Ljóðormur - 01.03.1987, Page 34

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 34
JÓN HALLUR STEFÁNSSON Skurðpunktar Skurðpunktar á húðinni sem er þurr einsog skinnhandrit eða ef til vill gamall uppdráttur og krossarnir sýna þá grafna fjársjóði nema þar undir slái hjörtu og bíði eftir að vera numin brott úr myrku holdinu og faerð í upplýstar krukkur fullar af formalíni sem vísindamennirnir horfa flírulega á um leið og frae sálsýkinnar fellur í gróðurlaus- an hugann og skýtur rótum, miskunnarlausum rótum dauða og eyðileggingar, einsog regnið, sem flaeðir ekki aðeins um götur borganna heldur sópar með sér jarðvegi sveitanna, ryki veganna uns flóðbylgja af drullu skellur á dyrum þínum, stöðvast við faetur þína og titrar einsog brottnumið hjarta og svo marrar í seinasta skipti í hjörum hurðar- innar og þú veist að hún mun aldrei oftar ljúkast upp fyrir þér, hleypa þér út úr veruleika sem er farinn að vera lítt þolanlegur þó þú sleppir út öðru hvoru og inn í andvarpandi myrkur kvikmyndahúsanna uns beiskja ljósanna í anddyrinu sker hörund þitt, markar húðina krossum einsog merkjum fyrir steinborana á útveggjum byggingar sem svitastorknir embættismenn merktu að lokum með svörtum krossi á skipulagsteikningum, dína- mitið komið á staðinn og sprengjararnir kveikja sér í sígarettu og glotta framan í hvom annan þegjandi og nautnalegir, líkami þeirra, einsog þinn, kirkjugarður skynj- ana, minninga, gamlar fullnægingar hafa dregið línur í andlit þeirra sem blandast öðrum sem heiftin, grimmdin, hláturinn, sorgin hafa teiknað um þá alla, sumstaðar skerast þær og skurðpunktarnir mynda fíngert net sem liggur milli allra andlita heimsins og ef allir punktamir myndu sameinast í einu andliti í speglinum væri þar komið andlit dauðans og þú myndir loka augunum, flýja inn í myrkur hugans burt fá skurðpunktum, þjáningu og lífi, skurðpunktum, þjáningu og lífi. 32 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.