Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ sæll meðal félaga sinna. Þessir mannkostir Ása komu enn gleggra í ljós síðar á lífsleiðinni. Þá naut ég þess að verða samferða Ása í lækna- deild, í læknisstarfinu og við kennslu og vísindarannsóknir. Þar skaraði hann fram úr. Ásbjörn var mikill fjölskyldumaður og naut gjarnan útiveru með Jóhönnu konu sinni og börnum. Fyrir nokkrum ár- um keyptu þau hjónin bæinn Reyn- ishóla í Mýrdal og naut fjölskyldan samverunnar þar. Þann 8. septem- ber síðastliðinn barst sú harma- fregn að Ásbjörn væri allur. Hann hafði verið að dytta að bústaðnum þegar hann féll úr stiga og lést skömmu síðar af áverkum sem hann hlaut við fallið. Gamlir bekkjarfélag- ar úr MR hafa nú misst góðan dreng og félaga. Hans er nú sárt saknað af ástvinum og vinum. Fyrir hönd U-bekkjar og annarra skóla- félaga úr MR sendi ég Jóhönnu, dætrunum Ástu og Huldu og fjöl- skyldu þeirra allri, innilegar sam- úðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Jóhann Ág. Sigurðsson. Ásbjörn Sigfússon, læknir á ónæmisfræðideild Landspítala, lést skyndilega að kvöldi 8. september. Nú er persónulegt skarð fyrir skildi í hópi íslenskra ónæmisfræðinga og blóðfræðinga, en hann var eigin- maður Jóhönnu Björnsdóttur, lækn- is á blóðfræðideild Landspítala, og mikill vinur okkar hinna. Faglegt skarð hefur einnig myndast því ís- lensk ónæmisfræði og blóðfræði hafa misst frábærlega áhugasaman, dugmikinn, mikilvirkan og fjölhæf- an samstarfsmann. Ásbjörn var nefnilega ekki venjulegur maður. Hann sat ekki og beið. Hann var sterkgreindur, íhugull, hafði mikið innsæi og var einn af frábærustu „klínikerum“ Landspítalans þótt hann starfaði mest á rannsókna- stofu. Hann var hreinskilinn. Hann var sérlega ráðagóður í faglegum málum þegar til hans var leitað vegna rekstrarlegra og persónu- legra mála. Hann var húmoristi og hrókur alls fagnaðar. Hann var frá- bær eiginmaður, vinur og félagi Jó- hönnu og besti vinur dætra sinna. Hann hafði ekki snefil af hégóm- leika og hugsaði aldrei um eigin upphefð, þótt metnaðarfullur væri fyrir hönd starfs síns, sérgreinar og samstarfsfélaga. Hans verður sárt saknað af okkur öllum og við send- um Jóhönnu og dætrum þeirra, Ástu og Huldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari örlaga- stund. Minning hans mun aldrei gleymast í okkar hópi. Fyrir hönd starfsfólks blóðfræði- deildar LSH við Hringbraut. Páll Torfi Önundarson, Guðmundur M. Jóhann- esson, Sigrún Reykdal, Brynjar Viðarsson. Það er kannski ekki oft sem náinn vinskapur kemst fyrst á þegar fólk hefur náð fullorðinsaldri en það gerðist hjá okkur Ása. Ég svo sem vissi af honum í læknadeildinni þar sem hann var árinu á undan og greinilega einn af máttarstólpum þess hóps, alltaf léttur og skemmti- legur, úrræðagóður og áhugasamur. Það var þó ekki fyrr en við komum báðir heim frá sérnámi fyrir réttum 16 árum og hófum störf á nýstofn- aðri ónæmisfræðideild Landspítal- ans, að við kynntumst og kynntumst vel. Við uppbyggingu á nýrri deild og kynningu á nýju fagi er í ótrú- lega mörg horn að líta og Ási haslaði sér fjótt völl við að byggja upp og skipuleggja það sem við köllum klín- ískar þjónusturannsóknir. Hann innleiddi nýjustu