Þjóðmál - 01.03.2013, Page 55

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 55
54 Þjóðmál voR 2013 Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans, og Helga S . Guðmundssonar, formanns bankaráðs . Í bréfinu var „ólögmætum aðgerðum“ bankans mótmælt harðlega . Lagatúlkun bankans í bréfi tveimur dögum áður var hafnað og „háttsemi LÍ“ sögð fela í sér m .a . brot á reglum Kauphallar Íslands, lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um viðskiptabanka . Vísað var til þess að skýrt hefði verið tekið fram í samkomulagi við bankann í júlí að báðir „aðilar samkomulagsins geti hvenær sem er „sagt upp þjónustu bankans“ . Skorað var á Landsbankann að láta söluna ganga til baka . Yrði málið þá látið niður falla „eftirmálalaust“ . Einnig var áréttaður vilji til að halda áfram viðræðum um kaup og sölu á hlutabréfum í VÍS . Frestur Landsbankans til að bregðast við tilboðinu var til kl . 14:00 daginn eftir, sem var mánudagurinn 26 . ágúst . Ef kröfum yrði ekki mætt myndu S-hóps-menn leita réttar síns, meðal annars með kyrrsetningu seldu hlutana í VÍS með lögbanni og ósk um að Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið gripi til „viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum“ .35 Samskipti Landsbankans og S-hópsins voru hér komin í hnút . Allt benti til þess að í hönd færu nú deilur fyrir eftirlitsstofnunum og jafnvel dómstólum . Til að varpa frekara ljósi á samskipti beggja aðila er rétt að vitna til draga að bréfi S-hópsins til Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins dags . 28 . ágúst sem Kristinn Hallgrímsson hrl . ritaði . Þar kemur fram nákvæm útskýring á því sem gerst hafði . Var m .a . greint frá samkomulaginu frá 12 . júlí, afturköllun söluumboðs Landsbankans að morgni 23 . ágúst og einnig að fyrir lægi staðfesting Gunnars Viðar, forstöðumanns lögfræðideildar bankans, á því „að salan 35 Bréf . Afrit af bréfi Kristins Hallgrímssonar f .h . Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins til Landsbanka Íslands, dagsett 25 . ágúst 2002 . hafi farið fram eftir móttöku afturköllunar“ umboðsins umdeilda . Vísað var til þess að óskað hefði verið eftir að hinu selda hlutafé S-hópsins í Landsbankanum yrði skilað en við þeirri kröfu hefði ekki verið brugðist, enda hefði þáverandi lögmaður bankans ítrekað í bréfi til S-hópsins að heimild hefði verið fyrir sölunni . Þrátt fyrir sáttaumleitanir dagana 26 . og 27 . ágúst hefði engin sátt náðst milli deiluaðila . Af þessum orsökum óskaði S-hópurinn þess að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið tækju afstöðu, annars vegar til þess hvort vinnubrögð Landsbankans gætu „talist eðlileg“ og hins vegar til þess hvort leiðrétta mætti hlutafjársöluna þar sem hún hefði ekki stuðst við „lögmætar heimildir“ að mati hópsins . Að lokum sagði í bréfinu: Jafnframt er þess krafist, ef niðurstaða mót- takenda þessa bréfs verður sú að Landsbanki Íslands hf . hafi brotið gegn reglum Kaup- hallar Íslands hf . og/eða regl um um verð bréfa- viðskipti og við skipta banka, þá verði bank inn og/eða starfs menn hans látnir sæta ábyrgð að lög um .36 Efni þessa bréfs, sem ekki var sent, sýnir glöggt spennuna sem hafði myndast . Þó var vilji til að leysa málin og ná sátt . Þegar líklegt þótti að málinu yrði skotið til eftirlits stofn- ana vegna ásakana um ólögmæta hluta bréfa- sölu tóku menn innan Landsbankans málið til frekari skoðunar . Halldór J . Kristjáns- son segir að vissulega hafi skiptar skoðanir verið uppi um hvor aðilinn hefði rétt inn sín megin varðandi sölu á hlutabréfum S-hópsins í VÍS . Tilkynningin um að málið yrði kært hafi vissulega komið hreyfingu á málið og ýtt við Landsbankamönnum að 36 Bréf . Drög að bréfi Kristins Hallgrímssonar f .h . Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins til Kauphallar Íslands hf . (Þórðar Friðjónssonar, forstjóra) og Fjármálaeftirlitsins (Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra), dags . 28 . ágúst 2002 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.