Þjóðmál - 01.03.2013, Page 63

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 63
62 Þjóðmál voR 2013 Er ekki eitthvað kunnuglegt við þessa lýsingu? Og hver var afleiðingin fyrir Svía? • Viðvarandi fjárlagahalli • Gengisfellingar • Verðbólga Aftur kunnugleg upptalning sem líkist íslenskum veruleika . Hjá Svíum lauk þessu tímabili með bankakreppunni árið 1992 . Svíar voru þegar byrjaðir að takast á við sín vandamál, jafnvel áður en kreppan skall á, og hafa haldið áfram síðan . Fram kom í fyrirlestri dr . Karlssons að megininntak nýju sænsku leiðarinnar, sem um hefur náðst almenn pólitísk sátt, er: 1 . Aukin ábyrgð og valfrelsi ein staklinga samhliða því að afskipti stjórn málamanna af einstaklingum og atvinnulífi voru minnkuð 2 . Skattar og bætur hafa lækkað, reglu verk minnk að, opinber fyrirtæki einkavædd og vel ferðar þjónusta í auknum mæli rekin af einkaaðilum 3 . Sjálfbærara tryggingakerfi með minni tekju tengingum 4 . Trúverðug stjórn peningamála með tekju- afgangi á fjárlögum og verðbólgu markmiði Eftir sem áður er Svíþjóð norrænt velferðar- ríki þar sem öllum er tryggð menntun, heilbrigðisþjónusta og lágmarksframfærsla . Vinstri stjórnin hefur örugglega ekki Sví- þjóð í huga þegar talað er um norræna vel- ferðar stjórn . Skatta- og útgjaldagleðin skilar engu nema minni velferð til framtíðar, nokkuð sem aldurhnignir og þreyttir vinstri sinnaðir stjórnmálaleiðtogar láta sig litlu skipta . Snúið af leið Í kosningunum í vor er mikilvægt að styðja við bakið á stjórnmála mönn um (og flokkum) sem tala máli raunveru legra breytinga . Lækka verður skatta og fyrst þá sem helst letja til fjárfestinga og at- vinnusköpunar: • Tryggingagjaldið þarf að lækka • Jaðaráhrif tekjuskatts þarf að minnka • Fjármagnstekjuskattinn þarf að lækka og einfalda reglur um arðgreiðslur til eigenda smærri fyrirtækja • Auðlegðarskattinn ber að fella niður, enda stjórnarskrárbrot • Lækka þarf virðisaukaskattinn, fækka undanþágum og minnka flækjustigið En það verður líka að krefjast þess af tals- mönnum lægri skatta að útskýrt verði með hverjum hætti komið verði á hallalausum fjárlögum . Það tekur tíma fyrir atvinnulífið að taka við sér og skila með því hærri skattstofnum . Lækkun skatta mun því, til skamms tíma, skila ríkissjóð minni tekjum . Og til að mæta því verður að koma til niðurskurður . Sá niðurskurður verður óhjákvæmilega að koma niður á millifærslu- og bótakerfinu samhliða stórfelldum niður- skurði á öðrum kostnaði . Eigum við stjórnmálamenn sem þora að takast á við þær breytingar sem þörf er á til að fjárfesta megi í farsæld til framtíðar? V instri stjórnin hefur örugglega ekki Sví þjóð í huga þegar talað er um norræna vel ferðar- stjórn . Skatta- og útgjaldagleðin skilar engu nema minni velferð til framtíðar, nokkuð sem aldurhnignir og þreyttir vinstri sinnaðir stjórnmálaleiðtogar láta sig litlu skipta .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.