Þjóðmál - 01.03.2013, Page 60

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 60
 Þjóðmál voR 2013 59 til viðbótar má benda á að mörg sveit ar félög hafa notað tækifærið og nýta að fullu, eða því sem næst, heimild til að leggja á útsvar, og hafa einnig hækkað ýmsa aðra skatta s .s . holræsagjald, sorphirðu o .s .frv . Voru nýir skattar nauðsynlegir vegna falls bankanna? Talsmenn ríkisstjórnarinnar telja sig gjarna hafa staðið í einhvers konar „rústabjörgun“ frá falli bankanna og réttlætt allar þessar skattahækkanir með því að koma hafi þurft ríkissjóði á réttan kjöl . En þessi skýring er engan veginn haldbær . Í Ríkisreikningi 2008 — Heildaryfirliti er að finna eftirfarandi upplýsingar um kostn- að inn sem féll á ríkissjóð vegna falls bank- anna haustið 2008 . Textinn er á blaðsíðu 7 í kafla um uppgjör og afkomu ríkissjóðs 2008: Rekstrarreikningur ríkissjóðs fyrir árið 2008 sýnir 216,0 milljarða króna tekjuhalla eða um 45,8% af tekjum ársins . Árið 2007 var 88,6 milljarða króna afgangur eða um 18,2% af tekjum ársins . Á seinni hluta ársins 2008 varð mikill viðsnúningur í efnahagsstarfseminni til hins verra og um leið í fjármálum ríkisins . Viðskiptabankarnir þrír, Landsbanki Íslands, Kaupþing og Glitnir komust í greiðsluþrot . Lög nr . 125/2008 um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o .fl . voru samþykkt á Alþingi í október . Með vísan til laganna yfirtók ríkissjóður Landsbanka Íslands, Glitni og Kaupþing . Í desember yfirtók ríkissjóður veðlán fjármálafyrirtækja af Seðlabanka Íslands að fjárhæð 345,0 milljarðar króna gegn 270,0 milljarða króna verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára sem ber 2,5% ársvexti . Með falli bankanna var ljóst að umtalsverður hluti veðlánanna var tapaður og var ákveðið að afskrifa 174,9 milljarða króna af kröfunum . Við fall bankanna í október komu einnig fram vandamál vegna aðalmiðlara sem samkvæmt samningum höfðu fengið lánuð ríkisverðbréf til ákveðins tíma gegn framlagningu trygg ingabréfa . Hluti tryggingabréfanna var út gefinn af bönkunum þremur og þurfti ríkis sjóður að afskrifa þau sem tapaðar kröfur eða sem nam 17,3 milljörðum króna . Loks hækk uðu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs töluvert á árinu 2008 sem verður að stórum hluta rakið til áhrifa af falli bankanna á fjárhag lífeyrissjóðanna . Eignir Lífeyrissjóðs starfs manna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkr un ar fræðinga (LH) rýrnuðu umtalsvert og raun ávöxtun þeirra var verulega neikvæð eða um rúmlega 26% . Áhrif þess endurspeglast bæði með beinum og óbeinum hætti í hækkun á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs gagnvart LSR og LH . Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkuðu um 112,3 milljarða króna á árinu 2008, þar af nam gjaldfærsla þeirra 41,5 milljörðum króna . Árið 2007 var gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga með hærra móti saman- borið við fyrri ár, en þá nam hún 20,9 milljörðum króna . Gjaldaáhrif framan greindra þriggja þátta, þ . e . af töpuðum kröfum af veðlánum, tryggingabréfum aðalmiðlara og lífeyrisskuldbindingum, námu samtals 233,7 milljörðum króna á árinu 2008 . Til einföldunar má segja: Kostnaður vegna falls bankanna, sem fram kemur í Ríkisreikningi 2008, nemur tæpum 234 Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið gerðar fleiri breytingar á skattalögum en tölu taki að nefna . Allar hafa breytingarnar snúist um það að hækka skatta til að afla ríkissjóði meiri tekna og í engu verið tekið tillit til mögulegra neikvæðra áhrifa skatta á hvata til vinnu og fjárfestingar, og þar með áhrif á hagvöxt .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.