Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 4

Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 4
Þar gefst unga fólkinu okkar tækifæri til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri til sveitarstjórnar og þannig hafa áhrif á samfélag okkar. Ég er viss um að í okkar sveitarfélagi eru ungmenni sem hafa skoðun á því hvert þau vilja sjá sveitarfélagið sitt stefna og hvað mætti betur fara. Í ráðinu verða fimm ungmenni á aldrinum 14-25 ára og verður nánara fyrirkomulag kynnt þegar nær dregur. Ég hvet því ungmenni til að kynna sér málið og eins til að gefa kost á sér, því þetta getur verið spennandi, gefandi og góð leið til að tengjast öðrum ungmennum á svæðinu. Að lokum vil ég nefna sveitarhátíðina Tvær úr Tungunum sem haldin var í Aratungu þann 15. ágúst. Ungmennafélag Biskupstungna tók þar virkan þátt ásamt öðrum félögum og einstaklingum í sveitinni og var hátíðin glæsileg. Með ósk um gott sumar og haust, Smári Þorsteinsson formaður Umf. Bisk. 4 Litli-Bergþór Formannspistill Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofna ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitarstjórnum til rágjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi og til að kynna lýðræðisleg vinnubrögð fyrir ungu fólki. Í haust stendur til að stofna Ungmennaráð Bláskógabyggðar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.