Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Síða 70
Helgarblað 5.–8. maí 2017KYNNINGARBLAÐ6 Betra golf Golfklúbburinn Leynir á Akranesi á sér langa og merka sögu en klúbburinn var stofnaður árið 1965 og hélt upp á fimmtugsafmæli sitt árið 2015 með glæsilegu Íslandsmóti. Árið 2013 hófst nýtt og farsælt tímabil í starfi klúbbsins er hann tók að nýju yfir rekstur og umsjón golfvallarins Garðavallar á Akranesi eftir fimm ára samstarf við Golfklúbb Reykja- víkur árin 2008–2012. Guðmundur Sigvaldason hefur verið fram- kvæmdastjóri klúbbsins síðan 2013: „Þessi síðustu fjögur ár hafa verið farsæl og eitt af því sem mikil áhersla hefur verið lögð á er endurnýjun tækjakosts. Góður golfvöllur þarf góðan tækjakost og höfum við endurnýjað sláttuvélar og annan búnað sem þarf til að halda vellinum við. Í þetta hefur verið lögð mikil vinna og mikið fé en ómissandi þáttur í viðhaldi vallarins er hins vegar framlag félagsmanna sem hafa lagt fram mikla sjálfboðavinnu með einum eða öðrum hætti. Hér hefur verið lögð mikil áhersla á að efla félagsandann og án hans og sjálfboðavinnunnar værum við ekki á þeim stað sem við erum í dag,“ segir Guðmundur. Margir afreksmenn í golfi hafa vaxið upp á Akranesi og óhikað má segja að bærinn sé ekki síður golfbær en knattspyrnubær eins og hann er rómaður fyrir. Leynir hefur nú ráðið atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson til starfa en hann er uppalinn Skagamaður þó að hann keppi fyrir annan klúbb í dag, GKG. „Birgir Leifur verður íþróttastjóri hjá okkur og yfirþjálfari en hann fær með sér í lið öfluga heimamenn til golfkennslu og nýtir sér þekkingu þeirra og reynslu,“ segir Guðmundur. Meðal margra þekktra kylfinga sem Leynir hefur alið af sér er Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur sem er ein af fremstu íslenskum kvenkylfingum í dag, og Birgir Leifur atvinnukylfingur. Þeir eru fjölmargir kylfingarnir sem hafa vaxið upp inn- an Leynis og er við hæfi að Garða- völlur er núna einn af betri keppnis- völlum landsins og fer klárlega í hóp þeirra fyrirbæra sem flokkast undir stolt Akraness. Félagar í Golfklúbbnum Leyni eru nú 450 en að sögn Guðmundar eru allir velkomnir í klúbbinn. „Við erum alltaf að byggja upp innviði klúbbsins og áætlum að stækka félagsaðstöðuna með stuðningi Akraneskaup- staðar. Það lítur út fyrir að framkvæmdir hefjist þegar á haustmánuðum 2017 – en þetta mun gjörbreyta allri þjónustu við kylfinga til framtíðar,“ segir Guðmundur og horfir afar björtum augum til framtíðar fyrir hönd golfíþróttarinnar á Akranesi. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni leynir.is. Einnig eru góð- fúslega veittar upplýsingar í síma 431 2711. Sláðu í gegn á Skaganum GoLFKLúBBuRiNN LEyNiR HEFuR ALið AF SéR MARGAN AFREKSMANNiNN Golfklúbburinn oddur er einn glæsilegasti golfklúbb-ur landsins, staðsettur í urriðavatnsdölum í Garðabæ. Aðstaðan á urriðavelli er eins og best verður á kosið og tekið er sér- staklega vel á móti nýjum félögum. Á golfsvæði urriðavallar er 18 holu keppnisvöllur og 9 holu par 3 völlur sem heitir Ljúflingur. Fyrir þá sem vilja prófa golf í sumar þá gæti Ljúflingsaðild Go verið frábær kostur enda um að ræða 9 holu par 3 völl sem hefur notið mikilla vinsælda. Völlurinn er kjörinn til að prófa sig áfram í íþróttinni áður en stóra skrefið er tekið á urriðavelli. Ljúflingsaðild kostar 39.000 kr. fyrir fullorðna og 19.000 fyrir börn, en hún veitir kylfingum rétt til að leika Ljúfling ótakmarkað, veitir félagsaðild að golfklúbbnum oddi og spilarétt á vinavöllum Go í allt sumar. Vissulega frábær kostur. Áhugasömum er bent á vefsíðu Golfklúbbsins odds, www. oddur. is, en þar er að finna allar helstu upplýsingar um klúbbinn og þá glæsilegu æfingaaðstöðu sem hann býður upp á. Frábær golfleikjanámskeið hjá golfklúbbnum Oddi Golfklúbburinn oddur og Golf- akademían oddur standa fyrir metnaðarfullum golfleikjanám- skeiðum fyrir börn á urriðavelli í sumar. um er að ræða fimm daga námskeið fyrir krakka á aldrinum 6–12 ára. Námskeiðstími er kl. 9–12 á öllum námskeiðum. Á hverju námskeiði er börnun- um kennd grunnatriði golfíþrótt- arinnar. Kennslan er uppsett með æfingum og leikjum með það að markmiði að skapa ánægjulega upplifun fyrir börnin. Golfkennsla er í höndum PGA kennaranna Phill Hunters og Rögnvaldar Magn- ússonar ásamt því að með þeim verða aðstoðarmenn. Öll börn sem skráð eru á námskeið hjá oddi fá Ljúflingsað- ild 2017 og geta haldið áfram að spila allt sumarið. • Námskeið 1. 12–16. júní 2017 • Námskeið 2. 19–23. júní 2017 • Námskeið 3. 26–30. júní 2017 • Námskeið 4. 10–14. júlí 2017 • Námskeið 5. 17–21. júlí 2017 • Námskeið 6. 24–28. júlí 2017 Skráningarform er á heimasíðu www.oddur.is og einnig er hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@ oddur.is eða hringja í síma 565- 9092 Almennt verð á námskeið er 12.500 kr. en veittur er 20% systkinaafsláttur af upprunalegu verði. Verð fyrir börn/barnabörn félagsmanna Go er 10.000 kr. Sjá heimasíðuna Oddur.is. Gæti Ljúflingur verið rétti kosturinn fyrir þig í sumar? GoLFKLúBBuRiNN odduR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.