Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1988
LOFTSKEYTAMENN    OG    FJARSKIPTIN
EKM URLA m
LOFTIGRIPIÐ
Fjarskipti eru hluti af okkar daglega lífi, varla líður
sá dagur að við fáum ekki boð eða upplýsingar með
fjarskiptum. Við heyrum í útvarpi, horfum á sjónvarp
eða tölum við kunningja í öðrum löndum í gegnum
gervihnött. Stórstíg þróun fjarskiptanna er tiltölulega
nýlegt fyrirbrigði á vegferð mannkynsins. Margir
eiga hlut að þessari fjarskiptabyltingu en hlutur
loftskeytamanna er ekki lítill.
Fyrsta febrúar 1918 hélt Landssíminn fyrsta
loftskeytanámskeiðið. Það er því vel við hæfi að Félag
íslenskra loftskeytamanna skuli nú um þessar mundir
gefa út loftskeytamannatal og fyrra bindi af riti um
sögu fjarskipta sem Ólafur K. Björnsson hefur tekið
saman. I endanlegri útgáf u er titill ritsins
Loftskeytamenn ogfjarskiptín.
Ekki seinna vænna
að hefjast handa.
Ólafur K. Björnsson, loftskeyta-
maður og yfirsímritari hjá
Reykjavíkurradíói, fylgir ritinu úr
hlaði með formála, þar sem fram
kemur að ritun verksins á sér nokk-
urn aðdraganda. Félag íslenskra
loftskeytamanna fól stjórn félags-
ins, á aðalfundi 1979, að hefja vinnu
að undirbúningi Loftskeytamanna-
tals.
Á næstu árum var unnid við að
afla upplýsinga um íslenska loft-
skeytamenn, lífs og liðna. Að mati
Ólafs var ekki seinna vænna að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur K. Björnsson hefur safnað upplýsingum um loftskeytamenn
og fjarskipti.
hefjast handa, því að í nokkrum
tilvikum voru engir ættingar
finnanlegir, „voru ýmist hallir úr
heimi eða fluttir úr landi". Að lokum
tókst að afla upplýsinga um sex
hundruð og sextíu loftskeytamenn.
Þar að auki er kunnugt um fjórtán
loftskeytamenn sem ekki lánaðist
að finna upplýsingar um eða þeir
sáu ekki ástæðu til að vera með í
talinu.
Þegar farið var að ræða um út-
gáfu Loftskeytamannatalsins kom
upp sú hugmynd, að rétt væri að
láta fylgja með ágrip af sögu fjar-
skiptanna og Félags íslenskra
loftskeytamanna. Þótti ljóst að nú
færi hver að verða síðastur að gera
gangskör að því að safna marg-
háttuðum fróðleik og halda honum
til haga. Var Ólafur K. Björnsson
valinn til að rita verkið og fékk
hann ekki undan því skorist. Á
síðastliðnu sumri var Torfi Jónsson
fyrrverandi lögreglumaður einnig
fenginn til starfa við Loftskeyta-
mannatalið.
Á eftir formála kemur listi yfir
alla stjórnarmenn í Félagi íslenskra
loftskeytamanna frá stofnun fé-
lagsins 1923 fram til 1987. Einnig
er heiðúrsfélaga getið.
Loftskeytamannatalið sjálft er
261 blaðsíða. Sem fyrr var sagt er
þar greint frá 660 einstaklingum.
Sagt er frá fæðingar- og dánar-
dægri og fasðingarstað. Rakinn er
menntunar- og starfsferill viðkom-
andi og getið er barna og maka og
greint frá fæðingar- og dánardægri
þeirra. Þarna eru einnig upplýsing-
ar um foreldra loftskeytamann-
anna, fæðingar- og dánardægur
þeirra og ennfremur uppruna.
Láta boðin berast
Þessu næst tekur við fyrri hlutinn
af riti ólafs K. Björnssonar, Fjar-
skiptin. Að heimildaskrá meðtalinni
er það 212 blaðsíður. Þar er saga
fjarskiptanna rakin frá tilraunum á
sautjándu öld með boðmerkjasend-
ingar, nokkurs konar „sjónritsíma"
og sagan síðan rakin allt fram til
ársloka 1924.
í þessu fyrsta bindi er víða kom-
ið við. Sagt er frá Samuel F.B.
