Þjóðmál - 01.03.2013, Page 92

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 92
 Þjóðmál voR 2013 91 nýliðunum frá reynslu sinni og hugsjónum sem náðu ekki aðeins til Kína, heldur vildi hann boða fagnaðarerindið um heim allan . Einkum bar hann þó fyrir brjósti heimskautslöndin í norðri . Ræða prestsins og eldmóður hreif Albéric og beindi áhuga hans inn á nýjar brautir . Löndin á norðurhveli jarðar og sálarheill íbúanna þar átti hér eftir hug hans allan . Það voru með öðrum orðum Jesúítar sem stóðu að því að kalla inn í reglu sína unga pilta frá norðurslóðum . Franski presturinn og kaþ ólski trúboðinn Jean Bapt- iste Baudoin, sem hingað kom árið 1858, hafði milligöngu fyrir Jesúíta hér á landi og vegna kunn- ings skap ar prestsins við þjóð kunn an athafnamann, Einar Ásmundsson í Nesi við Eyja fjörð, fór Gunnar, son ur Einars, einnig utan í boði Jesúíta ásamt Jóni Sveins syni . Gunnari Einarssyni lík- aði ekki vistin í Kaup mannahöfn þar sem þeir Jón urðu innlyksa vegna styrjaldar milli Þjóðverja og Frakka . Hann sneri aftur til Íslands eftir stutta dvöl í Kaupmannahöfn . Jóhannes (f .1897, d .1972), sonur Gunnars, varð fyrstur Íslendinga til að taka kaþólska biskupsvígslu eftir siðaskipti . Jóhannes varð biskup árið 1942, bjó í Landakoti og gegndi embætti í Reykjavík til 1967 . Jón Sveinsson var sendur frá Kaup manna- höfn síðsumars 1871 í skóla Jesúíta í Amiens í Frakklandi . Þótti hann sýna einstaka siðprýði . Var hann kynntur sem Íslendingur og þar með sem „furðuverk“ að eigin sögn . Gunnar segir að Jón hafi leynt því að hann væri genginn í skóla Jesúíta og haft er eftir Jóhannesi Gunnarssyni biskupi, sem var nemandi Jóns, að hann hafi ekki verið hrifinn þegar hann komst að raun um að Jesúítar stæðu að baki boðinu um skólavist í Frakklandi . Jón fór þarna á heimavist þar sem enginn fékk inngöngu nema hann legði fram bréf, ritað af honum sjálfum, þar sem hann lýsti einlægri löngun sinni til að verða trúboði, annaðhvort sem prestur eða munkur í klausturreglu . Ævistarf Jóns var ráðið með inngöngu í skólann og eftir hana helgaði hann trúnni og kirkjunni líf sitt . Af bókinni má ráða að Jón hafi síður en svo alltaf verið sáttur við kjör sín innan reglunnar . Hann lenti gjarnan upp á kant við yfirboðara sína . Hugarró og gleði öðlaðist hann við að færa minningar sínar frá Íslandi í ævintýranlegan búning í Nonna-bókunum sem báru hróður hans víða um heim . Hugmyndin var að hann yrði trúboði á Íslandi . Það varð hann aldrei . Hann kom aðeins tvisvar til landsins áður en hann andaðist árið 1944 . Jón fékk prestvígslu í Ditton Hall í Liverpool í Englandi 31 . ágúst 1890, 20 árum eftir að hann var sendur að heiman . „Sama dag söng hann þar sína fyrstu messu, fyrstur Íslendinga eftir siðaskipti til að færa heilaga messufórn, eins og hann sagði síðar stoltur í bragði,“ segir Gunnar . Eftir vígsluna átti hann eftir eitt reynsluár „áður en hann gæfi endanleg og órjúfanleg heit sín um hlýðni, fátækt og skírlífi og héti páfanum hollustu sína eins og skylt var um alla presta [Jesúíta-]reglunnar“ . Árið 1894 var pater Jón Sveinsson sendur til Færeyja og Íslands til að veita kaþólskum mönnum, sem þar bjuggu, prestlega þjón-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.