rannsóknatækni þannig að þeir sem önnuðust sjúk- linga gátu gengið að nauðsynlegustu rannsóknum við daglega umönnun þeirra. Á þessum tíma þurfti að byggja upp nýjar aðferðir til að meta ónæmiskerfið, einkum vegna útbreiðslu alnæmis, og Ási sá um að þær væru alltaf til reiðu. Hann var alltaf tilbúinn að reyna nýja hluti og byggja upp nýja möguleika, ef það gæti orðið til þess að betrumbæta meðferð sjúklinga. Hann var þannig ómissandi grunnur í starfsemi ónæmisfræðideildarinnar allt fram á hinsta dag. Hann skapaði öðrum að- stöðu, flaggaði ekki sjálfum sér, skapaði rannsakendum rannsóknar- umhverfi og þjónustulæknum nauð- synleg tól. Ási var svona læknir eins og manni finnst að læknar eigi að vera, hann vann störf sín í kyrrþey, var alltaf með á nótunum, alltaf tilbúinn að hlusta á sjúklingana. Það kom mér því ekki á óvart að hann skyldi velja það að sinna dauðvona sjúklingum sérstaklega, þar sem manngæska hans og umhyggjusemi nutu sín til fullnustu. Kennsla hans var einnig annáluð enda lagði hann mikið í að kenna stúdentum á þann hátt að það efldi áhuga þeirra og kveikti þar sem hann var ekki fyrir. „Æ, ég er svo latur og metnaðar- laus,“ sagði Ási stundum þegar hann vildi ekki trana sér fram. Það er í rauninni ekki oft, sem maður heyrir fólk segja svona. En það var allt í lagi því að Ási var nefnilega hvorugt. Hann var alltaf tilbúinn, maður heyrði hann aldrei segja hvað hann hefði mikið að gera og metnaðurinn var heilbrigður metn- aður til að gera vel, verða öðrum til gagns, láta gott af sér leiða en ekki það að sækjast eftir titlum eða framaskriði. Hann gat leiðbeint manni og sagt manni til syndanna og honum fyrirgafst það alltaf vegna þess að hann hafði alltaf svo rétt fyrir sér. En þótt Ási væri ekta læknir var hann fyrst og fremst per- sóna og fyrirmyndar fjölskyldumað- ur. Hann átti sín áhugamál utan vinnunnar, svo að þegar hann og Jó- hanna ákváðu að gera sér útibú undir Reynisfjalli fannst manni það ekkert skrýtið en dáðist að þeim fyrir framtakið. Þangað var gott að koma, alltaf var Ási tilbúinn að sýna okkur hverju hann væri búinn að breyta, hvað hann væri búinn að laga og hvað stæði til næst. Hjá þeim skildi maður hvað sveitin var mikils virði þótt borgarbúinn hefði ekki í sér framtak til að leika þetta eftir. En það var líka ævintýri að ferðast með Ása eins og þegar við fórum saman á ónæmisfræðiþing til Rómar seint á níunda áratugnum. Þá ferðuðumst við í strætó frá hót- elinu á þingstað á hverjum morgni og þar vingaðist Ási við sígauna- krakkana, sem voru hinir hressustu í strætónum en við sáum síðan „blinda“ og „haltrandi“ við „betli- störf“ niðri í miðborginni skömmu síðar. Við grannskoðuðum borgina og þegar Ási fór heim deginum á undan mér hvelfdist yfir mig ein- hver tómleikatilfinning sem ég finn aftur fyrir núna. Við ætluðum að endurtaka þetta en það er þá ein af þeim áætlunum sem nú hafa breyst. „Lífið er fyrirbæri sem skellur á meðan þú hamast við að gera aðrar áætlanir,“ segir í texta Lennons. Ekkert breytir áætlunum eins og skyndilegur dauðdagi. Þó að maður eigi að sjálfsögðu ekki að taka lífið sem sjálfsagðan hlut eru sumir hlut- ir og sumar persónur svo innvafin í það sem við köllum eðlilegt um- hverfi, að það hriktir í þegar slíkar breytingar verða. Maður er að minnsta kosti alveg sannfærður um að orðatiltæki eins og að maður komi í manns stað eigi ákaflega illa við í þessu tilviki. