Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR í. MAÍ Í992 Er fríkirkjan sér- trúarsöfnnður? eftir Einar Kr. Jónsson Fyrir nokkru var frá því greint í Morgunblaðinu, að aflétt hefði verið búsetuhömlum á aðild að fríkirkjusöfnuðunum. Af því tilefni var haft eftir Ólafi Skúlasyni, bisk- upi, að nú hefðu fríkirkjusöfnuð- irnir sömu stöðu og sértrúarhópar. Margir hafa komið að máli við mig og misskilið þessi orð, og spurt hvort Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík væri sértrúarsöfnuður. Ég ætla ekki að svara þessum orðum í löngu máli. Það hefur verið ágætlega gert af fríkirkju- prestinum í Hafnarfiði, sr. Einari Eyjólfssyni, en e.t.v. er áhugaverð- ast fyrir lesendur Morgunblaðsins að fræðast um muninn á fríkirkju °g „þjóðkirkju", sem ég mun nú gera grein fyrir. Búsetuhömlum aflétt En fyrst til upprifjunar, um hvað snerist málið? Um áratuga- skeið hefur aðild að Fríkirkjusöfn- uðinum í Reykjavík verið bundin því skilyrði, að viðkomandi væri búsettur í Reykjavík, Kópavogi eða á Seltjarnarnesi. Ef safnaðar- félagi flutti t.d. úr Reykjavík í Garðabæ féll hann brott af skrá í fríkirkjusöfnuðinum hjá trúfélag- askrá Hagstofu íslands, og skráð- ist sjálkrafa í „þjóðkirkjuna". Breytti þá engu hver vilji safnað- arfélagans var. Ef hann fluttist síðan aftur til Reykjavíkur, hélst skráning hans í „þjóðkirkjunni", nema hann kunngerði Hagstofu íslands skriflega um annað. Um þetta var fólki almennt ókunnugt, og margt hefur talið sig vera skráð í fríkirkjusöfnuðinn. Þessar reglur, sem nú er búið að afnema, voru þeim mun sér- kennilegri þar sem þær áttu ein- göngu við um fríkirkjusöfnuðina í landinu. Engar slíkar búsetuhöml- ur voru á aðild að öðrum trúfélög- um, s.s. kaþólsku kirkjunni, að- ventistum, hvítasunnusöfnuðun- um o.fl. Vegna þessara reglna hefur fækkað sjálfvirkt í Fríkirkju- söfnuðinum í Reykjavík um 100-150 manns á ári. Hann er þó enn stærsti söfnuður landsins utan „þjóðkirkjunnar", með tæp- lega 5 þúsund safnaðarfélaga og ljóst að mun fleiri telja sig frí- kirkjufólk, enda hefur félögum fjölgað á ný eftir breytingamar. Þau ummæli biskups að frí- kirkjusöfnuðimir hafi nú sömu stöðu og sértrúarhópar hljóta að vera mismæli. Varla telst kaþólska kirkjan til sértrúarhóps; er fjöl- mennasta kirkja heims. Nú gilda sömu reglur um aðild að fríkirkju- söfnuðunum og öðram trúfélög- um, og vilji einstaklinganna um safnaðaraðild er virtur, burtséð frá því hvar þeir búa. Við þessar breytingar var einnig haft eftir biskupi: „Fram að þessu voru frí- kirkjusöfnuðimir háðir sömu ákvæðum og söfnuðir þjóðkirkj- unnar um búsetu safnaðarfólks.“ Þetta er ekki rétt. Sérstök ákvæði giltu um fríkirkjusöfnuðina, sem urðu fyrir sjálfvirkri fækkun og vora þannig misrétti beittir. Við flutning færist félagi í „þjóðkirkju- söfnuði" hins vegar yfír í annan, en ekki t.d. í fríkirkjusöfnuð. En er fríkirkjan sértrúarsöfnuður? Almenn merking þess hugtaks er flokkur manna með sérstök trú- arbrögð eða sértakt afbrigði trúar- bragða. Svarið er einfalt: Nei. Frí- kirkjan byggir á nákvæmlega sömu trúar- og kennisetningum og „þjóðkirkjan". Hún byggir á nákvæmlega sömu kirkjuhefðum og „þjóðkirkjan". Fríkirkjan er, eins og. „þjóðkirkjan", evangelísk- lútersk kirkja. í 62. gr. stjómarskrár Islands segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skai vera þjóðkirkja á ís- landi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ í skilningi stjórnarskrárinnar er frí- kirkjan hluti af þjóðkirkju landsins og nýtur því stjórnarskrárbund- innar verndar og stuðnings. Lög um trúfélög skilgreina fríkirkjuna hins vegar með öðrum trúfélögum „utan þjóðkirkjunnar". Það eru því tvenns konar merkingar á orðinu „þjóðkirkja" í stjórnskipunarrétti. Þess vegna nota' ég gæsalappir um orðið „þjóðkirkja", þegar ég ræði um hana skv. skilgreiningu trúfélagalaganna, en þá er frí- kirkjan jafnan undanskilin. Til að leiðrétta þennan