Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 86

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 86
 Þjóðmál voR 2013 85 Eftirlitstofnun EFTA (ESA) hafði í ágúst 2004 komist að þeirri niðurstöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs væri í samræmi við reglur um ríkisstyrki í EES-samningnum (EFTA, 2004) . Reyndar hratt EFTA- dóm stóllinn þessari niðurstöðu ESA með úrskurði þann 7 . apríl 2006 (EFTA Court, 2006) . Í greinargerð Ríkisendurskoðunar (Íbúða- lánasjóður, 2005b) er álit lögmanns ins túlkað svo: Af þessum sökum m .a . hefur sjóðurinn að mati Árna almennt frelsi til hegðunar á markaði með sama hætti og önnur fyrirtæki, svo fremi sem sjóðurinn virði þá lagalegu umgjörð, sem um hann hefur verið mörkuð og að fjármögnunarkerfi hans sé í samræmi við þá um gjörð . Hann bendir jafnframt á að í ákvörðun ESA komi skýrt fram að miklu skipti við mat á umgjörð sjóðsins að sá ávinningur, sem sjóðurinn hefur af ríkisábyrgð á skuld- bind ingum sínum og skattfríðindum, skili sér beint til lánþega hans í formi betri lánskjara . (Bls . 18–19 .) Síðan er vitnað í lögmanninn orðrétt: Það er lykilatriði að ekki sé rofin sú beina tenging sem er á milli fjáröflunar sjóðsins á mörkuðum með ríkisábyrgð og lánveitinga sjóðsins . Með öðrum orðum er það ljóst að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjár mála- mörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta í bága við þá umgjörð sem ESA hefur fallist á og slíkt fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka og fyrirtæki . Á hinn bóginn er það ljóst að Íbúðalánasjóður verður að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki gera, til að uppfylla ákvæði 11 . gr . laganna um húsnæðismál . Þar eiga ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en um aðrar fjármála- stofnanir og svigrúm hans þar á að markast af almennum sjónarmiðum um fjármála- eftirlit og hefðbundna áhættustýringu . Það er mikilvægt út frá ríkisstyrkjareglum að rekstri sjóðsins sé hagað með svo ábyrgum hætti að ekki komi til þess að reyni á bak ábyrgð ríkisins á skuld bindingum sjóðsins . Það er því ekkert í rík is styrkjareglum EES-samningsins sem kemur í veg fyrir að sjóðurinn stundi virka áhættu stýringu í samræmi við ákvæði 11 . gr . lag anna . (Bls . 19 .) Að því er varðar þá spurningu hvort að í lánum Íbúðalánasjóðs til bankanna felist að verið sé að lána bönkunum fé með ríkisábyrgð er því til að svara að svo er skýrlega ekki . Íbúða- lánasjóður nýtur eigandaábyrgðar ríkisins á skuldbindingum sínum . Af því leiðir að ríkið ábyrgist í reynd endurgreiðslu skuldabréfa þeirra sem Íbúðalánasjóður gefur út til að fjármagna starfsemi sína . Það fé sem fæst fyrir þau skuldabréf er með ríkisábyrgð . Það fé fer einungis til útlána til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga vegna byggingar eða kaupa á íbúðum . Ef sjóðurinn aflaði fjár með skuldabréfaútboði til endurlána til bankanna, væri um lán með ríkisábyrgð að ræða . Lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bank ana fela hins vegar í sér ávöxtun upp- greiðslu fjár . Það er fráleitt með öllu að greina ekki á millifjármögnunarbréfa sjóðsins sem bera ríkisábyrgð og svo uppgreiðslufjár, sem er fyrir framendurgreiðsla lántakenda á lánum sem sjóðurinn hefur veitt . Í síðara tilvikinu hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað . Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til að kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa . Það er því ótvírætt að ávöxtun upp greiðslufjár í áhættustýringarskyni felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka . Af framansögðu tel ég rétt að draga þá ályktun að 11 . gr . laga nr . 44/1998, sbr . lög nr . 57/2004, kalli á að Íbúðalánasjóður gæti þess að ávaxta eins vel og kostur er það fé sem hann fær vegna uppgreiðslna eldri lána og gæta í því sambandi sérstaklega að samræmi í líftíma eigna og skulda, svo og ásættanlegri áhættu og vaxtamun . Svigrúm sjóðsins til að velja um ávöxtunarkosti takmarkast að þessu leyti einungis af ákvæðum í reglugerð og áhættu- stýringarstefnu sjóðsins . Lög um sjóðinn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.