Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 23

Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 23
Litli-Bergþór 23 Verið velkomin upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 Stórviðri gekk yfir Suðurland miðvikudaginn 14. mars. Víða varð tjón og tré brotnuðu en ekki er vitað til þess að fólk hafi beðið tjón af. Hinsvegar flæddi inn í fjárhús á Vatnsleysu og drukknuðu átta kindur. Tókst með harðfylgi að bjarga um 180 fjár frá drukknun. Bandaríski háskólakórinn Denison Chamber Singers söng í Skálholti 18. mars. Með honum söng ungmennakórinn Vox Populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Umhverfisþing var haldið í Aratungu 20. mars að undirlagi sveitarstjórnar og umhverfisnefndar. Umfjöllunarefnið var sorpmál og var þingið vel sótt. Hátt í 150 hugmyndir um umbætur voru skráðar niður og fer síðar fram rafræn kosning um brýnustu úrlausnarmálin. Sólmyrkvi varð 20. mars, (deildarsólmyrkvi 97%) og voru ágætis skilyrði hér sunnan lands til að horfa á hann með viðeigandi hlífðargleraugum. Allir skólakrakkar fengu gefins sérstök sólmyrkva- gleraugu frá stjörnuskoðunarfélaginu og fullorðnir voru margir hverjir búnir rafsuðuhjálmum eða heima- tilbúnum sjónglerjum. Kynningarfundur vegna vinnu við aðalskipulag Bláskógabyggðar var haldinn í Aratungu þ. 24. mars, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki vorið 2016. Er það Steinsholt sf á Hellu, sem er skipulagsráðgjafi sveitarstjórnar. Í vor voru sýndir þættirnir „Að sunnan“ á sjónvarpsstöðinni N4. Í þeim eru innslög úr Bláskóga- byggð og hinum sveitarfélögunum í uppsveitunum. Þetta hafa verið skemmtileg innslög og gaman að sjá sveitungana sýna landsmönnum starfsemi sína. Á heimasíðu Orkustofnunar má sjá að verð á heitu vatni án orku- og virðisaukaskatts er 98,35 krónur á rúmmetrann í Biskupstungum, Laugardal og á Laugarvatni. Hjá hinum sveitarfélögunum í uppsveitunum er verðið 51 kr. á Brautarholti á Skeiðum, 77,37 krónur hjá Hitaveitu Flúða og nágrennis og 108,40 kr. í Grímsnes- og Grafningshreppi. Björt Ólafsdóttir. Það vakti athygli út fyrir landsteinana þegar Tungnakonan og alþingismaðurinn Björt Ólafsdóttir birti mynd af brjóstinu á sér á Twitter 26. mars til

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.