hugtakarugling hafa sumir viljað tala um fríkirkju annars vegar og ríkiskirkju hins vegar, en það tel ég reyndar ónefni fyrir „þjóðkirkjuna". En stjórnar- skrárlega er fríkirkjan hluti af þjóðkirkju landsins. Hver er munurinn á fríkirkjunni og „þjóðkirkjunni“? Munurinn felst ekki í trúarleg- um atriðum. Eini munurinn felst í mismunandi afstöðu til ein- staklingsréttar, uppbyggingu safnaðar og sjálfstæðis hans gagnvart ríkisvaldinu. Sömu straumar leika um fríkirkjuna og „þjóðkirkjuna" í andlegum efnum. Afstaða Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík til nýrra strauma er e.t.v. í opnari kantinum eins og reyndar hjá mörgum innan „þjóð- kirkjunnar", enda hefur verið frá upphafí lögð áhersla á fijálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi í trúmál- um í söfnuðinum. Mun ég nú gera grein fyrir þessum atriðum sér- staklega. En hvað er fríkirkja? Á íslandi starfa þrír evangel- ísk-lúterskir fríkirkjusöfnuðir, Fríkirkusöfnuðurinn í Reykjavík, Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði og Óháði söfnuðurinn. Hin al- menna merking orðsins fríkirkja, sem fínna má í uppflettibókum, er: „Kirkja sem söfnuður kostar sjálfur“ eða „kirkja, óháð ríkinu". Hér er farið nær sanni. í sam- þykktum Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík segir svo: „Söfnuðurinn er sjálfstæður með fullkomið for- ræði í eigin málum, andlegum sem og veraldlegum að því marki sem landslög leyfa.“ Hér er innsti kjaminn í grundvelli fríkirkjunnar. Að öðra leyti byggir hún á fjórum homsteinum: 1. Fjárhagslegt sjálfstæði Fríkirkjan nýtur ekki íjárfram- laga frá ríkinu og hefur ekki gert frá upphafi svo vitað sé. Allur kostnaður vegna safnaðarstarfsins er borinn af safnaðargjöldum, sem era þau sömu og til „þjóðkirkjunn- ar“ og era innheimt sérstaklega samhliða sköttum til ríkissjóðs. Tekjur safnaðanna fara eftir fjölda safnaðarfélaga og ríkisvaldið er í reynd innheimtustofnun fyrir trúfélög í landinu. Með safnaðargjöldum og öðru sjálfsaflafé kostar söfnuðurinn uppbyggingarstarf og allt safn- aðarstarf, þ.m.t. laun safnaðar- prests. Þessu er á annan veg hátt- að hjá „þjóðkirkjunni", en eins og Einar Kr. Jónsson „Munurinn felst ekki í trúarlegum atriðum. Eini munurinn felst í mismunandi afstöðu til einstaklingsréttar, upp- byggingu safnaðar og sjálfstæðis hans gagn- vart ríkisvaldinu. Sömu straumar leika um frí- kirkjuna og „þjóðkirkj- una“ í andlegum efn- um. Afstaða Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík til nýrra strauma er e.t.v. í opnari kantinum eins og reyndar hjá mörgum innan „þjóð- kirkjunnar“, enda hef- ur verið frá upphafi lögð áhersla á frjáls- lyndi, víðsýni og um- burðarlyndi í trúmálum í söfnuðinum. Mun ég nú gera grein fyrir þessum atriðum sér- staklega.“ kunnugt er era laun til presta hennar greidd af sköttum almenn- ings, svo og rekstur biskupsstofu auk ýmissa sjóðsframlaga. Við byggingu nýs safnaðarheimilis Fríkirkjunnar í Reykjavík- naut söfnuðurinn framlags úr KÍrkju- byggingasjóði Reykjavíkurborgar og Bæjarsjóði Seltjarnarness, sem nam um 5% af byggingarkostn- aði, en kostaði það að öðra leyti sjálfur. Það var ein af meginástæðum stofnunar Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík fyrir 92 árum, hvað stjómvöld höfðu svelt kirkjustarfið fjárhagslega. Framsýnir menn og konur á þeim tíma sáu hvað nauð- synlegt var að kirkjan væri fjár- hagslega sjálfstæð gagnvart ríkis- valdinu. Sú skoðun fríkirkjufólks hefur ekki breyst, þó að ríkissjóður sé e.t.v. betur haldinn nú en um sl. aldamót. Þannig er heitið sjálft tilkomið, frí-kirkja, sem margir kölluðu við stofnun hennar hina frjálsu kirkju. Afstaða kirkjumála- ráðherra nýverið, að þjóðkirkjunni Fríkirkjan í Reykjavík, beri að fá aftur í hendur þær kirkjujarðir, sem teknar voru eign- arnámi fyrr á öldum, er jákvæð og vonandi skref í átt til þess að kirkjan verði alfarið fjárhagslega sjálfstæð. Ríkisvaldið getur upp- fyllt stjórnarskrárlegar skuldbind- ingar sínar um vernd og stuðning við þjóðkirkjuna á annan og al- mennari hátt en með beinum fjár- framlögum af sköttum alls al- mennings til árlegrar starfsemi hennar. Slíkt er bæði réttlætismál þeirra sem teljast til annarra trú- félaga, og hlýtur að verða til að styrkja almenna starfsemi og sjálfstæði kirkjunnar þegar til lengri tíma erlitið. 