Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 60
MOLDÓVA Lag: Hey Mamma Flytjandi: Sun- Stroke Project Moldóva hefur tekið þátt 12 sinnum og hæst komist í sjötta sæti. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin SunStroke Project keppir fyrir Moldóvu í Eurovision en hún keppti einnig 2010 og lenti þá í 22. sæti. Hún reyndi einnig fyrir sér í keppni í heimalandinu 2009, 2012 og 2015, en hafði þá ekki erindi sem erfiði. EISTLAND Lag: Verona Flytjandi: Koit Toome & Laura Eistland hefur tekið þátt 22 sinnum og einu sinni unnið. Koit keppti í Eurovision 1998 þar sem hann endaði í 12. sæti, sama ár gaf hann út sína fyrstu plötu. Árið 2007 vann hann Dancing With The Stars. Hann hefur einnig tal- sett teiknimyndir og er til dæmis rödd Lightning McQueen í Disney-teiknimyndinni Cars. Laura tók fyrst þátt í undankeppninni í heimalandinu 2005 þar sem hún lenti í öðru sæti sem sólóisti, en vann og keppti í Eurovision sem hluti af hljómsveitinni Suntribe. Þau komust þó ekki upp úr undankeppninni og enduðu í 20. sæti. Hún hefur reynt nokkrum sinnum til viðbótar að vinna keppnina heima fyrir, en ekki haft erindi sem erfði þar til núna. BRETLAND Lag: Never Give Up On You Flytjandi: Lucie Jones Bretland hefur tekið þátt 59 sinnum og er á meðal sigursælustu þjóða keppninnar með fimm sigra. Lucie lenti í áttunda sæti í X Factor UK 2009. Eftir þátttöku í þeirri keppni hóf hún störf sem fyrirsæta. Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára á hún langan leiklistarferil að baki og hefur meðal annars leikið í Vesalingunum á West End í London, auk þess að leika í fleiri verkum á sviði og í sjónvarpi. SERBÍA Lag: In Too Deep Flytjandi: Tijana Bogicevic Serbía hefur tekið þátt níu sinnum og hæst lent í þriðja sæti. Hin 35 ára gamla Tijana er búsett í Bandaríkjunum og söng bakraddir í framlagi Serbíu 2011. Einnig keppti hún í keppninni í heima- landinu 2009. ÍRLAND Lag: Dying To Try Flytjandi: Brendan Murray Írland hefur tekið þátt 50 sinnum og er sigursælasta þjóð Eurovision, með sjö sigra, þar af þrjú ár í röð 1992–1994 og svo tók Írland árspásu og vann síðan aftur 1996. Brendan er fyrrverandi meðlimur strákabandsins Hometown, sem átti velgengni að fagna í heimalandinu 2014–2015. Árið 2016 tilkynntu þeir hins vegar að þeir hygðust taka sér pásu um óákveðinn tíma. AUSTURRÍKI Lag: Running on Air Flytjandi: Nathan Trent Austurríki hefur tekið þátt 49 sinnum og unnið tvisvar. Nathan gaf sitt fyrsta lag út 2016. Hann var valinn sem fulltrúi Austurríkis í Eurovision, en var einnig valinn sem einn af 33 söngvurum til að taka þátt í Unser Song 2017, sem er þýska undankeppnin. Þar var honum sjálfkrafa vísað frá þar sem reglur Eurovision leyfa keppanda aðeins að vera fulltrúi einnar þjóðar. BELGÍA Lag: City Lights Flytjandi: Blanche Belgía hefur tekið þátt 58 sinnum og er eitt af fjórum löndum sem oftast hafa tekið þátt (Þýskaland 59 sinnum, og Frakkland og Bretland bæði 58 sinnum). Belgía hefur unnið einu sinni, 1986, þegar Sandra Kim vann með