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda. Við Beta teljum okkur svo sem ekki geta sagt neitt, sem er við hæfi á þessari stundu. Fráfall Ása er okkur það mikið áfall, að við ætlum ekkert að þykjast geta ímyndað okkur hvernig ykkur muni líða. Við send- um ykkur okkar bestu kveðjur. Kristján. „Sá maður er mestur sem gefur lífinu gleði,“ sagði meistari Þórberg- ur í einni bóka sinna. Það getur ekki átt betur við neinn en hann Ása, sem nú hefur horfið úr tilveru okkar eins og hendi sé veifað. Svo óvænt, svo ótímabært. Ási var nefnilega sá sem fyllti alla, sem hann umgekkst, gleði og endalausri hlýju. Jafnvel við erfiðustu aðstæður, eins og oft skapast við störf okkar í Heima- hlynningu, gat hann lýst upp lífið og fengið fólk til að hlæja. Hann skap- aði traust og veitti öryggi alls staðar þar sem hann kom. Hann stundaði fræði sín af listfengi og mannúð. Samstarfsfélaga og vinar söknum við nú og eigum erfitt með að skilja að ekki sé von á honum inn til okkar með eina góða sögu eða brandara af mönnum eða málefnum. Við getum ekki lengur leitað í viskubrunn hans né notið hlýjunnar og umhyggjunn- ar sem hann var svo óspar á. Við er- um þó rík og þakklát fyrir að hafa þekkt hann og átt hann að vini öll þessi ár. Elsku Jóhanna, Ásta og Hulda; ást hans og umhyggja fyrir ykkur, stelpunum sínum, fór ekki fram hjá neinum. Hann var afar stoltur eig- inmaður og faðir. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur í framtíðinni. Vinirnir í Heimahlynningu. Góður samstarfsmaður okkar er fallinn frá. Við kynntumst honum bæði tvö úr nokkrum áttum, fyrst sem kennara, lækni og vísindamanni og síðar sem nánum samstarfs- manni og félaga. Ásbjörn var góður læknir og vel metinn af kollegum og sjúklingum. Hann var einnig góður leiðbeinandi líffræðings sem var að hefja sinn vísindaferil. Hann hafði mikla hæfileika til að hvetja menn til dáða, kryfja málin til mergjar, en jafnframt að missa ekki sjónar af heildarmyndinni og tengja saman lækningar og grunnvísindi. Ásbirni var mikilvægt að hafa góð samskipti við aðra, bæði kollega og fjölskyldu. Það eru sennilega fáir starfsmenn Landspítala – háskólasjúkrahúss betur liðnir en Ásbjörn heitinn var. Hann var góðmenni og mannvinur og gaf sér ávallt tíma fyrir alla í kringum sig og fór þar ekki í mann- greinarálit. Þegar ungir synir okkar komu með okkur í vinnuna blés Ási upp gúmmíhanska og töfraði fram ýmsar kynjaverur þeim til skemmt- unar. Ásbjörn hafði mikla frásagnar- hæfileika og gaman af því að segja sögur. Hann var hafsjór af fróðleik um hin ótrúlegustu málefni og var sjaldan komið að tómum kofunum hjá honum, hvort sem umræðuefnið var vísindin, matargerðarlist eða málefni líðandi stundar. Það vildi einmitt til að við vorum að rifja upp eina af sögum Ása þegar við fengum upphringingu með fregnum um slysið og ótímabæran dauða hans. Ásbjörns Sigfússonar verður sárt saknað. Friðrika Harðardóttir, Friðbjörn Sigurðsson. ÁSBJÖRN SIGFÚSSON  Fleiri minningargreinar um Ás- björn Sigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Líklega eru liðin sautján ár frá því ég var sem oftar stödd á kennarastofu Tónskóla Sigursveins í Hellu- sundi og inn snaraðist tággrönn kona með leiftrandi augnaráð og dillandi hlát- ur. Stuttar samræður leiddu í ljós geislandi persónleika gæddan gáf- um, kímni og menntun umfram okk- ur hin. Hún var ung, nýkomin úr miklu námi í Bandaríkjunum. Lat- ínuhverfið í París hefði getað orðið ágætis leiksvið fyrir þann þátt í líf- inu sem hún var að hefja. ANNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Anna MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1952. Hún lést 17. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju í Landa- koti 31. ágúst. Hægt og bítandi heggur tímans tönn sár og skrámur í líf okkar. Háleit markmið og göfugar viðmiðanir veðrast í hversdagslíf- inu og dvergríkið Ís- land er ekki alltaf auð- veldur vettvangur fyrir margbrotinn lista- mann. Þrátt fyrir erf- iðleika og heilsubrest tókst Önnu Magnús- dóttur að verða magn- aður semballeikari og spyrja sig stöðugt nýrra spurninga, vera sífellt að kanna ný svið í tónlistinni og lífinu sjálfu. Það er sannarlega ekki í alfaraleið fyrir tónlistarmann kominn yfir fertugt að setjast á skólabekk til að læra á nýtt hljóð- færi, eins og Anna gerði þegar hún hóf að iðka orgelleik. Síðastliðin sjö ár var Anna Magn- úsdóttir við stjórnvölinn á árlegu Páskabarokki í Kópavogi. Veikindi hennar urðu þess valdandi að hún lék ekki alltaf með sjálf en hún hafði á málefninu brennandi áhuga og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þessir barokktónleikar gætu orð- ið sérstakir. Greind og víðsýni Önnu gerðu hana að sönnum stuðnings- manni þess að tónlistarflutningur á upprunaleg hljóðfæri ætti sér fastan sess í tónlistarlífinu og Reynir eig- inmaður hennar lét sannarlega ekki á sér standa þegar þurfti að snara söngtexta eða láta frá sér ritað mál fyrir tónleikaskrár. Fyrir alla þessa alúð, frumleika og gjafmildi þeirra hjóna er þakkað af heilum hug. Efir á að hyggja má harma það að Anna Magnúsdóttir skyldi ekki fá að lifa í eilífri akademíu þar sem feg- urðin og sannleiksleitin væru einar húsráðendur. Rík erum við sem fengum að njóta fágætra eiginleika þessarar skörpu listakonu og hvern- ig sem til kann að hátta með tilvist eða tilvistarleysi að jarðnesku lífi loknu fylgja þessum vanmáttugu orðum heitar bænir fyrir Önnu og allt sem henni var kært. Megi ljós, friður og kærleikur umvefja sál hennar og ástvini. Guðrún Birgisdóttir. 9  $     $   )    6  )  #    6 (     (      B # % K  - 1"* - #% (  6 & < !&&  $"  - #% (  6 & 4 %  !&&  # % #%!&&  % !-1  (  / # - #% ( (#, , - 3  $    #%    #  ( $  )  )      #%#   6/ 2/ 7  2/  *D!! "& !LC "- 5   $      #        %6     ; # "/ (     +( 1"* (  #%#  #%!&&  C+""CF& ( - 9   $     #  (    )    6)  # #   6 (     (   (    <3 6   .   *  & +  "%K * ( * % - %3  !&&  < (  "* % ! !&&   " C+""< (   * $% !&&  , , (#, , , - 9   $   # %  #    (  $   )   6)   #    6 (         4> 8 243 ("&#&?? $%-   8 ",(#   !&&  ""!+7 (       ! 8 &*%   (  " 8 ",(#""! !&&  7   ,"! ""! (  ! +""! (  < # &&<""! !&&      (#% % & ! !-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.