Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 51

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 51
undir fínpússuðum fleti veggjarins liggja ótal pípur í óútreiknanalegum hlykkjum suða um nætur halda fyrir honum vöku hann samsamast myrkrinu hlustar þenur eyrun einsog leðurblaka finnur ljóðhimnur bifast húðhimnur myndast sprettir fíngrum að óþægilegri minníngu sem skýst fram úr skúmaskoti sér að vængimir eru orðnir staðreynd ekkert fær leingur haldið honum við jörð- ina hann smýgur út um opnanlega fagið dregur arnsúg í flugnum ofar súpermann- lausri borginni nóttin dökkrauð og ó- endanleg bergmálstækin tryggja árekstraleysi í eftirminnilegum upphafslínum ljóðabálksins Blind- fugl/ svartflug er það ekki ljóðmælandinn sjálfur heldur hugmyndir hans sem taka á sig leðurblökulíki: Rósemi get ég ekki miðlað, af henni á ég ekkert.flugþol órólegra hugmynda virðist án takmarka.þær hefja sig á loft í hvelfingunni og sveima nótt eftir nótt í húðvængjulíki milli súlna.ég ligg og fylgist með þeim undir glerinu.ekki vonlaus um að þær tylli sér andartak á límboma veggina Hver er hvelfingin sem hér er minnst á? Er það vistarvera skáldsins? Og hvar er þetta gler? Eru þetta gleraugun sem Gyrðir hefur stundum ort um, eða ef til vill sjálf augu skáldsins? Eru glerið og hvelfingin kannski hvort tveggja hin glerkennda höfuðkúpa sem minnst var á að framan? Ef svo er, þá er um innri sýn skáldsins að LJÓÐORMUR 49

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.