Morse og kerfi hans. Þar er einnig
greint frá Alfred Vail, samstarfs-
Fyrstu loftskeytastöðvarnar
um borð í íslenskum skipum voru
svokallaðar neistastöðvar.
ÚrbókÓlafs K. Björnssonar
Fjarstáptin
UrkaflaXXIV
Þann 17. júní 1918 var loft-
skeytastöðin, Reykjavík Radíó,
opnuð til almenningsnota.
Með opnun loftskeytastöðvarinn-
ar rættist gamall og langþráður
draumur margra íslendinga. Þessi'
stórviðburður markaði tímamót í
sögu landsins, síðast en ekki síst í
sögu íslenskra siglingamála.
Með tilkomu stöðvarinnar var
rofín sú öræfaþögn, sem ríkt hafði
frá upphafi vega yfir hafinu um-
hverfis landið okkar, — baráttu-
svæði íslenskrar sjómannastéttar.
Því munu sjómennirnir öðrum
fremur minnast þessa viðburðar
með þakklátum hug. Stöðin hefur
allt frá fyrsta degi reynst þeim
ómetanlegur öryggishlekkur og
bjargvættur í baráttu við óblíð nátt-
úruöfl, á hafsvæðinu kringum
landið.
Þó svo að loftskeytastöðin í
Reykjavík hafi í'upphafi verið hugs-
uð sem varaskeifa fyrir sæsímann,
átti skipaþjónustan eftir að verða
hennar aðalhlutverk. Auðvitað ann-
aðist stöðin skeytasendingar í
sæsímaslitum þegar þess þurfti og
leysti það vel af hendi.
Fyrst í stað var stöðin aðeins
opin hluta úr sólarhringnum, enda
var Friðbjörn þá eini starfsmaður
hennar.
Þegar kom að því að opna stöð-
ina hafði íslandi ekki verið úthlutað
kallmerki. Danir höfðu 0, var það
fengið að láni hjá þeim, og hét þá
Reykjavíkurstöðin OXR á loft-
skeytamáli. Næsta ár fékk ísland
úthlutað TF og hefur stöðin síðan
heitið TFA.
ÚrkaflaXXV
Eins og að framan greinir, þá
höfðu 4 loftskeytamenn lokið prófi,
þegar hér er komið sögu. Þeir Vil-
hjálmur Finsen 1907, og skipstjór-
arnir tveir, Sigurður Pétursson á
Gullfóssi 1914 og Júlíus Júlínusson
á Goðafossi 1915, síðan Friðbjörn
Aðalsteinsson loftskeytastöðvar-
stjóri 1916.
Árið 1917 lauk Garðar Guð-
mundsson prófi frá loftskeytaskól-
anum í Kaupmannahöfn og fór þá
loftskeytamaður á Gullfoss. Hann
varð fyrsti formaður Félags
íslenskra loftskeytamanna árið
1923.
Ottó B. Arnar símritari tók loft-
skeytapróf á þessum fyrstu árum,
en ekki er vitað hvenær það var.
Hann mun hafa verið mikið til sjálf-
menntaður í faginu. Líklegt er talið
að hann hafi lært rafmagnsfræði
hjá Paul Smith símaverkfræðingi.
Ottó ritaði kennslubók í rafmagns-
fræði fyrir loftskeytamenn og hann
var stundakennari á loftskeytanám-
skeiðunum, sem haldin voru 1918
og 1919. Þá hélt hann uppi loft-
skeytaskóla (þó ekki að staðaldri)
um árabil og yíst að mestu eða öllu
leyti án styrks, aðeins af persónu-
legum áhuga. Hann á miklar þakkir
skildar fyrir þann þátt, sem hann
hefur ofið í menningarbaráttu þjóð-
arinnar með starfi sinu sem braut-
ryðjandi á þessu sviði.
Stofnun loftskeytastöðvarinnar í
Reykjavfk markaði tímamót í tvenn-
um skilningi. í fyrsta lagi er þá
fyrst tímabært fyrir íslenska út-
gerðarmenn að láta búa skipin
loftskeytatækjum. í öðru lagi er
lagður grundvöllur til myndunar
sjálfstæðrar loftskeytamannastétt-
ar hér á landi.
Þar sem fyrirsjáanlegt var að
farið yrði að setja loftskeytatæki
um borð í skip, hafði komið til orða
að   reisa- loftskeytastöðvar  á  af-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
34-35
34-35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68