Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 46

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 46
Hér skiptir það minna máli hvort hrollvekjan er til orðin í "endurvinnslu" fjölmiðlaefnis en hitt að angist ein- staklingsins er tengd ákveðinni heimsmynd. Ljóðsjálfið skynjar haettulega viðurvist heimsins; "katastrófan" vokar yfir okkur, hún er á vissan hátt orðin draumur okkar, jafnsönn hverri vökustund. í meðförum Gyrðis kristallast þessi ótti á fjórum tilverustigum. Heimsmyndin, hin "víða veröld" sem nú er orðin lítil í háska sínum, endurspeglast í litlu þorpi þar sem ljóðmaelandi þessa bálks virðist bú- settur: ...þessi fáu timburhús undir íhvolfu fjallinu eiga sér einskis ills von.en skriðan á eftir að falla.hún á eftir að falla þegar haustnóttin er hálfnuð og allir í fasta svefni (1. 55-61) Þriðja afbrigði þessarar heimsmyndar er svo vistarvera maelandans: þarer fjallið orðið að herbergisvegg sem honum finnst að slúti yfir sig, "...og loks hrynur veggurinn / án þess að minnsta hljóð heyrist..." (1. 198-199). Vegghallinn er látinn speglast í kantskáa ljóðsins og er það eini útlits- leikurinn sem Gyrðir bregður á í þessum bálki. Ekki er úr vegi að minnst sé á speglun hér, því fjórða mynd þessa tilveruháska er sjálfsmynd mælandans, veröldin sem sjálf, séð í spegli sem kominn er í stað fjallsog veggs: "...spegill hvolfist inn / í sig holur og hallast brotgjarn" (1. 213-214). Innivera: glerið á milli okkar Það eru einkum tvö "þrengri" svið þessarar heimsmyndar sem Gyrði eru hugleikin í nýjustu bókum sínum: hugarlíf ljóðmælandans og vistarvera hans (þó að lesanda sé jafnan ljóst að þau vísi einnig til hinna víðari sviða). Ljóðmæl- andinn er ýmist ódulbúið ljóðskáld, eða þá að hægt er að sjá hann fyrir sér í því hlutverki, sem hann skynjar þó 44 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.