Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 5.–8. maí 2017fréttir - erlent Mannshvarfið seM enginn Mun gleyMa n Lífseigustu kenningarnar um hvarf Madeleine McCann n Tíu ár frá kvöldinu örlagaríka Á miðvikudag voru liðin tíu ár frá hvarfi Madeleine McCann, tæplega fjögurra ára breskrar stúlku, sem hvarf sporlaust frá sumar- leyfisstað fjölskyldu sinnar í Praia da Luz í Portúgal. Þrátt fyrir að ógrynni fólks hafi komið að rannsókninni er mörg- um spurningum enn ósvarað, þar á meðal hver afdrif stúlkunnar urðu þetta örlagaríka kvöld. Ekkert hef- ur spurst til Madeleine í tíu ár og enginn hefur verið dreginn fyr- ir dóm vegna hvarfsins. Hér gefur að líta yfirlit yfir lífseigustu kenn- ingarnar um hvað gerðist þetta kvöld þann 3. maí árið 2007. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Innbrot sem fór úrskeiðis Andy Redwood, sem fór fyrir sérstakri rannsóknardeild vegna hvarfsins, viðraði þá kenningu að innbrotsþjófar hefðu numið Madeleine á brott. Markmið þeirra hefði ekki verið að ræna stúlkunni heldur hafa á brott með sér verðmæti úr íbúð- inni sem McCann-fjölskyldan dvaldi í. Máli sínu til stuðnings benti hann á að innbrotum á svæðinu, frá ársbyrjun 2007 og þar til Madeleine var numin á brott, hefði fjölgað fjórfalt. Þar á meðal hefði verið brotist inn í Ocean Club- bygginguna, þar sem McCann-fjölskyld- an dvaldi, skömmu áður. Redwood sagði að mögulega hefði Madeleine komið innbrotsþjófunum á óvart og þeir brugð- ist við með því að nema hana á brott og drepa. Þrátt fyrir að kenningin sé að margra mati trúverðug hefur rannsókn á henni ekki borið áþreifanlegan árangur. Portúgalska lögreglan hefur gefið lítið fyrir kenninguna, þar á meðal Goncalo Amaral, lögreglustjóri á svæð- inu. „Innbrotsþjófar hafa einungis áhuga á peningum, myndavélum, tölvum og verðmætum sem þeir geta komið í verð hratt og örugglega. Ef þeir rækjust á barn myndu þeir yfirgefa svæðið.“ Tíu ár liðin Lögreglan virðist ekki vera neinu nær um hvarfið. Mynd REuTERS Þessari kenningu var fyrst fleygt fram skömmu eftir hvarfið árið 2007 af einka- spæjurum sem töldu að skipulögð glæpa- samtök, sem einkum stunda barnamansal, hefðu haft starfsemi í Praia da Luz um það leyti sem Madeleine hvarf. Kenningin var á leið að Madeleine hefði verið rænt og hún flutt til Marokkó tveimur dögum síðar. Þannig sé vitað til þess að glæpagengi í Afr- íkuríkinu Máritaníu hafi stundað rán á börn- um og selt þau vellauðugum einstaklingum eða fjölskyldum í Mið-Austurlöndum. Colin Sutton, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður hjá Scotland Yard, segir að þessi kenning sé alls ekki fráleit og þarfnist raunar frekari skoðunar. Eftir hvarfið steig fólk fram sem sagðist hafa séð stúlku, sem svipaði til Madeleine, í Marokkó. Hún er fórnarlamb barnamansals Árið 2014 opinberaði Scotland Yard að raðníðingur hefði brotið gegn ungum breskum stúlkum á Algarve og nágrenni á árunum áður en Madeleine hvarf. Þannig hefði verið brotið alvarlega gegn 10 ára stúlku í Praida da Luz árið 2005. Vitað er að breskur níðingur, Raymond Hewlett, dvaldi á Praia da Luz árið 2007 en hann hafði þrisvar setið af sér dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum í Bretlandi á áttunda og níunda áratugnum. Raymond þessi lést af völdum krabba- meins árið 2010, 64 ára aldri. Hewlett fór í gröfina án þess að hafa rætt við lögreglu um hvarfið. Dave Edgar, sem kom að rannsókninni á sínum tíma, sagði að Hewlett hefði vissulega verið til skoðunar en lögreglu skort sönnunargögn gegn honum. Þess vegna hafi hann til dæmis ekki verið handtekinn. Svipuð kenning gengur út á að einhver níðingur, sem þekkir til á svæðinu, hafi setið um íbúðina og fylgst með því þegar McCann-hjónin fóru úr íbúðinni til að fá sér að borða. Hann hafi nýtt tækifærið og numið stúlkuna á brott áður en hann misnotaði hana og myrti. Var rænt af barnaníðingi Þessari kenningu var fyrst fleygt fram skömmu eftir hvarfið árið 2007 af einkaspæjurum sem töldu að skipulögð glæpasamtök, sem einkum stunda barnamansal, hefðu haft starfsemi í Praia da Luz um það leyti sem Madeleine hvarf. Kenningin var á leið að Madeleine hefði verið rænt og hún flutt til Marokkó tveimur dögum síðar. Þannig sé vitað til þess að glæpa- gengi í Afríkuríkinu Máritaníu hafi stundað rán á börnum og selt þau vellauðugum einstaklingum eða fjölskyldum í Mið-Austurlöndum. Colin Sutton, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard, segir að þessi kenning sé alls ekki fráleit og þarfnist raunar frekari skoðunar. Eftir hvarfið steig fólk fram sem sagðist hafa séð stúlku, sem svipaði til Madeleine, í Marokkó. Scotland Yard og Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, hafa ávallt unnið út frá þeirri kenningu að brotist hafi verið inn í íbúðina og Madeleine numin á brott. Fyrir skemmstu leit ný kenning dagsins ljós en henni varpaði Mark Williams-Thomas fram. Mark þessi er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og blaðamaður. Hann sagði að Madeleine hefði sjálf farið úr íbúð fjölskyldu sinnar í leit að foreldrum sínum þegar hún áttaði sig á þeir væru hvergi sjáanlegir. Eins og komið hefur fram fóru McCann-hjónin úr íbúð sinni til að fá sér að borða meðan börn þeirra sváfu. „Morguninn sem Madeleine hvarf vitum við að hún fór til foreldra sinna og spurði hvar þau hefðu verið kvöldið áður. Og ég held að Madeleine hafi vitað að þau hafi verið á tapas-staðnum kvöldið sem hún hvarf. Til að komast þangað þarf að fara út af lóðinni við hótelið og ganga smáspöl við umferðargötu. Þess vegna óttast ég að Madeleine hafi vaknað, farið að leita að foreldrum sínum og farið út,“ sagði hann og bætti við að þegar út var komið hefði einhver numið hana á brott. Gerry og Kate McCann hafa vísað þessari kenningu á bug og sagt að um hreinar vangaveltur sé að ræða. Hún fór sjálf úr íbúðinni og var numin á brottHún lést af slysförum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.