Morgunblaðið - 23.10.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÖBER 1977
63
— Bækur
Framhald af bls. 34.
Mary Stewart. Aður hefur kom-
ið út á íslensku skáldsagan I
skjóli nætur eftir sama höfund.
Iðunn hefur á undanförnum
árum lagt áherlsu á útgáfu
barna- og unglingabóka. I ár
hefst útgáfa á teiknimyndasög-
um. Fyrsta bök í flokki er um
Sval og félaga og nefnist Hrak-
fallaferð til Feluborgar.
Höfundurinn, Franquin, hefur
þegar hlotið heimsfrægð fyrir
teiknimyndasögur sínar.
Hin fjögur fræknu og kapp-
aksturinn mikli og Hin fjögur
fræknu og vofan eftir Francois-
Georges eru fyrstu teikni-
myndasögurnar í flokki um
krakka sem láta sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. ^
Galdramaðurinn eftir Ursula
Le Guin kemur nú út í íslenskri
þýðingu Guðrúnar Bachmann
og Peter Cahill.
Stríðsvetur er unglingabók
eftir hollenskan höfund, Jan
Terlouw. Hún gerist í síðari
heimsstyrjöldinni þegar Hol-
land er hersetið af Þjóðverjum.
Úlfur Hjörvar íslenskaði bók-
ina sem hlaut verðlaun sem
besta barnabók í Hollandi 1973.
Græna blómið er bók í máli
og myndum eftir Róbert Guille-
mette, franskan myndlistar-
mann, sem hefur verið búsettur
hér á landi undanfarin ár. Bók-
in er við hæfi barna og fullorð-
inna. Magnús Rafnsson og Arn-
lín Óladóttir sneru bókinni á
íslensku.
Lærið að tefla er nýútkomin
kennslubók í skák fyrir börn.
Bókin er i stóru broti og prýdd
fjölda litmynda. Hún er prent-
uð og bundin á Kararíeyjum.
Tvær bækur um Barbapapa
eru nýlega komnar út. Þær
nefnast Barbapapabókin 1977
og Skólinn hans Barbapapa.
Bækurnar um Barbapapa eru
gefnar út í nálega tuttugu lönd-
um. Sjónvarpsmyndir hafa
verið gerðar um Barbapapa og
fjölskyldu hans.
Albin og furðuhjólið og
Albin og undraregnhlífin eru
nýjar bækur yfir yngstu les-
endurna eftir sænska höfund-
inn Ulf Löfgren.
Þá koma út fjórar nýjar bæk-
ur um Tuma og Emmu eftir
Gunilla Wolde.
Af bókum útgefnum fyrri
hluta árs má nefna: Uml, grein-
ar um dægurmál eftir Þorgeir
Þorgeirsson. Veðurfar á tslandi
eftir Markús A. Einarsson.
Heilbrigð skynsemi í skák eftir
Emanuel Lasker í þýðingu
Magnúsar G. Jónssonar. Þættir
úr rekstrarhagfræði eftir Gylfa
Þ. Gíslason. Drög að almennri
og fslenskri hljóðfræði eftir dr.
Magnús Pétursson. Móðurmál,
leiðarvisir handa kennurum og
kennaranemum, eftir Baldúr
Ragnarsson.
Endurprentanir áður útgef-
inna bóka eru m.a.: Jón Oddur
og Jón Bjarni eftir Guðrúnu
Helgadóttur, 1 afahúsi eftir
sama höfund, Vísanbókin í út-
gáfu Símons Jóh. Ágústssonar,
Bfllinn eftir Guðna Karlsson,
sjö bækur eftir Alistair Mac-
lean, Punktur, punktur,
komma, strik eftir Pétur Gunn-
arsson, Galdra-Loftur eftir
Jóhann Sigurjónsson í útgáfu
Njarðar P. Njarðvík, Hrafn-
kellssaga i útgáfu Óskars Hall-
dórssonar, Mál og málnotkun
eftir Baldur Ragnarsson,
Merkingarfræði eftir Arna
Böðvarsson og Sálarfræði eftir
Simon Jóh. Ágústsson.
A síðasta ári gaf Iðunn út
sína fyrstu hljómplötu með vís-
um úr Vísnabókinni. I ár gefur
Iðunn út tvær hljómplötur.
Önnur þeirra er með visum úr
Vísnabókinni og nefnist Ut um
græna grundu. Hin nefnist A
bleikum náttkjólum og hefur
að geyma ljóð og lög Megasar,
flutt með aðstoð Spilverks þjóð-
anna sem annast útsetningar.
— Aðallega
Framhald af bls. 37
að því hvernig hugmyndir hans
verði til:
— Það er eiginlega með
ýmsu móti, stundum teikna ég á
blað og stundum geri ég módel
af hugmyndinni í létt efni, t.d.
plast og stundum í tré. Þessi
vinnubrögð verða til að miklu
leyti hjá hverjum og einum
held ég, tæknina lærir maður í
skólanum, en síðan velur hver
úr sína aðferð. Eg vinn líka oft
fleiri en eina mynd út úr sömu
hygmyndinni. það er svona eins
og að yrkja mörg vers út frá
sama yrkisefninu, en ég hef
mjög gaman að fást við þannig
myndir.
