Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 32
32 sport Helgarblað 5.–8. maí 2017 PePsi-deildin byrjar með látum P epsi-deild karla fór af stað um síðustu helgi en deildin gæti orðið afar spennandi í ár ef mið er tekið af fyrstu umferðinni. Erfitt er þó að fella stóra dóma eftir aðeins eina umferð; KA snéri aftur í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 2004 og lék sér að liði Breiðabliks. FH og Valur byrj- uðu bæði á góðum sigri en KR-ingar töpuðu á heimavelli gegn Víkingi. KA-menn sterkir Eins og fyrr segir vann KA öruggan 3-1 sigur á Breiðabliki í 1. umferð en liðið kemur til leiks með marga frábæra leikmenn og gæti strítt bestu liðum deildarinnar í sum- ar. Á mánudag heimsækir liðið Ís- landsmeistara FH í Kaplakrika og eftir þann leik verður auðveldara að dæma um styrkleika liðsins. „Það hefur nú yfirleitt ver- ið þannig að það er mjög erfitt að spila á móti nýliðum í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. KA er með mjög öfluga leikmenn sem hafa mikla reynslu og ég held að þeir geti kom- ið á óvart í sumar. Auðvitað var það frekar óvænt að sigur þeirra á sterku liði Blika væri svona sannfærandi en KA geta orðið mjög öflugir í sum- ar. Þeir eru með Guðmann Þóris- son, sem er auðvitað algjör kóngur þarna í hjarta varnarinnar. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hugarfar hans innan vallar einnig frábært. Þú getur sagt það sama um Almar Ormarsson og Steinþór Frey Þorsteinsson sem eru mjög öfl- ugir leikmenn, svo var gaman að sjá hversu sterkur Hallgrímur Mar Steingrímsson var í þessu liði. All- ir þessir fjórir leikmenn myndu styrkja hvert einasta lið í Pepsi- deildinni, ég er sannfærður um það. Þetta var mjög góður útisigur og svo er eitthvað sem segir mér að á Ak- ureyri muni liðið vera öflugt. Liðið hefur ekki verið í efstu deild í mörg ár og því ætti að myndast mjög góð stemning. Ef KA getur gert heima- völlinn sinn sterkan gæti liðið strítt efstu liðum í allt sumar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KA tekst að eiga við þriggja manna vörnina sem FH er að spila með, sóknarmenn KA eru snöggir og gætu refsað FH þar,“ sagði Pétur Pétursson, fyrrver- andi landsliðsmaður í knattspyrnu, um málið. Ekki rétt að dæma Breiðablik strax Breiðablik stefnir á að verða Ís- landsmeistari í sumar en mið- að við frammistöðu liðsins í fyrsta leik verður það ógjörningur. Pétur telur þó ekki tímabært að dæma Blika en margir hafa farið í sleggju- dóma um liðið eftir 1. umferðina. „Það kom kannski á óvart hversu illa Blikar spiluðu í þessum leik en að sama skapi getur maður sagt að það er alltaf rosalega erfitt að mæta nýliðum í 1. umferðinni, við sjáum þetta nánast á hverju ári og þetta ætti því ekki að koma á óvart lengur. Við skulum samt ekki vera að afskrifa Blika í einu né neinu eftir bara einn leik, þarna er mikið magn af flottum knattspyrnumönnum og Arnar Grétarsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Menn skulu alveg róa sig í því að fara í einhverja sleggjudóma um liðið. Mér finnst þannig um- ræða ekki tímabær.“ Það besta sem sést hefur á Íslandi lengi Íslandsmeistarar FH byrj- uðu tímabilið með trukk og dýfu þegar liðið heimsótti Skagamenn í 1. umferð. FH mætir til leiks með nýtt leikk- erfi í sumar sem býður upp á mik- inn sóknarleik. „Mér fannst kafli úr þessum fyrri hálfleik hjá FH með því besta sem sést hefur á Íslandi í mjög langan tíma, boltinn gekk rosa- lega vel á milli manna og Skaginn var hálf meðvitundarlaus. Mað- ur hugsaði nú með sér að þetta gæti alveg eins end- aði með 7-0 sigri FH. Allt í einu var staðan hins vegar 2-1 fyr- ir Skagamenn og þá hugsaði mað- ur á móti að FH mun líka fá fullt af mörkum á sig í sum- ar. FH klárar hins vegar leikinn og þeir spiluðu mjög vel, það vantaði varnar- menn í lið FH og þeir verða betri. Þetta 3-4-3 kerfi sem þeir nota í dag er mjög skemmtilegt og gef- ur marga möguleika. FH- ingar eiga mikið hrós skilið fyrir að þora að spila þetta kerfi með bara einn mið- vörð heilan heilsu,“ sagði Pétur en Steven Lennon sóknarmaður liðsins stal senunni í 1. umferð og skoraði þrennu. „Mér hefur aldrei fundist Lennon vera þessi týpíski framherji sem spil- ar alveg fremst á vellin- um, hann gerði það síðustu sumur en núna fer hann í meira frjálst hlutverk í þessu kerfi og getur verið að þvælast úti um allt. Það hentar honum vel og hentar FH líka mjög vel að hafa hann svoleiðis.“ Hvað gera Reykjavíkurliðin? Valur byrjaði á sigri í 1. um- ferð þegar liðið vann Víking Ólafsvík og liðið er til alls líklegt. „Mér fannst Valsliðið spila þenn- an leik frábærlega, þeir þurftu að hafa þolinmæði í þessum leik og sýndu þar með ágætis þroska í leik sínum. Ég er ekki á því að þeir þurfi einhvern framherja til að berjast þarna við toppinn í allt sumar, ég held að Valur muni berj- ast á fullu um titilinn með FH og KR. Ég er sannfærður um að þeir verði þarna, liðið hefur unnið bikarinn síðustu tvö ár og haldið kjarnanum í liðinu sínu. Valur er alltaf að spila betur og betur og ég sé ekki annað en að þeir verði í bar- áttunni fram eftir öllu. Á sama tíma og Valur vann góð- an sigur tapaði KR frekar óvænt fyr- ir Víkingi Reykjavík á heimavelli sínum. „Það er ekki neitt nýtt að KR tapi fyrsta leik á heimavelli, það hef- ur oft gerst. Víkingar eru með mjög fínt lið og eru mjög sterkir í taktík. Það er ekki neitt vandamál hjá KR þótt fyrsti leikur tapist. Þetta var leikur sem bæði lið gátu unnið. Það var vont fyrir KR að missa Kennie Chopart út af meiddan og þá var auðveldara fyrir Víkinga að loka bara á Óskar Örn Hauksson. Chop- art tekur athyglina aðeins frá Óskari og gefur honum svæði. Ég sé ekki annað en að KR verði í toppbar- áttu.“ n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Næsta umferð í Pepsi-deild karla Sunnudagur 7. maí 17.00 Stjarnan - ÍBV (Samsung-völlurinn) 19.15 Víkingur Ólafsvík - KR (Ólafsvíkurv.) Mánudagur 8. maí 18.00 FH - KA (Kaplakrikavöllur) 19.15 Víkingur R - Grindavík (Víkingsvöllur) 19.15 ÍA - Valur (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Fjölnir - Breiðablik (Exta-völlurinn) n nýliðar Ka komu á óvart n Íslandsmeistarar FH sýndu góða takta n Pétur Pétursson rýnir í spilin Fór á kostum Steve Lennon er í fantagóðu formi um þessar mundir. Hann skoraði þrjú mörk gegn ÍA í fyrstu umferðinni um liðna helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.