Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 59
SVARTFJALLALAND Lag: Space Flytjandi: Slavko Kalezić Svartfjallaland hefur tekið þátt átta sinnum og aðeins tvisvar komist upp úr undankeppn- inni. Hæst hafa þeir lent í þrettánda sæti. Slavko tók þátt í X Faktor 2013 í Serbíu, lenti í fjórtánda sæti og hefur síðan gefið út eina plötu og fimm smáskífur. Slavko talar fjögur tungumál reiprennandi: móðurmálið, ensku, frönsku og spænsku. SLÓVENÍA Lag: On My Way Flytjandi: Omar Naber Slóvenía hefur tekið þátt 22 sinnum og komist upp úr undankeppni 12 sinnum, hæst komist í sjöunda sæti. Omar vann Bitka talentov 2005, slóvensku útgáfuna af Battle of the Talents og keppti í Eurovision sama ár með eigið lag, þá komst hann ekki upp úr undankeppninni. Hann tók síðan þátt í keppninni heima fyrir aftur 2009, 2011 og 2014 án ár- angurs, en sigraði loksins í ár aftur með eigið lag. TÉKKLAND Lag: My Turn Flytjandi: Martina Bárta Tékkland hefur tekið þátt fimm sinnum og aðeins einu sinni komist upp úr undankeppninni og endaði þá í 25. sæti. Martina spilar á horn, lærði djass í Listaskólanum í Berlín, hefur komið fram í söngleiknum Robin Hood, hún spilar með djasshljómsveitinni J.Jjazzmen og hefur samið djasssöngleik. FINNLAND Lag: Blackbird Flytjandi: Norma John Finnland hefur tekið þátt 50 sinnum og sjaldnast haft erindi sem erfiði, en sigur þeirra 2006, þegar þungarokkarnir í Lordi unnu, er líklega með eftirminnilegri sigrum í Eurovision. Dúettinn Norma John var stofnað- ur 2008 og hann skipa píanóleikarinn Lasse Piirainen og söngkonan Leena Tirronen. PÓLLAND Lag: Flashlight Flytjandi: Kasia Mos Pólland hefur tekið þátt 19 sinnum og hæst komist í annað sæti. 2011 ferðaðist Kasia til Bandaríkjanna þar sem henni bauðst að ganga til liðs við sýningarhópinn Pussycat Dolls Burlesque Revenue og 2012 varð hún í þriðja sæti í pólsku útgáfunni af Must Be the Music. Kasia hefur unnið með listamönnum á borð við Kelly Osbourne, Mya og Carmen Electra. Hún hefur tvisvar áður freistað þess að keppa fyrir hönd heimalandsins í Eurovision, 2006 og 2016, en allt er þegar þrennt er og í ár er hún fulltrúi Póllands. KRÓATÍA Lag: My Friend Flytjandi: Jacques Houdek Króatía hefur tekið þátt 22 sinnum og hæst lent í fjórða sæti. Jacques er einn af þjálfurum króatíska The Voice. Hann hefur gefið út fjöldann allan af plötum og efni sem náð hefur silfur-, gull- og platínusölu. Hann hefur hljóðritað lög á fjölda tungumála, meðal annars ensku, ítölsku, frönsku, slóvensku og tungumáli maóría. HVÍTA-RÚSSLAND Lag: Historyja majho žyccia Flytjandi: NAVI Hvíta-Rússland hefur tekið þátt 13 sinnum og aðeins fjórum sinnum komist upp úr undankeppni og endaði þá hæst í sjötta sæti. Hljómsveitin NAVI syngur á móðurmálinu, en hún gaf sína fyrstu plötu út 2014. SVÍÞJÓÐ Lag: I can't go on Flytjandi: Robin Bengtsson. Svíþjóð hefur tekið þátt 56 sinnum og er ein af sigursælustu þjóðum keppninnar með sex sigra til þessa. Robin er 26 ára og byrjaði í tónlistarbransanum 2008 þegar hann keppti í Idol og lenti í þriðja sæti. Hann hefur gefið út 13 lög og söluhæsta lag hans, tvöföld platínuplata, er Constellation Prize, sem hann