Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 16
Þrumandi þorragleði í Hamborg yfciru „ FO DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAG Ra/inar SÍRurösson nltarleikari kemur i fyrsta skipti fram opinberleya meó Tivoli á hljómleikum á Hótel Bory i kvöld. Hann xekk aö nýju til liós viö hljómsveitina Islöasta mánuöi. DB-mynd: Þorri. Tívolí hyggur á tveggja laga plötu „Við erum með tvö fullfrágengin lög eftir Jóhann G. Jóhannsson, sem við ætlum að leika inn á plötu. Að undanförnu höfum við ekki haft full- nægjandi æfingahúsnæði og einnig hreinlega svo mikið að gera að okkur hefur ekki gefizt tími til að æfa þau. En ég reikna með því að við byrjum á því í næstu viku,” sagði Ólafur Helgason trommuleikari Tívolis í samtali við blaðamann DB. Ólafur sagði að lög Jóhanns væru alveg í stíl við tónlistarstefnu Tívolís, kröftug rokktónlist. „Við erum enn ekki búnir að fá útgefanda að þessari tveggja laga plötu okkar, en vonumst til að það gangi á næstunni,” sagði hann. Hljómsveitin Tívolí kemur í fyrsta skipti fram opinberlega í kvöld eftir að Ragnar Sigurðsson gítarleikari gekk í hana. Hann kemur í stað Björns Thoroddsen, sem er farinn til tónlistarnáms i Bandarikjunum. Þá er Hjörtur Howser jafnframt hættur í hljómsveitinni, eins og skýrt var frá á Fólk-síðu á dögunum. Ólafur Helgason kvað Tívolí ætla að bjóða upp á erlenda rokktónlist á Hótel Borg í kvöld, — lög með AC/DC, Nazareth, Queen og gömul og ný lög eftir John Lennon. Þá verður eitthvað af lögum Led Zeppe-, lin á dagskrá, því að ,,það þýðir ekk- ert annað en að leika eitthvað af þeim hvort sem mönnum líkar betur eðá verr. Það er alltaf verið að nauða í okkur að taka þau," sagði Ólafur. Fjöldasöngnum ómissandi stjórnaöi Áyúst Guðmundsson og naut viö þaö aöstoöar konu sinnar, sem lék á nltar. DB-myndir: H. Sætran. fœrra SKRIFSTOFA FORSTJÓRA FJÁRMÁLASVID FLUUMtKS IHAH og DEKNISVID MARKADSSVID STJÖRNUNARSVID HÓTEL BlLALEIGA KEF ARNARFL Utandyra var heldur vetrarlegt. En hátíðarbragurinn á þorrablótinu í Hamborg sveik engan, enda rösklega blótað. Hátíðin var haldin laugardags- kvöldið 21. febrúar á öldruðu óðals- setri í nágrannabyggð Hamborgar og upphófust athafnir laust upp úr miðaftni. Þegar við aðkomu sannreyndu blótsgestir afurðasýni islenzks iðnaðar, því að hefð Hamborgara var boðinn íslenzkur brennivinssnafs við inngöngu. Þá er gestir höfðu tyllt sér var fram borin þorrafæðan. Hráefnið hafði verið sent frá tslandi og svo hafði sérlegur matreiðslumeistari Félags tslendinga í Hamborg, Jost Borack, annazt úrvinnslu og haglega tilreiðslu matfanganna af valin- kunnri smekkvisi að vanda. Þátt- takendur kunnu augsýnilega vel að meta frambornar veitingar og lögðu þeir ótrauðir til atlögu við hlaðin trogin. Þrátt fyrir óvissu ýmissa þýzku gestanna um hvurs/hvers afurðirnar1 nú væru, blótuðu þeir þó ekki ótæpilegar en margur landinn. Þeir létu sér fátt um finnast um tilurð eða uppruna fæðunnar og snæddu hana með góðri lyst. Skemmtiatriði blótsins voru af ýmsu þjóðmenningarlegu tagi, en fyrst bauð dr. Sverrir Schopka for- maður Félags tslendinga í Hamborg gesti velkomna. Alls komu um áttatiu manns, sumir hverjir langt að. Karin Schopka fiutti nokkur frumort ljóð við ágætar undirtektirog síðan las Börge Kourist ýmsa kafla úr íslenzkum þjóðsögum. (Sumum yngri þátttakendanna þótti hún heldur skrýtin kerling þessi Gilitrútt). Fjöldasöngnum ómissandi stjórnaði Ágúst Guðmundsson með aðstoð eiginkonunnar, sem lék undir á gitar. Pilturinn kann auðheyrilega að taka lagið og fá fólk til að taka undir, því að duglega var sungið. Hlutavelta kvöldsins færði heim sanninn um að ekki þarf alltaf að leggja mikið af mörkum til að öðlast eitthvað. Að skemmtiatriðum loknum var boðið upp í dans. Fótmennt var síðan iðkuð fjörlega langt fram á síðkvöld. Skemmtanin fór hið bezta fram og ungir jafnt sem aldnir eyddu ánægjulegri kvöldstund saman í boði Hamborgaranna. -H. Sætran Einu númeri FLUGLEIDIR Langaöi — en þorði ekki Hlutaveltan á þorrablótinu fœröi heim sanninn um aö