur hafa verið tilbúnir að sætta sig við mjög háa verðtryggða vexti . Því má bæta við að ef verðtrygging er nógu útbreidd til að draga úr biti stýrivaxta á hagkerfið, þá verða vextir hærri (sjá 1) . 2 Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka sem ná aftur til 2001 . b . Greiðslubyrði verðtryggðra lána er stöðugri Þetta er rétt . En þessi eiginleiki er hættu legur því að stöðugleikinn leiðir til þess að lán- takendur verða ónæmir fyrir stýrivaxta breyt- ingum . Vextir verða því hærri en ella . Þótt afborganir haldist lágar og jafnar, þá hækk ar höfuðstóllinn hratt og hann þarf að greiða að lokum . Greiðslubyrði er frestað og að lokum verður að greiða miklu hærri skuld en ella . c . Verðbólgan er vandamálið en ekki verðtryggingin Það er rétt að verðbólgan er vandamál ið . Eins og fram er komið (sjá 4) dregur verðtrygging alls ekki úr vandanum, heldur eykur við hann . Verðtrygging gerir sparnað auðveldari í verðbólgu . En ekki er þó allt sem sýnist . Lánveitendur eignast verðbættar kröfur en munu þó aldrei fá borgað krónu meira en lántakendur geta greitt . Hvorki lántaka né lánveitanda er greiði gerður með því að leyfa óraunhæfum skuldum að safnast upp til síðari tíma . d . Verðtrygging ætti að vera valkostur Valfrelsi er yfirleitt gott . Sumir vilja að lántakendur hafi val um verðtryggt eða óverðtryggt lán . Því miður hefur það mjög slæm áhrif á hag heildarinnar ef verðtrygging er útbreidd . Vextir hækka almennt (sjá 1) og verðbólga eykst (sjá 2) . Ef það er réttlætanlegt að banna gengis tryggð lán til þeirra sem hafa ekki gengis tryggðar tekjur, gildir þá ekki það sama um verðtryggð lán til þeirra sem ekki hafa verðtryggðar tekjur? (Sjá 6 .) e . Verðtrygging er nauðsynleg vegna krónunnar Krónan hefur vissulega tapað kaup-mætti sínum hraðar en margir aðrir gjaldmiðlar . Ástæðan er sú að stjórn efna-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.