Þjóðmál - 01.03.2013, Page 72

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 72
 Þjóðmál voR 2013 71 Með sögurýni má sjá, að stefna stjórn-valda hefur gegnt mikilvægu hlut verki fyrir velgengni þjóða og svo er enn . Þó kemur þar fleira til, t .d . tækniframfarir, en hvatar til tækniþróunar eru líka að nokkru leyti á valdi stjórnvalda . Áður en lengra verður haldið er nauðsynlegt að skilgreina hug takið velgengni fyrir markmið þessarar grein ar . Hér skal gert ráð fyrir, að þjóð nú á tím- um vegni þá og því aðeins vel til lengdar, ef aldurssamsetning hennar er heilbrigð, þ .e . henni fækkar ekki, hagkerfi hennar er traust og skilar langtímahagvexti, sem er meiri en nemur mannfjölguninni, á bilinu 3–6% hag vöxtur á ári, og stjórnarfarið er traust, þ .e . aðgerðir stjórnvalda eru óumdeilanlega í samræmi við stjórnarskrá, þrígreining ríkis valdsins er virt, og stjórnarskráin veitir skýra og ótvíræða leiðsögn um rétta hegðun alþingis manna, ríkisstjórnar, dómara og síðast en ekki sízt þegnanna . Það er mál manna, að stjórnvöld þau, sem til valda komust 1 . febrúar 2009, hafi verið beinlínis skaðleg þjóðarhag í mörgum skilningi . Þau hafa verið dæmd fyrir lögbrot og margar aðgerðir þeirra orka tvímælis með vísun til stjórnarskráar . Stjórnvöld hafa skapað stjórnarfarslega óvissu með hunzun hæstaréttardóms og með hótun um að kasta gömlu stjórnarskránni fyrir róða . Þá hafa margar aðgerðir stjórnvalda stórskaðað þjóðarhag, svo að ekki sé nú minnzt á aðgerðaleysið, sem verið hefur hróplegt á sviðum iðnþróunar . Í þessari grein verður litið á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum til að sýna fram á, að þessar alvarlegu ásakanir eiga því miður við rök að styðjast, þó að hér verði sleppt umfjöllun um skað- legt aðgerðaleysi . Téða skaðsemi er hægt að meta til fjár, og nemur upp hæðin jafnvel eitt þúsund milljörðum króna yfir kjörtímabilið (2009–2013), þegar glat að- ur hagvöxtur, glötuð fjárfestingartæki færi, léleg fjármálastjórnun ríkissjóðs með háum vaxta kostnaði og alls kyns kostnaðarsöm og einskis nýt gæluverkefni eru meðtalin . Stjórnarskráin Einni öld eftir uppkastsmálið 1908 hafa landsmenn nú mátt upplifa annað uppkastsmál . Ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og þingmeirihluti hennar ákvað að láta til skarar skríða gegn núver- andi stjórnarskrá landsins . Var gefið í skyn, að stjórnarskráin, sem um 96% þjóðarinnar samþykktu 1944, væri svo gölluð, að hún hefði ekki dugað til að verja þjóðina fyrir fjármálaáfallinu í október 2008, sem Bjarni Jónsson Skaðleg stjórnvöld

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.