Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 22
22 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 5.–8. maí 2017 Ofsi í rétttrúnaði Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, gerir heimsókn rithöf- undarins Robert Spencer að um- fjöllunarefni á heimasíðu sinni en sá er víða illa þokkaður og flokkaður sem múslimahatari. Honum er til að mynda bann- að að koma til Bretlands og ein- hverjir vilja sömuleiðis að hon- um sé meinað að koma hingað til lands. Jónas segir: „Rétt- trúað fólk á ýmsan málstað telur nauðsynlegt að banna andstæð- an málstað. Svo sem rasisma, ís- lamófóbíu, nazisma, kvenhatur og ýmiss konar annan isma. Sjálfsagt er, að fólk geti mótmælt ræðuhöldum óvinsælla skoð- ana, en fráleitt, að ríkið hafi putt- ann í slíku. Mér er það nýstár- legt, að leiðinlegar skoðanir geti talizt óviðeigandi og tilefni lög- sókna. Of mikill ofsi er hlaupinn í ýmsan rétttrúnað.“ Hinir sönnu Framsóknarmenn Ágreiningur innan Framsóknar hefur ekki verið neitt launungar- mál síðustu misseri og hafa stríð- andi fylkingar lítið gert til að bera klæði á vopnin. Eftir því sem innanbúðarfólk í flokknum seg- ir er gjáin milli stuðningsfólks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi for- manns flokksins, og þeirra sem flykkja sér á bak við núverandi forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, því sem næst óbrúanleg. Hitt sé hins vegar ólíklegt að klofningur verði og stuðningsfólk Sigmundar Davíðs hverfi á brott og stofni sinn eigin vettvang. Einkum er það vegna þess að báðar fylkingar telja sig vera hina sönnu Framsóknar- menn og það séu hinir sem eigi að hverfa á brott. Er því allt kyrrt um hríð. Hverjum sitt En þrátt fyrir þetta hjaðna ekki bardagar og vega menn þar hver annan í mesta bróðerni. Nú ber svo við að boðaður hefur verið miðstjórnarfund- ur í flokknum 20. maí næstkom- andi. Ekkert er svo sem óeðlilegt við það enda seg- ir í samþykktum flokksins að halda skuli slíkan fund. En stuðnings- fólk Sigmundar Davíðs mun hafa þrýst mjög á að slíkur fundur yrði haldinn og það sem fyrst. Sama fólk sá hins vegar enga ástæðu til þess að boðað yrði til flokksþings síðasta haust. Mun það skoðun þeirra að söguleg útreið flokksins í síðustu kosningum megi alfarið skrifa á Sigurð Inga og ræða þurfi þá frammistöðu á komandi mið- stjórnarfundi. Það er ekkert verra en að missa barnið sitt 21 árs sonur Benedikts svipti sig lífi árið 2006. – DV Eftirspurn: Engin N ýstofnaður Sósíalistaflokk- ur Íslands er tímaskekkja. Flokkurinn hefur fengið allnokkra umfjöllun í fjöl- miðlum sem skýrist líklega aðallega af því hversu skringileg hug- myndin er. Áhugi fjölmiðla á Sós- íalistaflokknum endurspeglar hins vegar ekki áhuga almennings en þar virðist hann lítill sem enginn. Dræmar undirtektir almenn- ings hljóta að vera stofnendum Sós- íalistaflokksins vonbrigði. Þeir hafa sennilega vonast eftir því að þjökuð alþýðan flykktist á Austurvöll 1. maí og fagnaði því að hafa loks fundið samastað í flokki sem hatast við auð- valdið og kveðst ætla að hrifsa valdið af hinum illu forréttindastéttum og færa það til fólksins. En getur verið að fólki finnist það ekki vera kúgað og sjái ekki þörf á því að taka skírn til sósíalisma? Allavega lét þjóðin ekki sjá sig á Austurvelli 1. maí, þar sem fulltrúar Sósíalistaflokksins hreiðr- uðu um sig og biðu kjósenda sinna. Þegar litið er á helstu baráttumál Sósíalistaflokksins þá skera þau sig furðu lítið frá áherslum þeirra vinstri flokka sem fyrir eru í landinu. Far- ið er fram á mannsæmandi