Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 27 Islenzkar hlj ómplötur í Karnabæ Gunnar, Björgvin, Tómas o.fl. Út um græna grundu Emil I Kattholti EMIL í Kattholti Gamlir o 30 V1N8ÆL LÖG FSA 1980-60 Fyrr mð aldeilis fyrrvera Fjörefni A + KARNABÆR H Ijómdeild Austurstræti 22 Laugavegi 66, simi 28155 og Glæsibæ sími 81915 fagurt umhverfi og iðnar hendur hjónanna létu ekki á sér standa til fegrunar, hvorki utan húss né innan. Halla var hin trausta húsmóðir sem vissi svo sannarlega hvað til sins friðar heyrði, að annast með sönnu ágæti um börnin sin og heimilið í heild. Henni féll ekki verk úr hendi, sýndi það sig glöggt á heimilinu. Hún lagði sig eftir menntun húsmóðurinnar, þótt hún hefði ekki farið í hús- mæðraskóla, enda munu þau fræðin dýrmætust sem sótt eru af sjálfsdáðum og trúmennsku til þeirra sem hægt er að nema af. Þar dregur viljinn hálft hlass og árangurinn var hér góður. Spor þessarar dyggðugu konu voru mörkuð við það hlutskipti sém hún hafði valið sér og þau voru vel stigin. „Hvað er engill úr para- dís hjá góðri og göfugri móður?“ Lífsferill þeirra sem geta tileink- að sér þessi orð er ekki tilkomu- laus. Ég vissi að Halla hafði hug- NÆSTKOMANDl sunnudag, 18. desember, seinasta sunnudag fyr- ir jól, verður barnaguðsþjónusta í Dómkirkjunni, og hefst hún kl. 11.00. Það hefur verið venja um margra ára skeið að hafa barna- guðsþjónustu á þessum sunnu- degi i Dómkirkjunni, en að öðru leyti fer barnastarf Dómkirkjunn- ar fram i Vesturbæjarskólanum við Öldugötu. A sunnudaginn mun Sr. Hjalti Guðmundsson tala við börnin um jólin og Sr. Þórir Stephensen les jólasögu. Þá koma góðir gestir i heim- sókn, og er það unglingadeild Lúðrasveitarinnár Svans og mun sveitin leika jólalög. Stjórnandi er Sæbjörn Jónsson. Þessi hópur heimsótti Dómkirkjuna líka í fyrra og var það öllum til mikillar ánægju. Dómkirkjuprestarnir vilja hvetja foreldra til að koma með börnum sinum til kirkju á sunnu- daginn kemur og eiga þar með þeim góða stund í húsi Guðs. Hjalti Guðmundsson. Hallgríma Árna- dóttir — Kveðja Hallgríma Arnadóttir. Fædd. 27. júlí 1898. Dáin. 4. desember 1977. Hún vildi láta kalla sig Höllu og þess vegna geri ég það í þessari stuttu grein. Faðir hennar var Arni Þórðar- son, greindur maður og grandvar. Móðir Höllu hét Jóhanna Þórðar- dóttir og var af Bergsætt. Ýmsa þjóðkunna menn var hún í ætt við. Jóhönnu þekkti ég vel. Hún var sérstök gæðakona, sem ekki mátti vamm sitt vita. Halla var fæddur Arnesingur og ólst þar upp. Eins og flest fólk i byrjun tutt- ugustu aldar vandist hún vinnu og því að bjarga sér sjálf, þegar hún hafði aldur til, en til þess hafði hún bæði dug og dáð. Hún var ein af þvi trausta fólki sem undirbjó komu þeirrar kynslóðar sem nú á svo margra kosta völ. Á ungum aldri gerðist Halla starfsstúlka í bændaskólanum á Hvanneyri. Þar kynntist hún ung- um og ágætum manni úr Eyja- firði, Tryggva Jónssyni, sem hún giftist árið 1923. Þau stofnuðu heimili sitt á Akureyri og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Börn þeirra eru fjögur: Jón Viðar múr- ari, kona hans er Guðmunda S. Sigurðardóttir hjúkrunarkona; Jóhanna, húsmóðir, gift Pálma Pálmasyni rafvirkjameistara; Hrafnhildur skrifstofustúlka og Njörður verkfræðingur, kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur tannsmið. Allt þetta ágæta fólk reyndist Barnaguðs- þjónusta í Dóm- kirkjunni ann hjá velferð barna sinna alla tíð. Barnabörn sía bar hún líka á höndum sér meðan þrek leyfði og umhyggja hennar fyrir þeim var mikil. Mörgum árum eftir að Halla missti mann sinn varð hún fyrir þeirri raun að hús hennar brann og var það tjón tilfinnanlegt. Heilsa hennar var heldur ekki góð. „1 raun skal manninn reyna.“ Þessu tók Halla með mikilli still- ingu. Eftir þetta fluttist hún til Reykjavikur og bjó í félagi við dóttur sína. Einhugur var um að gera það heimili vel úr garði. Flest þau ár voru erfið vegna veikinda, en fjölskyldan gerði allt það besta sem hún gat fyrir hana. öllu andstreymi tók Halla með hugarró. Mér er það mjög í minni hversu gestrisin Halla var. Hún kunni svo sannarlega að taka á móti fólki af fullri háttvísi og innileika . og einnig með rausn, enda var hún höfðingi í lund. Ég kveð Höllu með mikilli þökk og hlýjum huga og öllum góðum óskum til ástvina hennar. Frænka. Verið velkomin í eina eða allar af þremu glæsilegum verslunum okk- ar, við Laugaveg, Austurstræti eSa í Glæsibæ. Höllu vel og það kunni hún að meta. Fleirum en börnum sínum vann hún gagn þegar þess þurfti. Ég, sem þessar línur skrifa er henni innilega þakklát fyrir hversu góð hún var tveimur börn- um mínum, sem voru í Mennta- skólanum á Akureyri. Fleiri múnu minnast hennar á sömu lund, jafn fús og hún var til hjálp- ar. Tryggvi, sem var hugþekkur maður og lipurmenni vann hjá KEA. Þessi hjón bjuggu ekki við mikil efni fyrstu samveruárin, en hagsýni og myndarskapur greiddi þeim götu. Síðar byggðu þau hús- ið Helgamagrastræti 7 upp á Brekku, sem kallað er. Þar er AuSvitao leggjum viS alla áherslu á aS eiga allar nýju og vinsælu íslensku plöturnar, jafnframt landsins mesta úrvali af nýjum og vinsœlum erlendum plötum. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Hvit jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.