Litli Bergþór - 01.08.2015, Qupperneq 8

Litli Bergþór - 01.08.2015, Qupperneq 8
8 Litli-Bergþór með nokkurs konar forskóla. Börn þeirra urðu alls 9: Angela Baldvins (f. 07. 05. 1931, dóttir Sigurbjargar), Grímhildur (f. 10. 10. 1937), Baldur Bárður (f. 18. 06. 1939), Halldór (f. 16. 04. 1941), Steingrímur Lárus (f. 08. 10. 1942), Kormákur (f. 27. 03. 1944), Matthías (f. 08. 08. 1945), Þorvaldur (f. 01. 01. 1948) og Kristín (f. 16. 12. 1949) Gunnlaugur Skúlason tók við embætti héraðsdýra- læknis af Braga árið 1964. Hann og kona hans Renata Vilhjálmsdóttir (sjá Brekkugerði) fluttu þá í húsið og þar bjuggu þau til 1983, en þá höfðu þau byggt eigið hús í Brekkugerði. Eftir Gunnlaug hafa ekki búið dýralæknar í húsinu, en dýralæknastofa var í kjallaranum eitthvað áfram. Eftir að Gunnlaugur og Renata fluttu var húsið leigt út í nokkur ár. Fyrstu leigjendurnir á efri hæðinni voru Hjördís María Georgsdóttir (f. 29. 09. 1954), dóttir Georgs og Brynju í Tröðum og Gunnar Einarsson (f. 25. 09. 1954). Þau störfuðu að mestu við garðyrkju hjá foreldrum Hjördísar, en fluttu síðan á Selfoss 1986. Börn þeirra eru Jóhann Georg (f. 09. 09. 1975), Elín Helga (f. 12. 10. 1980), Þórdís Bára (f. 23. 04. 1984) og Einar Daði (12. 02. 1992). Ómar Sævarsson (sjá Heiðmörk) var síðan með efri hæðina á leigu til 1990, en þá var húsið selt. Kaupendurnir voru þau Helgi Sveinbjörnsson (f. 30. 01. 1949) og Hólmfríður Björg Ólafsdóttir (10. 04. 1954, d. 04. 09. 2002). Frá 2002 - 2014 bjó Helgi í húsinu ásamt börnum þeirra Bjargar, en þau eru: Egill Óli (f. 03. 04. 1996) og Rannveig Góa (f. 22. 06. 1998). Fyrir átti Helgi son sem heitir Ívar Örn (f. 15. 12. 1977), en hann býr í Kópavogi og Björg átti dóttur, sem heitir Gunnur Ösp Jónsdóttir (f. 03. 10. 1980) og býr í Reykjavík. Helgi og Björg stofnuðu garðyrkjustöð í Slakka 1985, en breyttu síðan starfseminni 1993 og þar er nú rekinn húsdýragarður og veitingasala (sjá Slakki). Sigurður Sigurðsson. Bryndís Ásgeirsdóttir. Launrétt. SIGURÐARSTAÐIR/ KROSSHÓLL 1942 Þessi sumarbústaður hefur ávallt verið kallaður Sigurðarstaðir af Laugarásbúum, en eigendurnir sjálfir hafa kallað hann Krosshól. Sigurður Sigurðsson (f. 02. 05. 1903, d. 05. 04. 1986), fv. berklayfirlæknir og landlæknir, tók það land sem hér um ræðir á leigu, en upphaflega ástæðan fyrir því mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk 3-4 hektara erfðafestulóð til 60 ára í gegnum vinskap

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.