kjör fyr- ir alla landsmenn, krafist er aðgengi að ódýru húsnæði og gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi og þeim ríku er ætl- að að greiða sitt til samfélagsins. Eitt af gælumálum Sósíalistaflokksins snýst svo um styttingu vinnuviku til að bæta lífsgæði fólks. Satt best að segja felst engin sér- stök róttækni í þessum stefnumál- um. Kjósendur gætu allt eins kos- ið Vinstri-græn eða Samfylkinguna. Munurinn virðist helst felast í því að innan Sósíalistaflokks Íslands er jafnvel talað um nauðsyn þess að gera byltingu svo hægt sé að koma stefnumálunum til framkvæmda. Það setur reyndar strik í reikninginn hjá Sósíalistaflokknum að það er erfitt að undirbúa byltingu ef þjóðin nennir ekki að taka þátt í henni. Ný-sósíalistarnir tönglast á frös- um um alræði auðstéttarinnar, stöðuga fólsku hennar og rányrkju og nauðsyn þess að taka frá henni völdin. Ríka fólkið á víst að vera allt aðrar manneskjur en aðrir, það veit til dæmis ekkert um list, lætur sér á sama standa um aðra og hefur bara áhuga á peningum. Rétt er að spyrja: eru þetta einung- is frasar ætlaðir til atkvæðaveiða eða liggur alvara á bak við þá? Flokkast til dæmis allir fyrirtækjaeigendur og forstjórar landsins til auðstéttar? Og sömuleiðis allir þeir sem hafa grætt á atvinnu sinni? Vill Sósíalistaflokk- urinn svipta þetta fólk atvinnu sinni og fara í stórfellda eignaupptöku? Sé svo ætti það að koma skýrt fram í stefnuskrá flokksins. Um leið væri orðið morgunljóst hvaða hugmynda- fræði flokkurinn fylgir – og sú er ekki geðsleg. Slagorðin um hina þjáðu al- þýðu og hið illa kapítal hrífa greini- lega ekki þjóðina, enda byggja þau á hugmyndafræði sem er löngu úrelt. Sósíalistaflokkur Íslands er undarleg viðbót við íslenska flokka- kerfið. Undirtektir hafa verið svo dræmar að ómögulegt er að ætla annað en að flokksins bíði þau örlög að deyja drottni sínum hægt og hljótt, hugsanlega nokkuð fyrir næstu al- þingiskosningar. Verður hann fáum harmdauði. n Hvernig væri að slíta stjórnar- samstarfinu, Óttarr? B jarni Benediktsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stigið yfir línu sem forver- ar hans hafa ekki áður gert, nefnilega að réttlæta frammi fyrir al- þjóð að eðlilegt sé að fjárfestar geri heilbrigðiskerfið sér að féþúfu. For- verar Bjarna hafa vissulega sum- ir daðrað við einkavæðingu heil- brigðiskerfisins en hér hefur hins vegar tvímælalaust verið brotið blað í stjórnmálasögunni. Hausverkur Bjarna Í fjölmiðlum, og einnig úr ræðustól Alþingis, hefur Bjarni Benediktsson lagt heilbrigðisþjónustuna að jöfnu við hverja aðra atvinnustarfsemi. Á Alþingi þriðjudaginn 2. maí réttlætti forsætisráðherrann arð- greiðslur úr heilbrigðiskerfinu með samanburði við aðra atvinnustarf- semi: „… þetta á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun við- komandi opinberrar þjónustu að það geta skapast skilyrði til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum. Og það kann að vera hausverkur fyr- ir suma að á einhverjum tilteknum sviðum einkarekstursins þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu að þessi skilyrði skapist og lausnin sem þeir hafa yfirleitt á þessum vanda er sá að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfi á þeim vettvangi …“ Fram til þessa hafa margir talið vel unandi við þá blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri innan heil- brigðiskerfisins sem verið hefur við lýði hér á landi. Almannaþjónustan hefur verið kjölfestan í kerfinu en ein- yrkjum jafnhliða gert kleift að stunda starfsemi fjármagnaða