ekki þarf alltaf aö leygja mikiö af mörkum tilað öðlast eitthvaö. Hérer vinninyunum úthlutað. Hráefnið I þorramatinn hafði verið sent frá Islandi oy slðan verið tilreitt af Jost Borack. Löyðu yestir þvl ótrauðir til atlöyu við troyin. jafnt Islendinyar sem þýzkir gestir. Símaskrá 1981 Þótt Alfreð Elíasson fyrrum for- stjóri Loftleiða og Flugleiða og stjórnarmaður í Flugleiðum neiti að rýma þá skrifstofu, sem hann hefur haft í byggingu Flugleiða á Reykja- vikurfiugvelli hafa topparnir engu að síður komið með krók á móti bragði og fjarlægt nafn Alfreðs úr innanhússsimaskrá félagsins. í síma- skrá 1980 voru fjögur nöfn undir liðnum „Skrifstofa forstjóra”: Sig- urður Helgason forstjóri, örn. Ó. Johnson formaður stjórnar, Alfreð Eliasson varaformaður stjórnar og Vilborg Bjarnadóttir ritari. í skrá ársins 1981 eru hins vegar þessi nöfn: Sigurður Helgason forstjóri, Vilborg Bjarnadóttir og Janet Ingólfsson rit- arar og örn Ó. Johnson formaður stjórnar. Innanhússnúmer 350 er þar ekki lengur. Dönsku blöðin skrifuðu mikið um Vigdísi Finnbogadóttur forseta islands i frægri heimsókn hennar til Danmerkur á dögunum. Bro Brille, frægur dálkahöfundur á Extra- blaðinu, sagði m.a. í grein að allir hefðu verið sammála um að Danir hefðu aldrei fyrr fengið svo fallegan forseta í heimsókn. Bro hafði eftir kunningja sínum: „Mig langaði mest að lyfta Vigdísi upp og kyssa hana — en ég þorði það ekki. Ég reyndi það nefnilega einu sinni með Ellen, konu Börge Schmidts borgarstjóra. Ég lyfti henni upp og kyssti hana og á eftir var hún flutt á sjúkrahús með þrjú brotin rif- bein.” Svo bregðast krosstré... Hljótns vettimar Bara fíokkurlnn (tll vinstri) og Tortíming, som standa að hijómieikunum á, laugardag, eru báðar nýjar afnálinni. í nýlegum Lögbirtingi er skýrt frá gjaldþroti félagsins Scanhús hf. — en það félag var stofnað fyrir nokkrum árum með miklum fyrirgangi til að byggja hús i Nígeríu. Þegar bygginga- fyrirtækið Breiðholt hf. fór á haus- inn var Scanhús tekið út úr fyrirtæk- inu og sýndist mönnum þá, að þar væri um arðvænlegt framtíðarfyrir- tæki að ræða. En svo bregðast kross- tré. . . . Tóm þvœla og vitleysa í Fleira-Fólks dálkinum á þriðju- daginn birtjst klausa um orkufrekt gróðurhús á Litla-Hrauni, sem Gísli forstjóri Sigurbjörnsson hafði gefið stofnuninni. Helgi Gunnarsson fangelsisstjóri hafði samband við blaðamann vegna klausunnar og kvað hana með öllu tilhæfulausa. — Gróðurhúsið er aðeins notað á sumrin, sagði Helgi, og þá ræktaðir i því tómatar og agúrkur. Á veturna stendur húsið ónotað og ókynt. Ráðuneytið þarf því ekki að hafa áhyggjur vegna kyndingarkostnaðar þess. Popphljómleikar á DB-myndir: Guóm. Svansson. Akureyri Hvað er nú það? gætu Akureyringar spurt, því að uppákoma sem popphljómleikar hefur ekki verið þar síðan árið 1976. Nú ætla ungir piltar i tveimur norðlenzkum hljómsveitum að taka upp þráðinn. Þær eru Tortíming og Bara flokkurinn. Hljómleikar þeirra verða i Nýja bíói á laugardag- inn. Tortíming er þannig skipuð: Á gítara leika Albert Ragnarsson og Jakob Jónsson. Níels Ragn- arsson leikur á hljómborð og Guðmundur Sigurðs- son á trommur. A efnisskránni hjá Tortímingu er rokk, jazz, nýbylgjaog reggae. Tortíming var stofnuð í september á síðasta ári. Hún hefur komið fram í H-100 og Sjallanum. Liðsmenn hennar hafa augastað á sveitaböllunum næstasumar. Hin hljómsveitin, Bara fiokkurinn, flytur að mestu leyti frumsamið efni. Aðallagasmiður flokksins er Ásgeir Jónsson söngvari. Með honum eru Þór Freysson,á gítar, Jón Freysson leikur á hljómborð, Árni Hinriksson á trommur og Baldvin Sigurðsson leikur á bassa. Bara flokkurinn hefur æft saman í allan vetur. i nóvember síðastliðnum kom hann fram í Mennta- skólanum á Akureyri. Flokksfélagarnir segjast að sjálfsögðu stefna á toppinn, — hvar sem hann er að finna. Auk hljómsveitanna tveggja stendur Pálmi í Stúdió Bimbó að þessum fyrstu popphljómleikum sem Akureyringum bjóðast um tæplega fimm ára ske'®- - G.Sv., Akureyri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.