Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Blaðsíða 55
gaman að „mótivera“ aðra. Það var hins vegar gríðarlegt áfall fyrir mig að þurfa að hætta að keppa.“ Metnaðurinn að hvetja aðra áfram Konni er með fjölda fólks í þjálfun og World Class Laugum er hans annað heimili, enda er hann þar frá sex á morgnana og langt fram á kvöld. „Það er mjög mikið að gera, eins mikið að gera og ég vil, sem er æðislegt. Seinni ár hef ég getað valið um kúnna og ég vil þjálfa fólk sem hefur metnað til að ná árangri,“ segir Konni, sem er að jafnaði með 15–20 manns á hverju móti hér heima og flestir þeirra ná verðlauna- sæti. „Þau sem eru að æfa hjá mér byrja mestmegnis frá grunni, en stundum hafa þau byrjað sjálf eða koma til mín frá öðrum, sum eru hjá mér í nokkra mánuði, önnur í mörg ár. Það liggur til dæmis mun meiri tími að baki því að byggja upp vöðvamassa fyrir vaxtarræktina. Að vera að þjálfa keppnisfólk, gefur mér tækifæri til að vera áfram kepp- andi, innan gæsalappa, í fitness og vaxtarrækt. Ég stend á hliðarlínunni kvíðnari og stressaðri en aðrir,“ segir Konni. Stressið er þó algjör óþarfi því einstaklingar sem Konni hefur þjálfað hafa raðað inn titlum á mótum hér heima, auk þess sem Evrópumeistara- og heimsmeistara- titill hafa komið í hús. Mesti fjöldinn er 13 titlar á einu móti hér heima af 17 mögulegum. Fleiri verkefni í gangi Þó að þjálfunin sé fullur vinnudagur og vel það, þá heldur Konni einnig úti heimasíðu ifitness.is. Hann hef- ur einnig þjálfað afreksfólk í öðrum íþróttum og komið leikurum í form fyrir hlutverk. „Ég þjálfaði Atla Rafn Sigurðarson og Tómas Lemarquis fyrir mynd sem kemur út í haust, þar leika þeir tvo stráka sem eru í óreglu en áttu líka að vera í formi,“ segir Konni, sem hefur gaman af þessu aukastarfi, eins og aðal- starfinu. „Ég hef gaman af að vera með fólk sem er að vinna að alvöru markmiði. Ég væri líklega hættur að þjálfa ef ég væri alltaf með þennan mann sem er að bæta á sig 5 kg og taka af sér 5 kg til skiptis. Það er æðislegt að vinna með íþróttafólki, en þetta er gríðarlega erfitt sport og það gera sér ekki allir grein fyrir því. Þú ert að æfa tvisvar á dag og þarft að vera 100% í mataræðinu.“ Næsta verkefni Evrópumeistaramót Konni er núna staddur erlendis í Santa Susana á Spáni, þar sem þrjár stúlkur sem æfa hjá honum eru að keppa á Evrópumeistaramótinu í vaxtarrækt, þær Bergrós, Inga Hrönn og Tanja Rún. „Á heims- vísu er þetta annað sterkasta mótið, 1500 keppendur, þar af fimm íslenskir,“ segir Konni. „Tanja Rún sem er 16 ára sem rétt nær inn í yngsta flokkinn, 16 – 23 ára, en hún byrjaði að æfa hjá Konna í júlí í fyrra. „Þá var hún búin að lyfta ein í tvo mánuði, en hún er núver- andi íslands- og bikarmeistari í unglingamódelfitness og í haust vann hún einnig fullorðinsflokkinn sem er ótrúlegur árangur. Inga Hrönn vann over all titil í fitness flokki kvenna (sem á mótinu úti heitir bodyfitness). Hún vann titil á Grand prix mótinu í Osló nýlega, sem er sterkasta mót á Norðurlönd- um. Þar vann hún sinn flokk og var over all meistari. Mest hafði hún náð þriðja sæti hér heima fyrir það mót, þannig að þetta voru miklar bætingar og rosa flottur árangur. Bergrós er Íslandsmeistari unglinga í fitness og vann líka undir 163 flokkinn,“ segir Konni stoltur af árangri fitnessdrottninganna sinna. Af hverju ætti fólk að lyfta? „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að stunda lyftingar, sérstak- lega kvenfólk, með því ertu að styrkja stoðkerfið, styrkja bein og vöðva og með auknum vöðvamassa aukum við fitubrennsluna í líkam- anum,“ segir Konni. „Við verðum öll heilbrigðari, með því að hreyfa okkur þá batnar mataræðið, þér líður betur, maður er sáttari með sjálfan sig í betra formi, kynlíf batnar og þetta smitar út frá sér til fjölskyldunnar, barnanna okkar. Aðrir borða hollara þegar þú borðar hollt, manni líður betur þegar maður borðar rétt, maður er ekki alltaf þreyttur, heilt yfir bara betra líf,“ segir Konni sem er sáttur við farveginn sem hann valdi sér þegar hann var 19 ára. VAR EINU SINNI BYRJANDI: Konni þegar hann var nýbyrjaður að lyfta 15 ára. VERÐLAUNA- SÆTI: Sif keppti á Arnold Classic USA 2012 og komst þar í 3. sæti. FYRSTA HEIM- SÓKNIN: Einkasonurinn Sveinn Míó með pabba í ræktinni í fyrsta sinn 2013. Í dag er Míó þriggja ára og byrjaður í fimleikum. DROTTNINGARNAR HANS KONNA: Bergrós, Inga Hrönn og Tanja Rún með manninum sem þjálfar þær. Mynd ©Mummi Lu EIGINKONAN SIF: Konni og Sif kynntust fyrst þegar hún kom að æfa hjá honum. Hún hefur keppt í fitness með góðum árangri, en í dag er hún dómari hjá IFA sambandinu og aðstoðar á pósunám- skeiðum. Mynd ©2011 Jonas Hallgrimsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.