Litli Bergþór - 01.08.2015, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.08.2015, Qupperneq 21
Litli-Bergþór 21 Hulda Sophia og Nökkvi Steinn hjálpast að í kökugerð. Gönguferð í góðu veðri. Saga Natalía, Egill Freyr, Torfi Guðjón, Katla og Hulda Sophia. Útskriftarhópurinn okkar með skemmtilegar grettur. Magnús Rúnar, Samúel Örn, Símon Mikael, Kristín María, Anna Karen og Casper Isak. Glæsilegt segla verkefni. Magnús Rúnar, Kristín María og Adda Sóley. Drullumallið er alltaf vinsælt. Listamenn framtíðarinnar Úlfar Skellir og Bergur Páll. að þessu sinni. Styrkumsóknin fjallaði um að ljúka innleiðingarferli Reggio Emilia stefnunnar. Verkefnið mun þó verða sett á fót með öðru sniði og síðasta skrefið í innleiðingarferlinu verður tekið með stæl. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir tækifærum til styrkumsókna og að sækja um styrki og þar með vekja athygli á því góða starfi sem unnið er í Álfaborg. Í fyrsta skipti tókum við einnig þátt í könnun Skólapúlsins sem kom vel út og er stór þáttur í því hvernig hægt er að bæta starfið enn frekar og kennarar fá þar með góða svörun á störf sín. Helsta markmið skólasamfélagsins alls ætti alltaf að snúa að því hvernig við getum gert gott betra og stefna síðan ótrauð rétta leið áfram. Takk fyrir afkastamikinn og góðan vetur, börn, kennarar, foreldrar og samfélag leikskólans. Það eru spennandi tímar framundan í Álfaborg. Grunnurinn er góður og í samfélagi leikskólans býr mikill styrkur.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.