Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Page 61
ÚKRAÍNA Lag: Time Flytjandi: O.Thorvald Úkraína hefur tekið þátt þrettán sinnum og unnið tvisvar. Það er fimm manna hljóm- sveitin O. Thorvald sem flytur framlag Úkraínu í ár, en sveitin hefur starfað síðan 2005 og gaf út sína fyrstu plötu af sjö árið 2008. AseRbAÍdsjAN Lag: Skeletons Flytjandi: Dihaj Aserbaídsjan hefur keppt níu sinnum í Eurovision með góðum árangri, sex sinnum verið í topp tíu og vann 2011. En það sama ár reyndi Dihaj að keppa fyrir hönd heimalands- ins, það voru hins vegar Ell & Nikki sem kepptu þá og unnu. Dihaj var bakrödd í fyrra, en í ár á hún sviðið fyrir Aserbaídsjan. ALbANÍA Lag: World Flytjandi: Lindita Albanir hafa tekið þátt þrettán sinnum og hæst komist í fimmta sæti. Lindita keppti í American Idol 2016 og mátti þar lúta í lægra haldi fyrir La'Porsha Renae um síðasta sæti kvenna í Top 24, La'Porsha endaði hins vegar í úrslitum og að lokum í öðru sæti. Lagið var flutt á albönsku í heimalandinu og hét þá Botë. ÞÝsKALANd Lag: Perfect Life Flytjandi: Levina Ekkert annað land hefur tekið þátt jafn oft í Eurovision og Þýskaland sem hefur aðeins einu sinni setið hjá, 1996. Þrátt fyrir það hefur Þýskaland aðeins unnið tvisvar, 1982 og 2010. Levina skiptir tíma sínum milli Berlínar og London þar sem hún leggur stund á tónlist- arstjórn við tónlistarháskólann í London. ARMeNÍA Lag: Fly With Me Flytjandi: Artsvik Armenía hefur tekið þátt tíu sinnum og hæst komist í fjórða sæti. Artsvik keppti í Golos 2013, rússnesku útgáfunni af The Voice. NOReGUR Lag: Grab The Moment Flytjandi: JOWST & Aleksander Walmann Noregur hefur tekið þátt 55 sinnum og þrisvar unnið. Joakim eða JOWST gaf sitt fyrsta lag út 2016, en hann er lærður tónlistarfram- leiðandi. Aleksander tók þátt í norska The Voice 2012 þar sem hann lenti í öðru sæti. Hann hefur meðal annars unnið fyrir Universal Music. RÚMeNÍA Lag: Yodel It! Flytjandi: Ilinca feat. Alex Florea Rúmenía hefur tekið þátt 17 sinnum og hæst lent í þriðja sæti. Hin 18 ára gamla Maria Ilinca er söngkona og jóðlari og landsþekkt í Rúmeníu fyrir jóðlið. Alex lærði fjöl- miðlafræði, en gaf hana upp á bátinn og tók þátt í Vocea Romaneim þar sem hann komst í úrslit. sAN MARÍNÓ Lag: Spirit of the Night Flytjandi: Valentina Monetta & Jimmie Wilson San Marínó hefur tekið þátt sjö sinnum og aðeins einu sinni komist upp úr undankeppninni og endaði þá í 24. sæti. Valentina tekur í fjórða sinn þátt í keppninni fyrir San Marínó. Hún, ásamt tveimur öðrum keppendum, á því þátttökumet kvenna í Eurovision. Bandaríski söngvarinn og leikarinn Jimmie lagði stund á leiklist í Hollywood. Eftir að hann flutti til Evrópu lék hann meðal annars hlutverk Barack Obama í söngleiknum Hope – Das Obama Musical! í Þýskalandi. MAKedÓNÍA Lag: Dance Alone Flytjandi: Jana Burceska Makedónía hefur tekið þátt 16 sinnum og í helming þeirra skipta komist upp úr undankeppni og hæst lent í tólfta sæti. Jana lenti í fimmta sæti 2010 í FYR Macedonial Idol og sama ár var hún sendiherra UNICEF og barðist gegn ofbeldi í skólum. Hún tók þátt í undankeppnum í heima- landinu 2012, 2013 og 2015 og var núna loksins valin sem fulltrúi Makedóníu. sPÁNN Lag: Do It For Your Lover Flytjandi: Manel Navarro Spánn hefur tekið þátt 56 sinnum og unnið tvisvar. Manel kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann vann Catalunya Teen Star 2014 og sama ár gaf hann út sína fyrstu plötu. Árið 2016 gaf hann út lagið Candle undir merkjum Sony og komst lagið í annað sæti vinsældalista á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.