NT - 27.09.1985, Blaðsíða 9

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 9
í íran haustið 1980 stjórnvöld- um í Teheran á óvart. Bæði var Khomeini-stjórnin upptek- in af ólgunni innanlands, þurfti að treysta sig í sessi, og svo gerðu fáir ráð fyrir að Irakar leggðu út í slíkt hættuspil. En þegar af stað var farið komu átökin sér vel fyrir Khomeini og félaga. Kraftar sem hefðu ella getað verið notaðir til virkrar stjórnarandstöðu fóru til þjóðvarna. Því sem aflaga fór var hægt að bæta á reikning stríðsins. En á sama hátt og írakar hafa rekið sig á að langvinnt og kostnaðarsamt stríð er enginn leikur þá virðist nú farið að gæta stríðsþreytu í íran. íranska hernum tókst að snúa sókn íraka í undanhald með því að nota til hins ýtrasta ofurefli sitt í mannafla og fórn- fýsi íranskra hermanna. Ungir menn steymdu til vígstöðv- anna með þá ósk í brjósti að fá að leika eftir písiarvætti Huss- eins, sonarsonar Múhameðs spámanns, en hann lést árið 680. Flestir íranar eru Shiitar og af persnesku bergi brotnir en flestir írakar eru Súnnítar og arabískir. Þannig að frá sjónarhóli beggja aðila er ekki einungis um þjóðlega baráttu að ræða heldur einnig þjóð- ernislega og trúarlega. Þetta er öðrum ríkjum við Persaflóa fullkunnugt eins og fyrr var nefnt. Á fyrstu árum styrjaldarinn- ar guldu íranar þess hversu hart var gengið að liernum á byltingarárunum. Afleiðingin var sú að manntjón írana varð gífurlegt og framgangur þeirra í engu samræmi við stærð ríkis- ins. Alls er talið að um 300.000 íranar hafi fallið á þessum fimm árum og að um 8.000 stríðsfangar séu í vörslu íraka. íranska hernum hefur ékki tekist að hrekja andstæðinginn langt inn fyrir landamærin, ekki tekist að koma í veg fyrir síendurteknar loftárásir á borg- ir og olíuvinnslumannvirki. Hið mikla mannfall og eyði- leggingin víðs vegar um landið hefur valdið því að víða heyrast raddir í Iran sem láta í ljós Föstudagur 27. september 1985 9 KívXsww - ■: Áv ' ,v v;. iiiiiil ■■ ■ -'O ■ Mannfall hinna stríðandi þjóða hefur verið gífurlegt. Talið er að um 300.000 íranar hafi fallið til þessa. óánægju með áframhaldandi stríðsrekstur. Khomeini- stjórnin krefst þess að ef binda eigi enda á átökin þá þurfi Hussein fyrst að fara frá í Irak. Réttarhöld yfir honum og greiðslur stríðsskaðabóta eiga síðan,að fvlgja í kjölfarið að sögn írana. Því er ljóst að ekki er líklegt að saman dragi með hinum stríðandi aðilum á næst- unni, sérstaklega þar sem Khomeini og kumpánar hans hafa í engu viljað víkja frá fyrrnefndum skilyrðum. Olía í beinum vöru* skiptum Á sama hátt og írakar treysta á olíuna til þess að halda hernaðinum við. þá verða íranar að nota náttúru- auðlindir sínar til þess að halda hlut sínum. Síðastliðin ár hefur verið nokkuð algengt að þeir hafa notað olíu í beinunr vöru- skiptum þegar vopn og vara- hlutir hafa verið annars vegar. Þó hefur þetta reynst örðugt upp á síðkastið vegna lækkun- ar á verði olíu og erfiðleika við að selja hana þriðia aöila. Heildarolíufranrleiðsla írana hefur dregist saman og her- kostnaðurinn eykst samtímis þannig að meðfylgjandi efna- hagsörðugleikar eru til þess fallnir að auka stríðþreytu ef fram heldur sem horfir. Áætl- að er að olíuframleiðsla írana hafi mest orðið unr 2.5 milljón- ir tunna á dag á þessu ári en líklegt er að nokkur samdrátt- ur á útflutningi verði nú í kjölfar árangursríkra loftárása Iraka á Kharg-eyju, sern er aðal olíuútflutningshöfn írana. Taliö er að 30-40% af fjárlög- unr ríkisins séu ætluð stríðinu eða u.