Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 43

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 43
Gyrðir ástundar það iðulega að svipta þetta fjölmiðla- efni dauðadæmdu yfirborðshlutverkinu og ljá því nærtæk- ara dramatískt gildi, eins og við sjáum í ljóðinu hér að ofan, þegar við skyggnumst eitt augnablik í hug leikarans sem er að láta sig falla. Jafnframt sýnir Gyrðir að í af- þreyingunni, einkum svonefndu "spennuefni", speglast iðulega hrollvekjur okkar tíma: háski þessa heims orðinn að skemmtiefni sem blindar okkur um leið og við lítum það augum. Ljóðmælandi Gyrðis þjáist ósjaldan af ofskynjun- um eða einhvers konar "fóbíum" sem eiga rætur sínar í "skemmtiefni"; í kvæðinu "Klippa úr fóbíusafninu" forðast mælandinn kvikmyndahús því hann óttast að á meðan hann horfi á myndina "bregði / vitfirringurinn í sætinu fyrir / aftan mig hvínandi stálsnúrunni / á loft/" I titilljóðinu "Bak við maríuglerið" les mælandinn framhaldssögu í tíma- riti, sviðið er erlent, lest með einn farþega rennur inn á brautarstöð, "Skammt frá hampar gálgi / manni.." frh. í næsta blaði og hér legg ég frá mér blaðið og augun aftur - hugsanir brjótast aftur fram velta steininum frá gröfinni Á bylgjum hrollvekjunnar Það er fyrst þegar sá lasarus, sem þetta efni er, vaknar til lífsins og yfirgefur afþreyingargröfina, að hin raun- verulega hrollvekja hefst. Hún kviknar í huga mælandans og fer sínu sjónarspili fram að baki augnlokunum: nú er hann sjálfur um borð í lestinni (stofunni) og "sendiboðinn að handan" réttir honum farmiða, þykist ekki heyra þegar ég spyr hvort hann gildi ekki fram og til baka Ekki kemur því á óvart að þetta atriði úr lesinni 41 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.