Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Síða 36
36 menning Helgarblað 5.–8. maí 2017 Böl þröngsýna lífsgæða- keppandans G uðmundur Steinsson skap- aði sér gott nafn sem leik- skáld á 8. og 9. áratugnum. Hans þekktustu verk, sem líklega margir leikhúsgest- ir muna enn vel eftir, voru Sólarferð, Stundarfriður og Garðveisla. Þá má einnig nefna Lúkas sem leikhóp- arnir Aldrei óstelandi og Óskabörn ógæfunnar settu upp fyrir nokkrum árum. Það er virðingarvert af Þjóð- leikhúsinu að halda nafni Guð- mundar á lofti en ef til vill full vel í lagt að leggja stóra sviðið undir verk hans líkt og hér er gert. Hin eilífa uppreisn Húsið er skrifað um 1970 og líkt og önnur verk Guðmundar þá er verkið skrifað inn í samtímann. Hjón á fer- tugsaldri eru að flytja inn í nýtt, stórt hús, Arnarnesið kemur ósjálfrátt upp í hugann. Þau eru að minnsta kosti ekki að flytja inn í eitthvað óklárað, líkt og tíðkaðist hjá flestum frum- byggjum Breiðholtsins. Eiginmaður- inn, Páll, hefur auðgast hratt í starfi sínu sem lögfræðingur, á meðan kona hans, Inga, er heimavinnandi húsmóðir. Það er þó Páll sem öllu ræð- ur, jafnt á heimilinu sem utan þess. Hann gerir miklar kröfur og beitir ströngu uppeldi við syni sína og jafn- vel líka eiginkonu. Páll virðist hafa tekið þveröfuga stefnu í samskiptum við fjölskyldu sína miðað við ástúð- ina og dekrið sem hann sjálfur naut af hálfu móður sinnar. Honum er lýst sem bæði feimnu og blíðu barni, harla ólíkum þeim harða nagla sem við sjáum á sviði. Í verkinu er ekki að finna útskýringu á því hvað olli þess- um straumhvörfum hjá Páli. Kannski hefur æskan alltaf þörf fyrir að snúa gildum fyrri kyn- slóðar á hvolf, dæmd til eilífrar uppreisnar í sam- leitri hópleit sinni að æðsta stigi ham- ingjunnar. Enda- laust má svo deila um hvort mis- háleitar hugsjón- ir kynslóðanna hafi verið góðar, slæmar eða bara nauðsynlegar. Tengingar við nútímann Leikritið er lang- dregið fram að hléi og náði ekki miklum tökum á manni. Eftir hlé kemur hins vegar frábær sena þar sem Páll og Inga bjóða þremur vina- hjónum sínum í innflutningspartí. Gervi, búningar og góður samleikur skapa spennandi sýn á heimagleði áttunda áratugarins. Vodka, daður, lífsgæðametingur og forboðið kyn- líf með mökum sinna bestu vina mögnuðu upp úrkynjun nýríku kyn- slóðar áttunda áratugarins. Breysk- leikinn verður þó smánarlegur í samanburði við það sem óráðsíu- menn afrekuðu á þessari öld. En þetta var vel unnin sena og hápunkt- ur þessarar sýningar. Undir lokin sjáum við svo hvernig Bjarni, elsti sonur Páls og Ingu, snýst gegn foreldrum sínum með afslapp- aðri afstöðu til lífsins. Hann býður heim stórum hópi af skoðanavinum sínum sem hvorki dýrka listaverk né dýra hönnun og finna enga þörf til að strita í eilífri yfirvinnu og gera sér að góðu að lifa á gnægtum annarra. Í góðum partífíling eru innanstokks- munir skemmdir og brothætt lífsgildi Páls og Ingu mölvuð í leiðinni. Í þessari fyrstu uppfærslu var freistast til þess að búa til tenginu við nútímann með því að breyta partíhópnum í inn- flytjendur sem þó höfðu element hugsjónahópsins sem upphaflega var skrifaður inn í verkið. Þrátt fyr- ir fjörlega sviðsframkomu og ný og spennandi andlit á sviðinu þá gekk þessi hugmynd ekki upp og er auk þess tæpast jákvæð fyrir málstað og ímynd hælisleitenda og flóttafólks. Kærkomin fyrir leikhúsnörda Sviðsmyndin er einstaklega vel heppnuð ef undan er skilið fyrsta atriðið, sem sýnir litlu íbúðina sem Páll og Inga bjuggu fyrst í. Notk- un leikhústjaldsins til að þrengja að sviðinu var einfaldlega truflandi áminning um að hér væri leiksýning í gangi, smæð íbúðarinnar hefði bet- ur mátt teikna með öðrum hætti. Þau Guðjón Davíð Karlsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir pössuðu vel í hlutverk Páls og Ingu. Á stöku stað mátti þó heyra stirðar línur sem skrifa má á óþjált talmál sem höf- undur hefði ef til vill endurskoðað, hefði hann lifað að sjá þessa sýningu. Kristbjörg Kjeld fór á kostum í hlut- verki móður Páls, hún fór langt fram úr öðrum leikurum í túlkun á undir- texta verksins og átti hug og hjörtu leikhúsgesta þegar hún var á sviði. Þröstur Leó Gunnarsson birtist í hlutverki óboðins gests og síðar ein- hvers konar embættismanns. Bæði hlutverkin voru afkáraleg og aug- ljóslega erfitt fyrir leikstjóra og leik- ara að reyna að finna þeim eitthvert vægi. Innkomur hans urðu því mið- ur heldur slappar. Arnmundur Ernst Backman fór með hlutverk Bjarna. Áberandi reiði hans varð þreytandi til lengdar og kom í veg fyrir að Arn- mundur næði að skapa þá dýpt sem persónan þarfnaðist til að öðlast samúð og skilning áhorfenda. Í stuttu máli má segja að sýn- ingin sé kærkomin fyrir forvitna leik- húsnörda, bókmenntafræðinga og unnendur Guðmundar Steinssonar. Umgjörð og leikur er í flestum tilvik- um vel útfærður en verkið stendur tæplega undir uppfærslu af þessari stærðargráðu. Þegar upp er staðið er handritið sjálft helsti galli sýningar- innar og maður veltir því fyrir sér hvort höfundur hafi sjálfur talið það fullbúið til notkunar. n Í nýja húsinu Guðjón Davíð Karlsson leikur lög- fræðinginn og fjölskylduföðurinn Pál sem leggur mikla áherslu á að fjölskyldan nái sem allra lengst í lífsgæðakapphlaupinu. Myndir ÞjóðleiKHúsið Bryndís loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Húsið Höfundur: Guðmundur Steinsson leikstjóri: Benedikt Erlingsson leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Arnmundur Ernst Backman, Þröstur Leó Gunnarsson o.fl. leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu „ Í stuttu máli má segja að sýningin sé kærkomin fyrir forvitna leikhús- nörda, bókmennta- fræðinga og unn- endur Guðmundar Steinssonar. Aftur til fortíðar Húsið er skrifað um 1970 og líkt og önnur verk Guðmundar Steinssonar þá er leikritið augljóslega skrifað inn í sinn samtíma. Guðmundur Steinsson Guðmundur Steinsson (1925–1996) er eitt helsta leikskáld Ís- lendinga. Hann var framsækinn og metnaðar- fullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt leikritin Forsetaefnið, Sólar- ferð, Stundarfrið, Garðveislu, Brúðar- myndina, Stakkaskipti og Lúkas.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.