Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 72

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 72
 Þjóðmál voR 2013 71 Með sögurýni má sjá, að stefna stjórn-valda hefur gegnt mikilvægu hlut verki fyrir velgengni þjóða og svo er enn . Þó kemur þar fleira til, t .d . tækniframfarir, en hvatar til tækniþróunar eru líka að nokkru leyti á valdi stjórnvalda . Áður en lengra verður haldið er nauðsynlegt að skilgreina hug takið velgengni fyrir markmið þessarar grein ar . Hér skal gert ráð fyrir, að þjóð nú á tím- um vegni þá og því aðeins vel til lengdar, ef aldurssamsetning hennar er heilbrigð, þ .e . henni fækkar ekki, hagkerfi hennar er traust og skilar langtímahagvexti, sem er meiri en nemur mannfjölguninni, á bilinu 3–6% hag vöxtur á ári, og stjórnarfarið er traust, þ .e . aðgerðir stjórnvalda eru óumdeilanlega í samræmi við stjórnarskrá, þrígreining ríkis valdsins er virt, og stjórnarskráin veitir skýra og ótvíræða leiðsögn um rétta hegðun alþingis manna, ríkisstjórnar, dómara og síðast en ekki sízt þegnanna . Það er mál manna, að stjórnvöld þau, sem til valda komust 1 . febrúar 2009, hafi verið beinlínis skaðleg þjóðarhag í mörgum skilningi . Þau hafa verið dæmd fyrir lögbrot og margar aðgerðir þeirra orka tvímælis með vísun til stjórnarskráar . Stjórnvöld hafa skapað stjórnarfarslega óvissu með hunzun hæstaréttardóms og með hótun um að kasta gömlu stjórnarskránni fyrir róða . Þá hafa margar aðgerðir stjórnvalda stórskaðað þjóðarhag, svo að ekki sé nú minnzt á aðgerðaleysið, sem verið hefur hróplegt á sviðum iðnþróunar . Í þessari grein verður litið á málsmeðferð ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum til að sýna fram á, að þessar alvarlegu ásakanir eiga því miður við rök að styðjast, þó að hér verði sleppt umfjöllun um skað- legt aðgerðaleysi . Téða skaðsemi er hægt að meta til fjár, og nemur upp hæðin jafnvel eitt þúsund milljörðum króna yfir kjörtímabilið (2009–2013), þegar glat að- ur hagvöxtur, glötuð fjárfestingartæki færi, léleg fjármálastjórnun ríkissjóðs með háum vaxta kostnaði og alls kyns kostnaðarsöm og einskis nýt gæluverkefni eru meðtalin . Stjórnarskráin Einni öld eftir uppkastsmálið 1908 hafa landsmenn nú mátt upplifa annað uppkastsmál . Ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og þingmeirihluti hennar ákvað að láta til skarar skríða gegn núver- andi stjórnarskrá landsins . Var gefið í skyn, að stjórnarskráin, sem um 96% þjóðarinnar samþykktu 1944, væri svo gölluð, að hún hefði ekki dugað til að verja þjóðina fyrir fjármálaáfallinu í október 2008, sem Bjarni Jónsson Skaðleg stjórnvöld
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.