Sem fyrr segir á Guðmundur
Benediktsson 10 verk á haust-
sýningu Félags íslenzkra mynd-
listarmanna á Kjarvalsstöðum
og lýkur þeirri sýningu á
sunnudagskvöld.
— Handbragð
Framhald af bls. 38
kynnti mönnum úrsmiðar, og
öll þau verkfæri og úr sem i
básnum voru. Sagði Hjörtur
það af sem áður hefði verið, nú
væru heil úr eða hlutir i þau
vart smíðuð, ef eitthvað færi
úrskeiðis i úrunum, heldur ný
úr og nýjar klukkur keyptar.
I kynningarriti Arbæjar-
safnsins segir svo um úrsmiði:
Þegar i fornöld voru menn
farnir að mæla timann eftir
gangi sólar. A miðöldum hófst
smiði hjólúrs, en' frá því hafa
þróast þær gerðir úra sem við
þekkjum. 1 fyrstu var eingöngu
um stórar klukkur að ræða, var
úrverkið knúið áfram með lóð-
um og erfitt að flytja. Urfjöðrin
var fundin upp við lok miðalda
og var þá unnt að flytja klukk-
urnar til án þess að úrverkið
stöðvaðist við það. Leiddi upp-
finning^úrfjarðarinnar til smiði
vasaúrs i byrjun 16 aldar.
Enda þótt úrsmiði sé alda-
gömul iðn, munu islendingar
ekki hafa lært hana fyrr en
eftir miðja siðustu öld. Ur og
klukkur bárust seint til lands-
ins og voru þau send til Dan-
merkur, ef viðgerðar var þörf.
Eyjólfur Þorkelsson var
fyrsti islendingurinn sem lauk
námi í úrsmíði. Starfaði hann i
Reykjavik og smiðaði bæði
klukkur og úr. Árið 1881 kom
Magnús Benjamínsson heim frá
námi í Danmörku og setti á
stofn vinnustofu og verslun og
starfaði fyrirtækið til ársloka
1976. Smiðaði Magnús bæði úr
og klukkur og þótti snillingur á
sínu sviði.
Á siðari tímum hefur verið æ
fátiðara að úrsmiðir smiði úr og
klukkur sjálfir heldur’ hafa
þeir nær eingöngu unnið við
viðgerðir. Fram á okkar daga
hefur þetta hins vegar breyst
með tilkomu rafhlöðuúra.
— Veröld
Framhald af bls. 43
hefur hún sett upp nokkrar bæki-
stöðvar á helztu spilavítaleiðun-
um og gistir þar á ferðum sínum.
Er þar alls staðar höfðinglegt
heim að líta. 1 Teheran á hún
höll, I París íbúð, sem kostaði 500
þús. sterlingspund (165 millj.kr.)
og hún keypti óséna, í London
gríðarstórt einbýlishús, annað
ekki síðra í Juan Les Pins, og loks
hefur hún hótelíbúð í New York á
leigu allan ársins hring. Er það
ærinn starfi að flengjast milli
þessara viðkomustaða. enda sér
prinsessan næsta lítið af fjöl-
skyldu sinni, eiginmanni og
þremur börnum.
Hún hefur þó gefið sér tíma til
þess á undanförnum árum að
vinna að framgangi kvennrétt-
indamála, svo og útbreiðslu lestr-
ar- og skriftarkunnáttu í Iran.
Þrír fjórði lilutar Irana eru ólæs-
ir og óskrifandi, svo að ekki mun
af liði prinsessunar veita.
Aftur á móti lætur hún sér ekki
jafn annt um mannréttindamál--
in. Um þau sagði hún aðspurð í
viðtali fyrir stuttu: „Ég las það
einhvers staðar, að fangar í tran
væru brenndir lifandi ... eða
hvað þið nú kallið það .. >„Kom
þá hirðmaður til hjálpar og sagði
„grillaðir, yðar hátign?“ Allir
föru að hlæja og prinsessan bætti
við: „Einmitt —grillaðir“. En þið
megið trúa þvi, að þetta er alger
fjarstæða. Hví skyldum við grilla
menn? Þess er engin þörf; við
höfum miklu mannúðlegri ráð til
þess að fá sannleikann upp úr
fólki. Lyfjagjafir til dæmis. Við
Iranir erum siðmenntuð þjóð
...“ — ROSSBENSON
Frœdslufundir
um kjarasamninga
V.R.
Nýir þættir kjarasamninga V.R.
Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn
26. október 1977, kl. 20.30 að Hagamel 4
Framsögumaður Magnús L. Sveinsson
t k
' Magnus L
Sveinsson
>1
ÖiBílEá
viö erum
yÖDLEGRl k'
Sem einn hlekkur í stœrstu bílaleigukeóju Evrópu
er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en
óóur
begar þú feróast til útlanda, þa er aóeins aó
hafasamband vióokkur, aóuren þú feró og
vió munum sjó urfi aó bíll fró InterRent bíói
eftir þer ó hvaóa flugvelli sem er, eóa annars
staóar, ef þu óskar þess
car rental
OKKAR BÍLL ER ÞINN BILL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER
þetta er þjónustutakmark okkar
Aó sjólfsögóu veitum vió allar uppiýsingar
þú þarft aóeins aó hringja eóa koma
BORGARTUNI 24 - SIMAR 24460 & 28810