Þjóðmál - 01.03.2013, Side 86

Þjóðmál - 01.03.2013, Side 86
 Þjóðmál voR 2013 85 Eftirlitstofnun EFTA (ESA) hafði í ágúst 2004 komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs væri í samræmi við reglur um ríkisstyrki í EES-samningnum (EFTA, 2004) . Reyndar hratt EFTA- dóm stóllinn þessari niðurstöðu ESA með úrskurði þann 7 . apríl 2006 (EFTA Court, 2006) . Í greinargerð Ríkisendurskoðunar (Íbúða- lánasjóður, 2005b) er álit lögmanns ins túlkað svo: Af þessum sökum m .a . hefur sjóðurinn að mati Árna almennt frelsi til hegðunar á markaði með sama hætti og önnur fyrirtæki, svo fremi sem sjóðurinn virði þá lagalegu umgjörð, sem um hann hefur verið mörkuð og að fjármögnunarkerfi hans sé í samræmi við þá um gjörð . Hann bendir jafnframt á að í ákvörðun ESA komi skýrt fram að miklu skipti við mat á umgjörð sjóðsins að sá ávinningur, sem sjóðurinn hefur af ríkisábyrgð á skuld- bind ingum sínum og skattfríðindum, skili sér beint til lánþega hans í formi betri lánskjara . (Bls . 18–19 .) Síðan er vitnað í lögmanninn orðrétt: Það er lykilatriði að ekki sé rofin sú beina tenging sem er á milli fjáröflunar sjóðsins á mörkuðum með ríkisábyrgð og lánveitinga sjóðsins . Með öðrum orðum er það ljóst að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjár mála- mörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta í bága við þá umgjörð sem ESA hefur fallist á og slíkt fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka og fyrirtæki . Á hinn bóginn er það ljóst að Íbúðalánasjóður verður að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki gera, til að uppfylla ákvæði 11 . gr . laganna um húsnæðismál . Þar eiga ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en um aðrar fjármála- stofnanir og svigrúm hans þar á að markast af almennum sjónarmiðum um fjármála- eftirlit og hefðbundna áhættustýringu . Það er mikilvægt út frá ríkisstyrkjareglum að rekstri sjóðsins sé hagað með svo ábyrgum hætti að ekki komi til þess að reyni á bak ábyrgð ríkisins á skuld bindingum sjóðsins . Það er því ekkert í rík is styrkjareglum EES-samningsins sem kemur í veg fyrir að sjóðurinn stundi virka áhættu stýringu í samræmi við ákvæði 11 . gr . lag anna . (Bls . 19 .) Að því er varðar þá spurningu hvort að í lánum Íbúðalánasjóðs til bankanna felist að verið sé að lána bönkunum fé með ríkisábyrgð er því til að svara að svo er skýrlega ekki . Íbúða- lánasjóður nýtur eigandaábyrgðar ríkisins á skuldbindingum sínum . Af því leiðir að ríkið ábyrgist í reynd endurgreiðslu skuldabréfa þeirra sem Íbúðalánasjóður gefur út til að fjármagna starfsemi sína . Það fé sem fæst fyrir þau skuldabréf er með ríkisábyrgð . Það fé fer einungis til útlána til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga vegna byggingar eða kaupa á íbúðum . Ef sjóðurinn aflaði fjár með skuldabréfaútboði til endurlána til bankanna, væri um lán með ríkisábyrgð að ræða . Lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bank ana fela hins vegar í sér ávöxtun upp- greiðslu fjár . Það er fráleitt með öllu að greina ekki á millifjármögnunarbréfa sjóðsins sem bera ríkisábyrgð og svo uppgreiðslufjár, sem er fyrir framendurgreiðsla lántakenda á lánum sem sjóðurinn hefur veitt . Í síðara tilvikinu hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað . Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til að kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa . Það er því ótvírætt að ávöxtun upp greiðslufjár í áhættustýringarskyni felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka . Af framansögðu tel ég rétt að draga þá ályktun að 11 . gr . laga nr . 44/1998, sbr . lög nr . 57/2004, kalli á að Íbúðalánasjóður gæti þess að ávaxta eins vel og kostur er það fé sem hann fær vegna uppgreiðslna eldri lána og gæta í því sambandi sérstaklega að samræmi í líftíma eigna og skulda, svo og ásættanlegri áhættu og vaxtamun . Svigrúm sjóðsins til að velja um ávöxtunarkosti takmarkast að þessu leyti einungis af ákvæðum í reglugerð og áhættu- stýringarstefnu sjóðsins . Lög um sjóðinn og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.