Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 22

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 22
JOHANN WOLFGANG VON GOETHE: Mignon (Úr ballöðum) Veiztu hvar liggur land með pálma auð, í laufi dökku glóa aldin rauð. Af himinvegum líður ljúfur blær, hjá lárvið háum netta myrtan grær. Segðu mér hvar, þann veg, þann veg, við skulum ganga ástvin, þú og ég. Veiztu hvar stendur stolt á súlum höll? Þar stafar ljóma um salarkynni öll. Og höggsteinslíkön horfa í spurn á mig: Hvað hefir veröld, barn mitt, gjört við þig? Segðu mér hvar, þann veg, þann veg, verndari minn nú leiðumst, þú og ég. Veiztu hvar gnæfir skýjum faldað fjall? Þar fetar ess í þoku tæpan stall. Og hamraskútar hýsa drekakyn, þar hrynja björg, þau svelgir flóðsins gin. Segðu mér hvar, þann veg, þann veg, við munum leiðast, faðir, þú og ég. Sigurkarl Stefánsson þýddi. 20 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.