Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 135
sig, því hún er bæði það og hún sjálf
og dauðinn. Ef þið syndið áfram
komist þið á hafslóðir tungunnar.
Hættið ykkur . . . (76)
Sá sem les þessa sögu verður fljótt var
við að hann er kominn á hafslóðir tung-
unnar þar sem allt getur gerst og ekki er
allt sem sýnist. Hann er á valdi skáld-
skaparins og á það stöðugt á hættu að
verið sé að blekkja hann og leiða í villu.
Eitt bragðið er að tala um skáldskapinn
eins og hann sé eitthvað annað en þessi
saga. f>að er t. d. alltaf verið að bera
hafmeyjuna í sögunni saman við lýsingu
sem gefin er á henni í skáldskap. Þar að
auki segist hún sjálf ætla að gefa honum
annað en það sem er „aðeins til í
sögum“.
Töfrar sögunnar eru fyrst og fremst
fólgnir í stíl hennar. Höfundur heldur
lesanda föngnum af sögunni hvort sem
verið er að lýsa einmanalegu sundi
froskmannsins um hafið eða hversdags-
legu þrasi á heimili hans. Sagan er bæði
afar ljóðræn og mjög fyndin. Stundum
er ljóðrænn kafli skyndilega rofinn með
óvæntri og spaugilegri athugasemd. Þeg-
ar verið er að lýsa linnulausum söknuði
og þrá froskmannsins á mjög hrífandi
hátt er þessari athugasemd skotið inn í:
„Eg ætti bara að enda sem grenjuskjóða,
hugsaði hann með fyrirlitningu“ (19).
Orð og fyrirbæri fá margs konar merk-
ingu og skírskotun í textanum. Þetta er
saga sem kallar á túlkun, að lesandi gefi
táknum hennar merkingu. En oft vísa
táknin hvert í sína áttina og rugla lesand-
ann í ríminu. Þetta er sem sagt að ein-
hverju leyti táknræn saga, en ekki ein-
föld dæmisaga eða allegoría. Hún
gengur ekki alveg upp. Það finnst mér
ekki vera galli heldur miklu fremur kost-
ur. Að þessu leyti líkist sagan ummælum
froskmannsins sem vöktu þögula að-
Umsagnir um bakur
dáun eins og það sem „aðeins er hægt að
skilja til hálfs en heillar samt“ (11).
Það er freistandi að líta á froskmann-
inn sem skáldið eða listamanninn. Þó
held ég að hann sé frekar maðurinn yfir-
leitt og vangaveltur hans snúist um
mannlegt eðli. Hafið er hugur mannsins
og hafmeyjan hugsjón hans og hugar-
burður, draumur hans og endalok.
Margrét Eggertsdóttir
„KARÓLÍNSKA" HEIMSVELDIÐ
HRYNUR
I bók Einars Kárasonar, Þar sem Djöfla-
eyjan rís (1983), var sagt frá Tómasi
kaupmanni, Karólínu spákonu og af-
komendum hennar. „Aðalpersóna“ bók-
arinnar var þó kannski braggahverfið
sjálft, Thúlekampur.
Thúlekampi er í Djöflaeyjunni lýst
eins og ríki í ríkinu, samfélagi með eigin
lög og reglur, eigin menningu og goð-
sagnir. Viðhorf annarra Reykvíkinga til
braggabúanna einkennist af fyrirlitningu
og ótta; braggahverfið er hættusvæði þar
sem allt getur gerst og þess vegna er það
spennandi í augum þeirra sem búa þar
ekki. Borgarana grunar (réttilega) að í
Thúlekampi gangi geðveiki og heilbrigð
skynsemi hönd í hönd; að það þurfi
hámarks útsjónarsemi, klókindi og vilja
til að lifa af í Thúlekampi og halda lífinu
þar gangandi. Borgarana grunar líka að í
braggahverfinu, sérstaklega í ungu kyn-
slóðinni, búi orka sem geti brotist út í
hverju sem er. í Djöflaeyjunni hóf Baddi
rokkmenninguna, hina nýju andmenn-
ingu unglinganna, til vegs og virðingar.
123