2. Þjónusta innifalin í safnaðargjöldum Með greiðslu safnaðargjalda lít- ur Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja- vík svo á, að safnaðarfélagi hafi þegar greitt fyrir alla þá þjónustu, sem fastráðnir starfsmenn safnað- arins veita safnaðarfélögum. Þess vegna er ekki innheimt sérstök þóknun fyrir skím, fermingu, hjónavígslu eða útför vegna þjón- ustu safnaðarprests, organista og kirkjuvarðar, eigi safnaðarfélagi hlut að máli. Safnaðarfélagi á að geta gengið að viðtekinni þjónustu vísri án aukaútgjalda, enda greiðir hann árlega tæplega 4.000 kr. til safnaðar síns, hvort heldur hann er í fríkirkjunni eða öðru trú- félagi. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík er eini söfnuðurinn inn- an þjóðkirkjunnar hingað til sem hefur tekið upp þessa nýbreytni. 3. Rík áhrif leikmanna á störf og stefnu safnaðarins Fríkirkjan er fyrst og fremst leikmannahreyfing með sjálfsfor- ræði í eigin málum. Með endur- skoðun á lögum Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík fyrir 2 árum var safnaðarfélögum tryggður ríkur réttur til áhrifa og er það í sam- ræmi við upphaflegar hugmyndir stofnenda fríkirkjunnar, sem voru óánægðir með val yfirvalda á sóknarpresti. Þannig hefur söfn- uðurinn sjálfur ávallt síðasta orðið við val á safnaðarpresti í prest- kosningu ef um tvo eða fleiri umsækjendur er að ræða. Innan „þjóðkirkjunnar“ geta sókn- arnefndarmenn og varamenn þeirra valið prest án afskipta safn- aðarfélaga. í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík þarf einungis ósk tí- unda hluta atkvæðisbærra safnað- arfélaga til að fram fari safnaðar- fundur eða almenn atkvæða- greiðsla innan safnaðarins á með- an fjórðung þarf hjá „þjóðkirkj- unni“. 4. Sameining fjölskyldunnar í einn söfnuð og kirkju hans Fríkirkjusöfnuðirnir skiptast því ekki í sóknir eftir hverfum eða bæjarfélögum. Þeir era andsnúnir hvers kyns hömlum á trúfrelsi manna og trúfélagafrelsi almennt. Þeir vilja skapa fjölskyidunni tæki- færi til að sameinast í einni kirkju og söfnuði burtséð frá búsetu ein- stakra fjölskyldumeðlima. Þess vegna sneru þeir bökum saman um að fá búsetuhömlunum aflétt, þó svo að einhveijir safnaðar- félaga þeirra kynnu að vilja fær- ast úr einum fríkirkjusöfnuði í annan við þá breytingu. Hins veg- ar eru búsetuhömlur á aðild að „þjóðkirkjusöfnuðum", sem eru hverfa- eða svæðabundnir, og set- ur einstaklingum þröngar skorður um val á aðild að söfnuði. Eins og sést af þessum atriðum, byggja hugmyndir fríkirkjufólks fyrst og fremst á ólíkri afstöðu til safnaðaruppbyggingar, valfrelsis og sjálfstæðis kirkjunnar gagnvart stjórnvöldum, en_ekki á mismun- andi afstöðu til kennisetninga samanborið við „þjóðkirkjuna". Frjálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi Annar grundvallarþáttur í starfi og stefnu Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík er áhersla á frjálslyndi, víðsýni og umburðarlyndi í trúmál- um og hefur svo verið frá upp- hafl, enda voru hugmyndir stofn- enda safnaðarins þær að hann væri „samtök frjálslyndra trúaðra manna“. í samþykktum hans segir m.a.: „Stefna safnaðarins erfijáls- lyndi, víðsýni og umburðarlyndi í trúmálum, á grundvelli hins kirkjulega starfs hans.“ Og enn- fremur: „Söfnuðurinn hafnar þröngsýni í trúmálum og vill opna dyr sínar fyrir öllu því, sem verða má til eflingar fögiv, heilbrigðu ogöflugu kristilegu trúarlífi í land- inu.“ Með þessu skipar söfnuðurinn sér e.t.v. á bekk með hinum frjáls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.