úr ríkissjóði. Niðurlæging Stjórnarráðs Íslands Síðan hefur þessi einyrkjastarfsemi sums staðar þróast yfir í samrekstur einkaaðila á símaþjónustu og hús- næði og ekkert nema gott um það að segja. Í seinni tíð hefur hins vegar tvennt gerst. Samið hefur verið við einkapraxísinn á ríflegri nótum en almannareksturinn og síðan hafa fjárfestar komið til sögunnar, litið á ríkisreknar lækningar sem arðvæn- legan fjárfestingarkost til þess að hagnast á. Og ríkið hefur dansað með. Eða hvers vegna skyldu eigendur Klíník- urinnar geta selt hluti sína fyrir tugi og hundruð milljóna nema fyrir þær sakir að þarna sé um að ræða verðandi rík- isrekna gullgerðarvél? Og tryggingin fyrir slíku? Bjarni Benediktsson og fé- lagar í Stjórnarráði Íslands! Getur niðurlægingin orðið meiri fyrir íslensk stjórnmál þegar hags- munagæsla fyrir einkabrask er rek- in eins opinskátt og við erum nú að verða vitni að? Varla. Afgangurinn hans Bjarna Í framangreindri tilvitnun vísar for- sætisráðherrann til þess að myndist „einhver afgangur í rekstrinum“, hví þá ekki greiða hann ofan í vasa fjár- festa sem arð? Það sé „gamaldags“ að vera á móti því, klykkir hann út með. Hvers konar rugl er þetta eigin- lega?! Það er einmitt þetta sem menn vilja forðast, að innleiða arðsemis- sjónarmið inn í viðkvæma velferðar- þjónustu. Þess vegna sneru Bretar til baka einkavæðingu á eftirliti með ör- yggi lestarkerfisins í Bretlandi og þess vegna fóru menn að rýna ofan í skúr- ingarföturnar í skólunum þar sem einkavæddir rekstraraðilar höfðu „skapað skilyrði“ fyrir rekstrarafgangi með ónýtum þvottalegi og nákvæm- lega þess vegna horfa menn til þess að einkavædd heilbrigðisþjónusta hefur ekki í hyggju að axla aðrar byrð- ar en þær sem borgar sig að bera. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá á rík- ið að taka við. Þannig koma einkaað- ilar til með að stýra forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu: Einkaaðilar fram- kvæma „viðgerðir“ og fari þær úr- skeiðis er slíkum sjúklingum skotið með hraði inn í almannareksturinn. Verður þá ekki spurt um forgang og biðraðir. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi Kemur nú að hlut Óttars Proppé heil- brigðisráðherra. Ætlar hann virkilega að láta fjármálabraskara og hand- langara þeirra á Alþingi nota sig til óþurftarverka á kostnað almennings, en nákvæmlega það gerir hann með aðgerðarleysi sínu? Slíkt væri fullkom- ið ábyrgðarleysi. Við bíðum þess nú að heilbrigð- isráðherra lýsi því afdráttarlaust yfir að engin einkavæðing á forsendum arðsemissjónarmiða verði heimil- uð, Klíníkinni sagt að hún fái ekki krónu úr vasa skattgreiðenda á þeim forsendum sem hún krefst. Ef lagabreytinga þykir vera þörf til þess að verja kerfið ásókn, þá verði ráðist í þær þegar í stað og ef varð- stöðumenn fjármagnsins, samstarfs- menn Óttars á þingi, skirrast við, þá verði stjórnarsamstarfinu slitið þegar í stað. Almannahagur er í húfi. n Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigðisráðherra Kjallari „Hér hefur hins vegar tvímæla- laust verið brotið blað í stjórnmálasögunni. Hefur endalaus áhrif að verða vitni að dauða fólks Birna Hrönn glímir við eftirköst hryðjuverksins í Stokkhólmi. – DV Kerfið ætlar að jarða mig Örn Úlriksson var nauðungarvistaður á Kleppi í tvö ár. – DV Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það setur reyndar strik í reikninginn hjá Sósíalista- flokknum að það er erfitt að undirbúa byltingu ef þjóðin nennir ekki að taka þátt í henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.