þ.b. 20 milljarðar ísl. kr. á mánuði. Þó svo að styrjöld íraka og írana hafi nú staðið sleitulaust í fimm ár án þess að breiðast út til nágrannaríkjanna eða annað, þá er ekki þar með sagt að þetta vcrði ávallt staðbund- in átök. Eins og Ijóst er af framansögðu getur hvorugur aðilinn haggað hinum og ef röskun verður á styrkleika- hlutföllum eða ef mikillar óánægju fer að gæta heima fyrir annað hvort í íran eða írak getur svo farið að ríkis- stjórnir landanna grípi til ör- þrifaráða. Þannig hafa t.d. ír- anskir leiðtogar lýst því yfir oft og mörgum sinnum að þeir muni loka Hormuz-sundi ef þörf krefur. Jafnframt hafa Iranar minnt á mátt sinn með því að ráðast reglulega á olíu- flutningaskip á Persaflóa eða með því að kanna farm flutn- ingaskipa á þeirn slóðum. Róttæk aðgerð af hálfu írana yrði til þess fallin að kalla á beina íhlutun stórveldanna og óþarft er að spá fyrir um enda- lok slíkra atburða. (Heimild: REUTER) ■ Itv ‘ / f'um / ff \ 1 BKt 1 1 'Élh í Fyrirmyndir og for- dómar Og það er einmitt málið. Það skiptir máli að eiga fyrir- mynd og í uppvextinum öðl- umst við fyrirmyndir og viðhorf sem móta líf okkar og val á ævistarfi en myndin af lista- manninum sem haldið er að okkur er nánast eingöngu karlkyns. Listahátíð kvenna er einmitt haldin í þeim tilgangi að hvetja konur til dáða því það sem þær eru að skapa er langt frá því að vera neitt ómerkilegra en það sem karlar gera, þótt mun meira hafi farið fyrir Íistakörlum en listakon- um. Listin endurspeglar þjóðfé lagið sem við búum í og við, þjóðfélag þar sem karlar eru svotil allsráðandi. Og þótt konur færðust allar í aukana og gerðu hvert afrekið á ftetur öðru á listasviðinu þá eiga þær samt ennþá erfiðara uppdrátt- ar en kariar. Kvikmyndaleikstjórar af kvenkyni eiga til dæmis erfið- ara að með að fá fjármagn til kvikmyndagerðar sinnar en karlar og þar er sama gamla ljóta sagan að verki að konur njóta síður trausts en karlar. Það hefur nefnilega löngum þótt vera á móti „eðli“ kon- unnar að skapa eitthvað sjálfstætt á sviðum lista, vísinda og bókmennta á meðan það þótti og þykir vera í „eðli“ karla að skapa á þessum sömu sviðum. Kvennaarkitektar í heiminum þurftu að stofna með sér sérstök alþjóðleg sam- tök árið 1962 því þær fengu ekki inni í alþjóðlegum sam- tökum karlarkitekta. En sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar í þeim málum. Þær hafa nú fengið inngöngu inní alþjóðasamtök karlanna. Myndlistarkonur þurftu líka lengi vel að vera í sérstökum kvennadeildum og höfðu fjarri því sömu aðstöðu til náms og karlar en aðstaða kvenna hefur gjörbreyst á síðustu 100 árum að því leyti að þær hafa nú fullan aðgang að myndlistar- skólum. Hrafnhildur Schram listfræðingur sem kennir lista- sögu í Myndlista- og handíða- skólanum segir í samtali við Veru að margar þeirra bóka sem taldar séu til grundvallar í listasögu núna séu alveg kven- mannslausar og Listasaga Jansons sem talið er grunnrit í allri listasögukennslu sé eitt þeirra. í henni sé ekki minnst á eina einustu konu, og það sé ekki annað en hrein söguföls- un. Til að leiðrétta þctta haldi hún jafnar tvo fyrirlestra um konur og myndlist fyrir nem- endur sína því þessar listasögu- bækur séu ekki beinlínis til að styrkja stelpurnar í trúnni á sjálfar sig. Hrafnhildur telur þó að eng- in kona þurfi að gjalda þess að hún sé kona þegar hún fer útí myndlist. Þetta sé erfið braut yfir alla. En listakonur verði oft varar við fordóma í garð sinn í umfjöllunum um þær og verk þeirra. „Þegar fjallað er um verk Ragnheiðar Jónsdótt- ur fylgir oft sögunni að hún eigi fimm syni og þær sem eru vel giftar mega sæta því að karlinn þeirra er dreginn inn í skrif um verk þeirra. Rétt eins og þær eigi að þakka honum. “ Og þótt fyrr hefði verið Við skulúm vona að þessi listahátíð verði stórt skref í þá átt að listamenn verði metnir að verðleikum án tillits til kyns þeirra. Og þótt fyrr hefði verið. Og áfram öll saman nú því listakonur gera ekki síður merkilega hluti en listakarlar. Margrét Rún Guðmundsdóttir r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.