Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.03.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 35 Lúðrasveit verkalýðsins með tónleika LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega tónleika sína í Háskólabíói laugardaginn 30. marz klukkan 14. Á efnisskrá eru marsar, veiðimannasöngvar, sjómannasöngvar og fleira í léttum dúr. Eftir hlé verður síðan danshljómsveit sem leikur þrjú lög, en að leik hennar loknum tekur lúðrahljómsveitin aftur við. Aðgangur er ókeypis að hljómleikunum. Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning á verkum Doru Jung Á KJARVALSSTÖÐUM verður í dag opnuð yfirlitssýning á verkum finnsku vefnaðarlistakonunnar Doru Jung í fréttatilkynningu frá Kjarv- alsstöðum segir, að þetta sé „minningarsýning um einn helsta frumkvöðul finnsks listiðnaðar", sem lést 1980, og er það finnska listiðnaðarsafnið í Helsingfors sem stendur fyrir sýningunni. Hún var fyrst sett upp á mörgum söfnum í Finnlandi, en er nú á kynningarferð um Norðurlönd. „Lífsverki hennar má skipta í þrjá hluta,“ segir í fréttatilkynn- ingunni: „Listvefnað, kirkjulist og samvinnu við textíliðnfyrirtækið Tampella. Dora Jung tók þátt í fjölda sýninga á ferli sínum víða um heim. Hún var sæmd gullverð- launum á heimssýningunni í París 1937, og Grand Prix-verðlaunun- um í Mílanó þrisvar sinnum í röð, 1951, 1954 og 1957. Hún hlaut sænska Prins Eugen-heiðurs- merkið 1961, og norrænu hönnun- ar- og listiðnaðarverðlaunin 1972. Verk eftir Doru Jung prýða kirkj- ur og opinberar stofnanir í Finn- landi og víða annars staðar." Kaffisala Kvenfé- lags Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 24. mars, verður hin árlega kaffisala Kvenfélags Hallgrímskirkju. Hefst hún kl. 15 og verður í Dom- us Medica við Egilsgötu. Þar verð- ur að vanda glæsilegt veislukaffi, og auk þess verður happdrætti og fjöldi góðra vinninga. Frá fyrstu tíð hefur kaffisalan verið einn helsti burðarásinn i fjáröflun þeirra kvenfélagskvenna, sem óþreytandi eru að hlynna að kirkj- unni sinni, fegra hana og prýða á allar lund, og hafa auk þess gefið umtalsverðar fjárhæðir til kirkju- byggingarinnar. Má nefna að fyrir síðastliðin áramót gáfu þær stór- upphæð til orgelkaupanna, og í Sýning frá N-Kóreu SÝNING á bókum, myndum og list- iðnaói frá Noröur-Kóreu veróur opnuö í Bókasafni Kópavogs laug- ardaginn 23. mars. í tilkynningu frá Bókasafni Kópavogs segir að sýningunni sé ætlað að bregða upp mynd af menningu og lifnaðarháttum i Norður-Kóreu. Sýningin verður opin á opnun- artíma safnsins kl. 11—21 á virk- um dögum og kl. 14—17 á laugar- dögum til 2. april. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! byrjun ársins keyptu þær og gáfu kirkjunni nýja og bráðfallega fermingarkyrtla, sem verða vígðir við fermingar nú í vor. Um leið og ég þakka fyrir hönd Hallgríms- kirkju þeirra góða starf, vil ég ein- dregið hvetja alla velunnara kven- félagsins og Hallgrímskirkju til að koma i Domus Medica á sunnudag og njóta þess sem þar verður fram borið, og styðja um leið hinar fórnfúsu konur í starfi þeirra, Hallgrímskirkju og söfnuði til blessunar. Karl Sigurbjörnsson Hárgreiðslusýning: Yor- og sumartízkan — beint frá Tony og Guy FINNSKI hárgreiöslumeistarinn Ilkka Salminen kynnir vor- og sumarlínuna í hárklippingum og lit- un meö vörum finnska fyrirtækisins CUTRIN á sunnudag og mánudag. Ilkka kemur til landsins beint af námskeiöi hjá Tony & Guy. Sýningin verður haldin i ráð- stefnu- og bíósal Loftleiða og hefst kl. 15 báða dagana. Sýningin er opin öllu hárgreiðslu- og hár- skerafólki á meðan húsrúm leyfir. Umboðsaðili CUTRIN á fslandi er Arctic Trading & Co., en það fyrirtæki var endurvakið í sept- ember sl. Eigendur í dag eru Þór- unn Lúðviksdóttir og Ásgeir Gunnlaugsson i Garðabæ. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Lisa Johansson-Pape innanhússarkitekt hefur annast uppsetninguna á sýn- ingunni á Kjarvalsstööum og hér stendur hún við verk meö mynd af listakon- Líf og land: Leiðrétting í myndatexta undir mynd frá blaðamannafundi Lifs og lands i blaðinu í gær urðu þau mistök að Hilmar Björnsson arkitekt var sagður vera Stefán Thors arkitekt. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Vantar vitni Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir vitnum að umferðarslysi, sem varð á mótum Nýbýlavegar og Stórahjalla mánudaginn 18. mars síðastliðinn kl. 9.30. Þarna var um að ræða Fiat-fólksbifreið og Ford Bronco, og eru vitni að atburðin- um beðin um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi hið fyrsta. RENAULT 9 NCÍTÍMABÍLL MEÐ FRAMTÍÐARS .. mm Renault 9 er sparneytinn, snarpur og pyður, auk þess er hann framhjóiadrifinn. utlit, vandaðurfragangur, öryggiogending hafa tryggt Renault 9 vinsældir viða ur bífl islenskra okurtnwma..Komdu og taktu í hann, þá veistu hvað við meint Þú getur reitnf^rÆenault. lönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.