keppti með í Melodifestivalen 2016, þar sem hann lenti í fimmta sæti. GEORGÍA Lag: Keep the Faith Flytjandi: Tamar „Tako“ Gachechiladze Georgía hefur tekið þátt níu sinnum og hæst komist í níunda sæti. Þetta er í þriðja sinn sem Tako reynir að keppa fyrir land sitt í Eurovision. Árið 2009 ákvað Georgía að draga framlag hljómsveitar hennar, Stephane & 3G, úr keppni. Ástæðan var sú að lagið þótti of pólitískt, en þar var skotið á Vladimír Pútín, þáverandi for- sætisráðherra Rússa (nú forseta). Árið 2008, þegar hún keppti ein, komst hún ekki áfram. En allt er þegar þrennt er segir máltækið og nú fáum við að sjá hana á sviði í Eurovision. ÁSTRALÍA Lag: Don't Come Easy Flytjandi: Isaiah Firebrace Ástralía tekur þátt í þriðja sinn, lenti í öðru sæti 2016 og því fimmta 2015. Eins og allir vita þá er Ástralía ekki hluti af Evrópu og því sérstakt að þeir keppi í Eurovision. Áströlum var boðið að taka þátt 2015 vegna 60 ára afmælis keppninnar og mikils áhuga á keppninni í Ástralíu. Það ár var Ástralíu gefið sæti í aðalkeppninni til að hafa ekki áhrif á atkvæði annarra landa í undankeppnunum. Þess má geta að Ástralir hafa sungið áður í keppninni; Johnny Logan, sem keppti og vann nokkrum sinnum fyrir Írland, Olivia Newton-John og Gina G, sem kepptu fyrir Írland, og söngkona þýsku hljómsveit- arinnar Texas Lightning eru öll áströlsk. Hinn 17 ára gamli Isaiah sigraði í áttundu seríu X Factor Australia 2016 og lagið It's Gotta Be You sem hann flutti í lokakeppni X Factor varð vinsælt bæði í Ástralíu og Evrópu. ÍTALÍA Lag: Occidentali's Karma Flytjandi: Francesco Gabbani Ítalía hefur tekið þátt 42 sinnum og unnið tvisvar. Francesco gaf fyrstu plötu sína út 2013, keppti í Sanremo Music Festival 2016 með eigið lag, Amen, og vann. Lagið var gefið út á annarri plötu hans sem varð platínuplata á Ítalíu. MALTA Lag: Breathlessly Flytjandi:Claudia Faniello Malta hefur tekið þátt 29 sinnum og hæst lent í öðru sæti. Claudia hefur frá 12 ára aldri tekið þátt í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og hátíðum. Hún gaf út plötu 2010 og hefur einnig gefið út 15 smáskífur. Hún hefur margoft reynt að vinna undankeppn- ina í heimalandinu, árlega 2006–2013 og svo nú í ár, þegar sigur náðist loksins. GRIKKLAND Lag: This is love Flytjandi: Demy Grikkland hefur tekið þátt 37 sinnum og unnið einu sinni, 2005. Dimitra Papadea, eða Demy, hóf feril sinn í tónlistarbrans- anum 2011 í samstarfi við hip hop-söngvarann Midenistis, síðan hefur hún gefið út tvær plötur og 15 smáskífur sem allar hafa átt vinsældum að fanga í heimalandi hennar. Auk söngsins leggur Demy stund á nám við lagaskól- ann í Aþenu. LITHÁEN Lag: Rain of Revolution Flytjandi: Fusedmarc Litháen hefur tekið þátt 17 sinnum og hæst lent í sjötta sæti. Elektróníska hljómsveitin Fusedmarc var stofnuð 2004, en auk þess að semja tónlist og flytja sér sveitin um að skipuleggja árlega tónlistarhátíð, Subject. ÍSRAEL Lag: I Feel Alive Flytjandi: Imri Ziv Ísrael hefur tekið þátt 39 sinnum og þrisvar unnið. Imri tók þátt í ísraelska The Voice og söng bak- raddir í framlagi Ísrael 2015 og 2016.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.