Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Qupperneq 21
umræða 21Helgarblað 5.–8. maí 2017 leysi og því sem á íslensku er kall- að „flottræfilsháttur“ – í viðleitni sinni til að verða auðugur tók hann endalaust rangar og vanhugsaðar ákvarðanir sem ekkert gerðu nema steypa honum í stórkostlegar skuld- ir, sem hann barðist við alla ævi. Það var reyndar tvíeggja sem ógæfa því segja má að skuldaklafinn hafi rek- ið hann til að vinna við sitt fábrotna skrifborð að minnsta kosti hálf- an sólarhringinn mestöll sín full- orðinsár, þannig að á aðeins tæpum aldarfjórðungi skrifaði hann meira en hundrað stór bókmenntaverk, langmest skáldsögur. Vinnudagur- inn byrjaði gjarnan um miðnætti og hann skrifaði skáldsögur í óslitinni lotu til hádegis, en þá tók við önnur vinnutörn við prófarkir, bréfskrif og fleira. Þessi óhemjulega vinnuharka, sem var keyrð áfram með kaffi- drykkju, sumir segja fimmtíu boll- um á sólarhring, tærði hann að lok- um upp, svo um fimmtugt var hann orðinn andlegt og líkamlegt flak og varð honum að bana. Átti hann þó enn óskrifaðar margar skáldsögur sem hann var búinn að leggja drög að. Það merkilega er að vinnuharkan og kaffidrykkjan var það sem hann var lengst af helst kunnur fyrir á Ís- landi, en í kennslubók í mannkyns- sögu fyrir menntaskólanema var hans að vonum getið, en sagt eitt- hvað á þá leið að hann hafi verið stórskuldugur vinnuþjarkur og dáið úr kaffidrykkju. (Þetta kvað vera úr kennslubók eftir Ólaf Hansson, en sú bók var með fleiri fyndnum anek- dótum. Þar mun einnig hafa stað- ið eitthvað á þessa leið: „Georgíska eða grúsíska var móðurmál Stalíns. Orðið mamma á georgísku þýðir pabbi.“) Blankheit og höfundarréttur Hin stórkostlegu peningavandræði Balzacs eru vissulega undrunarar- efni nútímafólki þegar tekið er til- lit til útbreiðslu hans og vinsælda, því hann var ekki aðeins metsölu- höfundur í sínu heimalandi, heldur einnig í Þýskalandi, Rússlandi, Bret- landi og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt, en slíkt myndi á okkar tímum tryggja mönnum vægast sagt rúman efna- hag. En þá er þess að gæta að á dög- um Balzacs var höfundarréttaröryggi mun lakara en síðar varð; Bernarsátt- málinn var til að mynda ekki gerður fyrr en hálfri öld eftir andlát hans. Al- gengt var að höfundar á hans tím- um semdu bara um vissa greiðslu á síðu eða örk, en að útgefendur hirtu síðan allan aukaágóðann ef salan yrði góð. Í heimalandinu, Frakk- landi, gat hann að vísu samið um góð kjör eftir að hann hafði náð sinni frægð og vinsældum, en utan lands- ins var hins vegar allt á floti. Þannig var það til dæmis að um leið og ný Balzac-bók kom út í París var hún umsvifalaust kópíéruð og prent- uð í risaupplagi handan landamær- anna, í frönskumælandi Belgíu, og ódýrum risaupplögum þaðan dreift um allt Frakkland, án þess höfund- urinn fengi eyri fyrir það. Samtíma- maður Balzacs og álíka vinsæll var hinn enski Dickens, sem naut líka óhemju útbreiðslu í Bandaríkjunum, en mun hafa móðgað marga vestan- hafs og þótt vera með kvabb er hann í boðsferð til vestrænu heimsálf- unnar fór að nefna þá staðreynd að hann fengi aldrei neitt fyrir sölu og dreifingu verka sinna þar. Kannski má segja að nefndir höfundar, frá fyrri hluta nítjándu aldar, hafi búið í því sæluríki og útópíu sem Píratar vilja innleiða á ný, að öllu sé stolið en hugverkasmiðir lifi síðan á sníkj- um og betli. Endalaust glaðlyndi og sögur En svo við víkjum aftur að hinni ný- útkomnu bók, ævisögu Balzacs eft- ir Stefan Zweig, þá er það Sigurjón Björnsson sem skilar okkur henni í frábærri þýðingu, en Skrudda gefur út og á heiður skilinn fyrir. Zweig var árum saman að viða að sér gögnum og heimildum, en eitthvað af því glat- aðist honum þegar hann hraktist af sínum heimaslóðum í byrjun seinna stríðs; höfundurinn fyrirfór sér eins og margir vita í Brasilíu á styrjaldar- árunum og bókin kom svo út í stríðs- lok. Og mannlýsingin, portrettið af Balzac, er algerlega konunglegt. Höf- undurinn vann og vann, einn síns liðs að sjálfsögðu, en þegar hann fór út á meðal fólks þá kunni hann sig ekki, lét sauma sér fáránlega æpandi hefðarföt og gekk með hlægi- leg montprik; hann gleymdi jafnframt að reima skóna og lét sér nægja að kemba hárlubbann með dökkum olí- um sem svo láku í stofuhita yfir and- litið. Hann var að vísu alltaf í góðu skapi, þótti frábær- lega fyndinn og orðheppinn og sögur og brandarar streymdu upp úr hon- um hvar sem hann fór, en enginn annar kom að orði og hann gleymdi öllum kurteisisreglum; allir vissu að hann var snillingur á sínu sviði en það dugði ekki til, hann var álitinn einhvers konar furðufyrirbæri, og mislukkuð kvennamál hans, alls konar ótíma- bærar bisnesshugmynd- ir, húsbyggingar og fjár- málaævintýri sem hann hellti sér út í með hrak- legum árangri, allt leiddi þetta til þess að hann varð að eilífu að athlægi, var endalaus skotspónn háðs og gríns Parísar- blaðanna og slúðurdálk- anna. En ekkert sló hann út af laginu, hann gat endalaust hlegið, spaug- að og unnið að sinni list; meira að segja þegar hann var settur í skuldafangelsi og hafður vikum saman í opnu rými innan um sam- ansafn glæpa- og misindismanna, þá fékk hann bara til sín einfalt borð, koll, pappír, blek og fjaðrapenna og hélt áfram að skrifa meistaraverk í prísundinni. Svona menn eru nokkurs virði. n Sigurjón Björnsson Þýðing hans á Balzac er frábær. Mynd Sigtryggur Ari Sölureikningur www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. vaxtareikningur Ávaxtaðu betur Á H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.