lagið J'aime La Vie, en það var fyrsta árið sem Ísland tók þátt. Hin 17 ára gamla Ellie Delvaux, eða Blanche eins og hún kallar sig, keppti í The Voice Belgique, þar sem hún komst áfram í beina útsendingu, en eftir tvær umferðir þar féll hún úr keppni. KÝPUR Lag: Gravity Flytjandi: Hovig Kýpur hefur tekið þátt 33 sinnum og hæst komist í fimmta sæti. Hovig hefur tvisvar áður reynt að vera fulltrúi heimalandsins í Eurovision, 2010 og 2015. BÚLGARÍA Lag: Beautiful Mess Flytjandi: Kristian Kostov Búlgaría hefur tekið þátt 10 sinnum og aðeins tvisvar komist upp úr undankeppni og endaði þá hæst í fjórða sæti. Hinn 17 ára gamli Kristian tók þátt í barnaútgáfu Golos (The Voice) í Rússlandi þar sem leiðbeinandi hans var Dima Bilan sem vann Eurovision 2008. Kristian tók einnig þátt í búl- görsku útgáfu X Factor þar sem hann lenti í öðru sæti. Hann gaf sitt fyrsta lag síðan út í fyrra. LETTLAND Lag: Line Flytjandi: Triana Park Lettland hefur tekið þátt 17 sinnum og unnið einu sinni 2002, þegar landið keppti í þriðja sinn. Hljómsveitin Triana Park reyndi fimm ár í röð fyrir sér í keppninni í heimalandinu, 2008– 2012. Hljómsveitin hefur gefið út átta lög og eina plötu og keppir nú loksins í Eurovision. HOLLAND Lag: Lights & Shadows Flytjandi: OG3NE Holland hefur tekið þátt 57 sinnum og unnið fjórum sinnum. Stúlknasveitina OG3NE skipa þrjár systur, Lisa, Amy og Shelley, og eru þær tvær síðastnefndu eineggja tvíburar. Árið 20 07 kepptu þær fyrir Holland í Eurovision-söngvakeppni barna og 2014 unnu þær The Voice of Hollan d og uppskáru plötusamning hjá EMI. Þær eru fyrsta tríóið til að vinna Voice-keppni hvar sem er í h eiminum. FRAKKLAND Lag: Requiem Flytjandi: Alma Frakkland hefur tekið þátt 59 sinnum og unnið fimm sinnum. Frakkar syngja að vanda á frummálinu og það er söngkonan Alma sem flytur lagið í ár. Alma gaf út sína fyrstu plötu 2016, en hún útskrifaðist úr hagfræði áður en hún hóf tónlistarferilinn. UNGVERJA- LAND Lag: Origo Flytjandi: Joci Pápai Ungverjaland hefur tekið þátt 14 sinnum og hæst lent í fjórða sæti. Joci heillaðist snemma af tónlist þar sem eldri bróðir hans byrjaði að læra á gítar fjögurra ára gamall. Joci kom fyrst fram á sjónarsviðið 2005 þegar hann tók þátt í Megazstar og hefur hann þegar gefið út nokkrar plötur. SVISS Lag: Apollo Flytjandi: Timebelle Sviss hefur tekið þátt 57 sinnum og tvisvar unnið. Hljómsveitin Timebelle var upphaflega strákaband, en síðan gekk söngkonan Miruna til liðs við sveitina. Sveitin lenti í öðru sæti í undankeppninni í heimalandinu 2015, en í ár vann hún með yfir 50 prósentum atkvæða. PORTÚGAL Lag: Amar pelos dois Flytjandi: Salvador Sobral Portúgal hefur keppt í Eurovison 48 sinnum og hæst komist í sjötta sæti. Salvador er eini flytjandinn í fyrri undankeppninni sem flytur lag sitt á móðurmálinu, öll hin lögin eru flutt á ensku. Salvator lærði djass í Barcelona og tók þátt í portúgölsku útgáfunni af Pop Idols, Idolos, þar sem hann lenti í sjöunda sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.