Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 38
38 menning Helgarblað 5.–8. maí 2017 G jörningalistamaður var handtekinn í New York á sunnudag eftir að litl- um glerkassa sem hann lá nakinn inni í var kom- ið fyrir á rauða dreglin- um í stjörnum prýddu galakvöldverðar- boði Metropolitan- listasafnsins. Slökkviliðsmenn þurftu að klippa gjörningalistamann- inn, hinn 41 árs Fyodor Pavlov-Andreevich frá Rússlandi, úr kassanum og var hann í kjölfarið færður í fanga- klefa þar sem hann var látinn dúsa í 22 klukkustundir. Í kjölfarið hef- ur hann verið kærður fyrir óspektir, ósiðsamlegt athæfi á almannafæri og fyrir að fara inn á lokað svæði í leyfisleysi. Á Facebook-síðu Pavlov- Andreevich skrifar tals- maður listamannsins að hann hafi viljað sjá hvernig stofnunin myndi bregðast við óvirkum og saklaus- um kassa með lista- manni inni í. „Jafnvel þótt öryggisvörðunum og lögreglumönnun- um sem áttu í samskipt- um við hann hafi fundist þetta fyndið, var hann engu að síð- ur meðhöndlaður eins og raun- verulegur glæpamaður vegna þess hversu fínn viðburðurinn var og vegna öryggisástandsins í landinu almennt.“ Pavlov-Andreevich hefur nokkrum sinnum áður komið sér fyrir nakinn í kassa og kom- ið sér fyrir í fínum listheimsboð- um í London, Sao Paulo, Moskvu og Feneyjum, en gjörningarnir eru hluti af seríu sem hann kallar Foundling – eða óskilabarn. Íslendingum er flestum í fersku minni þegar listneminn Almar Atla- son kom sér fyrir á Adamsklæðunum í gegnsæjum kassa í Listaháskóla Ís- lands og dvaldist þar í heila viku. n kristjan@dv.is Handtekinn fyrir að vera nakinn í kassa Nakinn rússneskur gjörningalistamaður kom sér fyrir á Adamsklæðunum á rauða dreglinum Í kassanum Ekki er útilokað að betur hafi farið um hann í fangaklefa þar sem hann var látinn dúsa. Metsölulisti Eymundsson 27. apríl – 3. maí 2017 Allar bækur 1 Í skugga valdsinsViveca Sten 2 Komdu útBrynhildur Björnsdóttir/ Kristín Eva Þórhallsdóttir 3 Iceland flying highÝmsir höfundar 4 Löggan Jo Nesbø 5 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 6 Iceland In a BagÝmsir höfundar 7 Independent PeopleHalldór Laxness 8 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 9 Leyndarmál eigin-mannsins Liane Moriarty 10 Ævinlega fyrirgefiðAnne B. Ragde Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 2 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 3 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 4 Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson 5 Volcano SudokuÝmsir höfundar 6 FjallvegahlaupStefán Gíslason Leikhúsmógúllinn framleiðir verðlauna- söngleik á Broadway n Groundhog Day - The musical er tilnefndur til sjö Tony- Í slenska leikhúsframleiðslufyrir- tækið Theater Mogul er einn fram- leiðenda Broadway-söngleiks- ins Groundhog Day – the musical sem er tilnefndur í sjö flokkum á Tony-verðlaununum, stærstu leik- húsverðlaunum Bandaríkjanna, en tilkynnt var um tilnefningarnar á þriðjudag. Söngleikurinn er fyrsta Broad- way-sýningin sem fyrirtækið tekur þátt í en það var upphaflega stofnað til að halda utan um og setja upp ein- leikinn Hellisbúann víða um heim árið 2000. „Þetta eru óskarsverðlaun leikhússins, æðstu verðlaun sem þú getur tekið heim með þér í leikhús- bransanum. Það breytir gríðarlega miklu að taka þátt í verkefni sem fær þessi verðlaun, og það er rosalega flott fyrir okkur að koma svona inn með hvelli með fyrstu Broadway-sýn- inguna okkar,“ segir Óskar Eiríksson, forstjóri Theater Mogul. Tveggja milljarða króna upp- setning Framleiðslufyrirtækið Leikhúsmó- gúllinn var stofnað árið 2000 með það að markmiði að setja upp sýn- inguna Hellisbúinn í Evrópu, en sýn- ingin hafði þá notið mikilla vinsælda á Íslandi. Sautján árum seinna er fyr- irtækið með skrifstofur í fjórum lönd- um og setur upp sýningar í tugum landa um allan heim, að mestu leyti einleiki og litla söngleiki sem ferðast á milli borga og landa. Að sögn Ósk- ars eru sýningar á vegum fyrirtæk- isins á bilinu 2.500 til 7.000 á hverju ári. Enn þann dag í dag er Hellisbú- inn gullegg fyrirtækisins og er verk- ið sýnt reglulega um allan heim – meðal annars hefur sýningin gengið stanslaust í heilan áratug í Las Vegas í Bandaríkjunum. En hvernig kom það til að Theatre Mogul tæki þátt í uppsetningu söngleiks á Broadway? „Við byrjuðum á því að framleiða sýninguna Silence! The Musical fyr- ir nokkrum árum. Þetta var grín- söngleikur byggður á kvikmyndinni Silence of the lambs. Sýningin var það sem er kallað Off-Brodway,“ segir Óskar, en hugtakið Off-Broadway er notað yfir atvinnuleiksýningar í New York sem eru sýndar í leikhúsum sem taka minna en 500 gesti í sæti. Um slíkar leiksýningar gilda aðrar launa- reglur en um hinar stóru Broadway- sýningar og eru þær kjörgengar á öðrum verðlaunahátíðum. „Sýningin gekk alveg ótrúlega vel. Ég man ekki til þess að hafa séð jafn góða krítík um eina leiksýningu. Það var ekki hægt að finna einn gagn- rýnanda sem sagði einn neikvæðan hlut um hana. Fólk var farið að spyrja mig hvort ég hefði nokkuð borgað fólki fyrir að skrifa. Svo vann sýn- ingin til Best Musical-verðlaunanna. Við ákváðum hins vegar að fara ekki með hana á Broadway eins og vaninn er þegar slíkar sýningar ganga vel og vinna til verðlauna. Við vorum bara ekki alveg tilbúin í þann slag þá,“ seg- ir Óskar. „En þarna fór fólk að taka eft- ir okkur, við urðum að svolitlu nafni og byrjuðum að kynnast alls kon- ar fólki sem vinnur á Broadway. Svo var það bandarískt fyrirtæki sem ég hef verið að vinna með að uppsetn- ingu annarra sýninga sem bauð mér að taka þátt í Groundhog Day. Það er hópur af fimmtán framleiðend- um sem stendur að sýningunni enda kostar uppsetningin um 2 milljarða íslenskra króna. Við settum pening í breska útgáfu sýningarinnar sem var eins konar tilraunauppsetning – svipað eins og þegar fólk sýnir Off- Broadway. Broadway er nefnilega svo svakalega dýrt. Kostnaður við sýningu í London er bara 20 prósent af því sem kostar að setja upp sýn- ingu þar.“ Hafið þið þá eitthvað að segja um sýninguna í þessum stóra hópi fram- leiðenda? „Já, við höfum rödd, en það eru fyrstu framleiðendurnir sem eru með úrslitavaldið, þeir þrír framleiðendur sem fóru af stað með verkefnið. Við fylgjumst með því sem er að gerast og gefum punkta, segjum hvað okkur finnst um sýninguna, hvað má bæta og laga og svo framvegis. Til dæm- is benti ég á ýmsa hluti þegar ég sá sýninguna í fyrsta skipti sem var svo strax farið að vinna eftir. En auðvitað myndi maður helst vilja fá að vera í bílstjórasætinu.“ Byggir upp leikhúsveldi Óskar Eiríksson stofnaði leikhúsframleiðslufyrirtækið Leik- húsmógúllinn árið 2000 og hefur síðan þá sett upp fjölda sýninga um allan heim. Mynd SigTryggur Ari Sígilt grín Grínmyndin Groundhog Day er ein þekktasta grínmynd tíunda áratugarins. Kristján guðjónsson kristjan@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.