Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 61

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 61
60 Þjóðmál voR 2013 milljörðum króna . Þessi kostnaður fellur ekki til nema einu sinni . Langtímaáhrif eru hins vegar auknar skuldir ríkissjóðs og aukinn vaxta kostnaður vegna þeirra . Ríkisstjórnin, sem tók við 2009, getur því ekki notað fjárlög ársins 2008 sem einhverja viðmiðun þegar hún stærir sig af því að hafa náð árangri í að rétta af halla ríkissjóðs . Afleiðingin af falli bankanna á rekstur ríkis- sjóðs varð að sjálfsögðu víðtækari: skatt tekjur minnkuðu verulega og t .d . gaf fjár magns - tekjuskatturinn 40% minna af sér fyrir tekju- árið 2009 en árið 2008 (og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisrýrnunar krón unn ar) . En þá ber einnig að hafa í huga að árið 2007 var tekjuafgangur af ríkissjóði upp á 88,6 milljarða króna, eins og einnig kem ur fram hér að framan, og látlaus vöxtur í út gjöld um ríkisins árin fyrir fall bankanna . Ætla mætti því að eitthvað mætti skera niður . Samkvæmt ríkisreikningi eru gjöld ríkis ins umfram tekjur árin 2009–2011 alls yfir þrjú hundruð og fimmtíu milljörðum króna og getur vart talist mikill árangur þegar haft er í huga að „einskiptikostnaður” vegna hruns bankanna kom fyrst og fremst fram á árinu 2008 og er hér undanskilinn . Meint „rústa- björgunarsveit“ jók hins vegar reglulega, og að óþörfu, við þennan kostnað með „björgun“ Sjóvár, Byrs, SpKef, o .s .frv . og stuðningi við ÍLS . Í hvað fóru þá skattarnir? En hefur þá vinstri stjórninni ekkert orðið ágengt í að skera niður kostnað hins opinbera? Ef tekið er mið af útgjöldum ríkissjóðs árið 2006, þegar gjöldin námu 340,2 milljörðum og síðan árið 2011, þegar þau námu 575,9 milljörðum, sést að árangurinn er ekki mikill . Ef miðað er við neysluvísitölu þessa tímabils (meðaltal áranna) hefur hún hækkað um ríflega 52%, en útgjöld ríkisins um 69% . Ekki mikill árangur það . Samanburðurinn batnar ef tekið er mið að 2007 í stað 2006, en 2007 var bóluár, jafnt í íslensku efnahagslífi sem útgjöldum ríkissjóðs, og vart marktækt . Og 2006 var svo sannarlega ekkert sérstakt aðhaldsár . Ekki er kominn út ríkisreikningur fyrir árið 2012 en engu að síður ljóst að ekki náðist jöfnuður . Þannig bætir rekstrarárið 2012 enn við skuldir ríkissjóðs . Árin frá falli bankanna hafa ekki verið nýtt til að taka til í rekstri ríkissjóðs . Þó að ýmis grunnþjónusta hafi verið skert, svo og fjárfestingar í innviði skornar við trog, hafa útgjöld verið aukin á öðrum sviðum, sérstaklega í millifærslum . Og vaxtagjöld ríkisins fyrir árið 2011 nema tæpum 70 milljörðum, enda bein afleiðing af lán- tökum til að fjármagna hallareksturinn . Og þau útgjöld munu ekki skila sér í aukn um hagvexti og velferð til lengri tíma litið . Jafnvel fyrirframgreiðslu skatta stór- fyrirtækja og skatti af úttekt viðbótar- lífeyrissparnaðar, sem skerðir skatttekjur framtíðarinnar, hefur verið sóað í eyðslu í stað þess að greiða niður skuldir . Margar skattahækkanir vinstri stjórnar- inn ar vinna beinlínis gegn aukinni hagsæld á Íslandi . Stighækkandi tekjuskattur, hærri fjár- Kostnaður vegna falls bankanna, svo sem fram kemur í Ríkis- reikningi 2008, nemur tæpum 234 milljörðum króna . Þessi kostnaður fellur ekki til nema einu sinni . . . Ríkisstjórnin, sem tók við 2009, getur því ekki notað fjárlög ársins 2008 sem einhverja viðmiðun þegar hún stærir sig af því að hafa náð árangri í að rétta af halla ríkissjóðs .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.