Ljóðormur - 01.03.1987, Page 56

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 56
og því iðulega sjónarsvið hrollvekju og tvístraðrar skynj- unar. Dunandi dægurlíf heimsins mótar inniveru skáldsins og Gyrðir er ekki "heimasáttur", ef nota má það orð; heim(s)kynni hans gefa honum engin grið, allt eins þótt ljóðskáldinu berist aldrei bréf. Undirtónn tveggja nýjustu bóka er þó engin mælskufull heimsendastemma, því svip- myndir hrollvekjandi örlaga eru ætíð umvafðar rödd melan- kólíunnar; stundum er eins og allar sviptingar hafi þegar átt sér stað og ljóðmælandinn gangi um dapurt eyðisvið: "Verður gengið inn í ljósheldar / hvelfingar sem ekki sér fyrir / endann á,eða auð hús að hruni / komin stimpluð dauða..." (1. 177-180). Með "melankólíu" á ég hér við virka lífsafstöðu og nota þetta orð í anda þýska fræðimannsins Walters Benjamins, en aðhans mati birtist melankólíantil að mynda í hinni barokksku allegóríu sem hann fjallar um í því stórmerka riti Ursprung des deutschen Trauerspiels. Sú allegóría á sér einungis brotakennda skírskotun til sam- félagsveruleika (er semsé ekki samfelld táknræn hliðstæða hans) - en það er þó einmitt þetta brotaform sem skapar heimsmynd veruleikans samfara því að sjónarsvið verksins birtist okkur iðulega sem einhvers konar rústir. Rústir og veðruð mannvirki eru einmitt algeng í nýjustu bókum Gyrðis (sbr. ljóðin "Nafnlaust", "tvílyft hús autt við haf" og "af ófyrirsjáanlegum ástæðum" í Bakvið maríuglerið) en eins og gotneskar svipmyndir Gyrðis fela þau ekki í sér endursköpun veruleika okkar á symbólsku sviði, heldur getum við séð í þessu tvennu einhvers konar ummynduð brot veruleikans sem gefa og raunveruleg eða hugsanleg örlög hans til kynna. Benjamin bendir á að brotaform þessarar allegóríu eigi sér hliðstæðu í módemisma samtímans, auk þess sem hinar barokksku rústir túlki eyðandi framrás sögunnar á þann máta sem umhugsunarverður sé á okkar öld. Þannig hjálpar umfjöllun Benjamins okkur að skynja það afl og það ákall sem býr í melankólíu Gyrðis: hrollvekjur hans og rústamyndir sýna okkur ummerki sögunnar sem slítandi afls (en þá hlið hennar gerir nútíðin oft mikið til að fela) 54 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.