Ljóðormur - 01.03.1987, Page 16

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 16
HAFLIÐI HELGASON: Galileo Galilei Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir S.D. Var ekki eins og þú efaðir um stund eigið lögmál er þú mættir stingandi augnaráði dómarans og veltir því fyrir þér hvort félli hraðar til jarðar þitt höfuð eða hans Nostalgia Einkum undir skýjuðum vorhimni hríslast fortíðin upp eftir bakinu þar til hún mætir framtíðinni í hringdansi núsins í hnakkagrófinni Einkum undir skýjuðum vorhimni leita tilfinningar frá ystu mörkum útlimanna í þyril á miðju brjóstinu Heltekinn hungri í fullu húsi matar leita þess sem hvergi finnst Einkum undir skýjuðum vorhimni snúa allar hliðar teningsins upp 14 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.